Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 3
19 VlSIR . Þriðjudagur 16. febrúar 1965. MMMWBlr' -«■ /'i? 'MWÆÍÍi msm ■ ■ ÍÍiSíSsKS Þær sauma blússur og kjóla svo læra þær lfka barnafatasaum. Þær þurfa líka að kunna hvemig ganga á um beina og veita gestum og ferst það vel úr hendi. við sjáum tahð Guðmundsdóttur, frá vmstn Jónínu Sigríði Gísladóttur í íbúð skólastjóra er safnazt saman til kaffidrykkju, Bjarnadóttur, skólastjóra Katrínu Helgadóttur, Herdísi og Jakobínu Guðmundsdóttur. Þær brasa, baka, sauma og vefa 1 hvítu, reisulegu húsi við Sólvallagötuna er Húsmæðra- skóli Reykjavíkur. Þama eru 80 ungar stúlkur að starfi frá morgni til kvölds er víst óhætt að segja, því að fyrir utan þær 40 sem eru í heimavistinni eru 24 á dagnámskeiðinu, sem er haldið og 16 á kvöldnámskeið inu. í myndsjánni í dag sjáum við þessar verðandi húsmæður að störfum. Þegar við komum í eldhúsið er verið að leggja síð ustu hönd á hádegisverðinn, bú ið er að elda súpuna, verið er að ganga frá gómsætu London lambi á fötunum, aðrar standa rjóðar yfir bakstrinum, og sum ar eru að skreyta ábætinn. Við heimsækjum líka þær, sem eru á dagnámskeiðinu, þær eru bú- konulegar á að sjá, á töflunni er gefin uppskrift yfir nauta- buff og okkur er tjáð að þær hafi keypt heilt naut, sem var hraðfryst, skipt niður og geymt f frystikistu, á tveim nautum er hægt að spara 5000 krónur. 1 saumastofunni sníða þær, sauma og máta litskrúðugar flíkur, bæði kjóla og blússur og sumar eru með barnaföt milli handanna. Að lokum er svo lit ið inn í vefstofuna, þar sem þær sitja og slá vefinn og þama rekumst við óvart á syst ur Maritu á meðal ungpíanna, það kemur okkur alveg á óvart að sjá nunnu í þessum hóp, hún ljómar eins og sól á heiði og segir okkur að sér þyki ákaf- lega skemmtilegt að fá að vera þarna með ungu stúlkunum. Á eftir er okkur boðið til máls- verðarþar sem all fer fram með pomp og pragt og var öllum aðilum til mikils sóma, það er ekki oft sem blaðamenn detta í lukkupottinn og ætli margur ungur maðurinn hefði ekki vilj að vera í sporum okkar þama í miðju þessa fríða og föngu- lega hóps. Systir Marita við vefnaðinn og kennari hennar Jakobína Guðmundsdóttir. Bryndfs, Unnur, Jóna og Helga gefa sér tíma frá ábætinum til þess að brosa framan í Ijósmyndarann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.