Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 16
■ mm IWí rf'-J : ■■■■■ - i <4 úr flugvélinni í sjúkrabíl á Akur- ''•■>_. >■ V '?V; |SIK Þriðjudagur 16. fébrúar 1965 t \ Kanada með nýjan fdna Einni minútu fyrir kl. 12 á hádegi f gær var hinn gamli fáni Kanada dreginn niður á að- alræðismannsskrifstofu Kanada f Reykjavfk og einni mínútu síð- ar var hinn nýi fáni Kanada dreginn þar að hún. Nokkrir gestir voru viðstaddir þessa at- höfn, er var ein af mörgum, sem fóru frani á sama tima hjá öQum fufitrúum Kanada erlend- is. Haligrimur Fr. Hallgrfmsson aðalræðismaður skýrði við þetta tækifæri blaðamönnum frá fánaskiptunum og aðdraganda þeirra. Gamli samveldisfáninn hefur þjónað í 252 ár. Þegar á- kveðið hafði verið að skipta um fána, bárust þúsundir tillagna, og ákvað sérstök þingnefnd, að fánS sá skyldi valinn, sem nú hefur verið tekinn í notkun. Grunnur fánans er hvítur. Rauðir fletir eru til endanna og í miðjum fána er rautt laufblað, lauf hlynsins, e» það hefur Iöngum verið táknrænt fyrir Framh. á bls 6 r* tf. *r /tf .f f y . mmmmmm Tryggvi Helgason eyrarflngvelli. (Ljósm. SB). Flugvélar Tryggva fá ekki flugleyfí vegna þess að flugskýli vantar I undirbúningi oð reisa gott flugskýli á Akureyri — Samtal við Tryggva Helgason Fréttaritari Vfsis á Akureyri hefur náð tali af Tryggva Helga syni flugmanni, forstjóra Norð- rvae urflugs og spurt hann um rekst ur smáflugvéla. — Hefur þú fiogið mikið í vetur? — í kringum og eftir ára- mótin var veður til flugs mjög óhagstætt og dögum saman ekki hægt að fara á loft. En nú í seinni tíð hefur veðráttan ver ið hagstæðari og mikið að gera. Þó að mikið snjóaði um áramót in var Akuréyrarflugvelli hald ið opnum, að heita má alla þá daga sem hægt var að fljúga. Sömu sögu er að segja af stærri völhmum, sem ég flýg helzt á eins og Egilsstaði, Húsavík og Vopnafjörð. Minni vellirnir eru hins vegar aldrei ruddir, en margir þeirra eru svo vel stað settir, að snjó setur ekki á þá. — Hver er nú flugvélakostur Norðurflugs? Tvær tveggja hreyfla (Beech craft) vélar, sem taka 8 far- þega hvor, ein tveggja hreyfla Piper Apache (sjúkravélin) fyrir 4 farþega og svo tvær eins hreyfils vélar, sem nær ein göngu eru notaðar til kennslu. — Hvers konar flug stundar þú aðallega? — Mikið af því er leiguflug með fólk og flutning, einnig hef ur verið óvenjumikið um sjúkra Framh. á bls. 6 7 TÍMA Á DANSGÓLFI í NORÐURLANDAKEPPNI Islenzku danspörin stóðu sig með ágætum / keppninni i Kaupmannahófn Hallgr. Fr. Hallgrímsson (til vinstri) og Brian Holt, er nýi fáninn var dreginn að hún. Hið unga dansfólk úr dans- skóla Hermanns Ragnars stóð sig ágætlega f Norðurlanda- mótinu f Kaupmannahöfn um helgina. Þan voru 6 sinnum kölluð út á gólfið í keppninni, en voru ekki tekin út fyrr eftir 7 klukkutima og komust því mög langt í keppninni. Vi'ð verðlaunaafhendinguna voru þau sérstaklega kölluð fram og fengu afhenta minja- gripi frá Terpsichore sem er sam band danskennara og var þakk að sérstaklega fyrir að koma alla þessa löngn leið til keppni. Hermann Ragnars sagði að ungu danspörin hefðu verið til mesta sóma. Þau hefðu ekki gert neinar villur allan tím ann og hefðu komið sérlega skemmtílega fram. Það sem að allega vantaði væri meiri sveigja í líkamann, en það fæst ekki fyrr en enn meiri rækt er lögð við dansinn sem keppnis- grein, en til þessa hefur þa'ð vart verið hægt hér á landi. Dansaðir voru dansamir ensk 'ur vals og quickstep á Norður- Framh. á bls. 6 ByrjaSir á þorskanót Önnur loðnugnngu? Vestmannaeyjum í morgun. Talsverður afli hefur borizt á land í Vestmannaeyjum um og eftir helgina, fyrstu dagana eftir óveðurskaflann. Góður aíli er af loðnu og línubátar beita henni á linuna. Þrír bátar hafa tekið upp þorskanót, en með litlum árangri. Aðkomubátarnir, sem fylltu hér höfnina íyrir nokkrum dögum, eru allir farn- ir. Flestir em komnir til sinna heimahafna og eru að skipta um veiðarfæri, taka upp þorskanót í stað síldarnótarinnar, og er því síldarvertíð endanlega lokið í þetta sinn. Loðnan er nú komin á miðin kringum Vestmannaeyjar og eiga loðnubátarnir ekki nerna hálftíma siglingu á miðin. Þrir bátar stunda loðnuveiðamar og landa þeir yfirleitt daglega, Kóp ur tvisvar á sunnudaginn. Frétzt hefur af því, að önnur loðnu- ganga sé á leið vestur með Suð- urlandi og reikna sjómenn með, að þar sé betri loðna til beitu. Fyrri gangan var nærri ein- göngu hrygna, sem er léleg til beitu, en reiknað er með, að Framh. á bls 6 Skógarfossi gefið nafn Mynd þessi var tekin, þegar hinu nýja skipi Eimskipafélags- ins, Skógafossi, var hleypt af stokkunum í Álaborg á laugar- daginn. - Á henni sjást talið frá vinstri: Óttarr Möller forstjóri, frú Kristín Ingvarsdóttir, frú Amþrúður Möll- er, sem skírði skipið, og S. M. Krag, forstjóri skipasmíða- stöðvarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.