Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 8
VÍSIR Þnðjudagur 16. febrúar 1965. o VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegj 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f Sumarsíldin loks farin og byrjað að lesta haustsíld Samstaða i tollamálum J ræðu sinni á þingi Norðurlandaráðsins ræddi for- sætisráðherra, dr. Bjami Benediktsson, um það hverja þýðingu hin alþjóðlega viðskiptasamvinna hefði fyrir íslendinga og hverjir væru helztu hagsmunir þjóðar- innar á þeim vettvangi. Forsætisráðherra gat þess, að ísland hefði nú gerzt aukaaðili að GATT og væri landið þátttakandi í þeim umræðum, sem fram fara um tollamál á þeim vettvangi. Þar hafa íslendingar lagt á það megin áherzlu að fiskafurðir hljóti sömu meðferð innan samtakanna sem verzlun með iðnað- arvörur, en séu ekki flokkaðar með landbúnaðarvör- um. Augljóst er hverja þýðingu slík málsmeðferð mun hafa fyrir íslendinga. Tollar fara nú stiglækkandi á iðnaðarvörum, en fram að þessu hefur ekki verið um að ræða neinar slíkar lækkanir á fisk- og land- búnaðarafurðum. Vitað er að margar hinna stærri iðnaðarþjóða, sem halda uppi vernduðum og lítt sam- keppnisfærum fiskveiðum, eru því mjög mótfallnar, að tollalækkanimar verði látnar ná til fiskafurða. Á hinn bóginn eru Norðurlöndin því samþykk og ýmsar aðrar þjóðir. Afstaðan á þessu sviði mun enn skýr- ast í framhaldi Kennedy-viðræðnanna í Genf. Mikil- vægt er það okkur íslendingum, að njóta samstöðu Norðurlandanna á þessu sviði. Þar koma fram kostir norrænnar samvinnu í verki og þessa dagana gefst tækifæri til þess að ræða um frekara samstarf og samstöðu íslendinga og Norðurlandanna í baráttunni fyrir því að tollalækkanir GATT verði einnig látnar ná til fiskafurða. Orð Per Hækkerups j viðtali hér í Vísi var utanríkisráðherra Danmerkur, Per Hækkerup, að því spurður, hvort Danir bæru ekki nokkurn ugg í brjósti um það að hættulegt væri sjálfstæði landsins að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu. Slík aðild Danmerkur er að vísu ekki tíma- bær eins og sakir standa, en ráðhgrrann hafði lýst því yfir, að bæði Danmörk og önnur Norðurlönd hefðu enn ótvíræðan áhuga á henni síðar. Spurningunni svaraði Per Hækkerup neitandi. Ef England gerðist aðili að Efnahagsbandalaginu, kvað hann ekki ástæðu til þess að óttast að sjálfstæði Danmerkur væri hætta búin vegna aðildarinnar. Þessi ummæli eru athyglis- verð fyrir okkur íslendinga. Fyrir tæpum tveimur ár- um var einmitt þetta atriði ýtarlega rætt hér á landi. Skortur á greinargóðri þekkingu og upplýsingum hindraði þá að umræðurnar yrðu jafn nytsamlegar og skynsamlegar og ella hefði verið kostur. Reynt var að mála aðild að bandalaginu sem glötun sjálfstæðis- ins af fulltrúum tveggja stjórnmálaflokka. Sú yrði auðvitað ekki raunin, eins og orð Hækkerups gefa til kynna. Vonandi verða vandamálin síðar rædd af meiri skynsemi en hið fyrra sinni. — Afskipanir á soltsiid hafa tafizt vegna skorts á vinnuafli fyrir austan Söltun haust- og vetrarsíldar á þessum vetri varð aðeins einn þriðji af því magni, sem samið hafði verið um fyrirfram. Alls voru saltaðar rúmlega 50.000 tunnur af 160.000 tunnum, sem samiö hafði verið um. Söluhorfur á saltsíld af Suður landsmiðum voru ekki góðar í sumar, en samt tókst Síldarút- vegsnefnd að semja um sölu á þessu magni til Sovétríkjanna, Póllands, Rúmeníu, Bandaríkj- anna, Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu, ísrael og Danmerkur. Að þessu sinni hófust síld- veiðarnar fyrri hluta október, en þátttaka var langtum minni en undanfarin ár, bæði vegna dræmrar veiði og vegna mjög góðrar veiði á Austfjarðamið- unum. Obbinn af síldinni veidd ist úti af Snæfellsnesi fram undir miðjan nóvember en þá héldu svo til öll síldveiðiskipin á Austfjarðam'ið. Eins og undanfarin ár veiddist dálítið af síld í Skeiðarárdýpi, en ekki var neitt saltað af henni að ráðj frekar en fyrri ár. Síld þessi er bæði horuð og misstór, en Rúmenar munu þó hafa samþykkt að taka við hluta hennar. Samt var hún Iítið nýtt til söltunar, m. a. vegna mán- aðar langs verkfalls á bátaflot- anum á aðaltímanum og vegna þess að í Vestmannaeyjum, þar sem obb'inn af aflanum fór á land, er lítil aðstaða til sölt- unar. Nokkuð bætti úr skák, að margar söltunarstöðvar á Aust- urlandi söltuðu lítilsháttar upp í Suðurlandssamninga, eða 10.000 tunnur af þessum 50,- 000 tunnum, sem saltaðar voru. Þar eru skilyrði þó erfið og erfitt að koma við innanhúss- söltun og geymslu f upphituð um húsum, og því var magnið ekkj meira en þetta. Vetrarvertíðin á sild er nú lokið, og séð að ekki verður meira saltað upp í gerða samn- inga. Síldarbátarnir eru komn- ir á loðnuveiðar eða í þann veginn að taka upp þorsknót- ina. Er það um hálfum mánuði fyrr en venjulega og stafar af jn'í, að loðnan gekk fyrr en hún hefur gert undanfarin ár. jr Aherzla lögð á síldarflutninga og nýjar geymsluaðferðir á síld Síldarflutningar eru ein helzta leiðin til að nýta vel bunar síldarverkunarstöðvar og síldar verksmiðjur og staðbundinn mannafla þessara stöðva, þann ig að skynsamlegt sé. Þetta álit Sveins Benediktssonar, for manns Síldarverksmiðja ríkisins og Erlendar Þorsteinssonar, for manns Síldarútvegsnefndar kom fram í yfirlitsgreinum í nýút- komnum Ægi. Erlendur segir m.a., að gerð- ir hafi verið fyrirframsamning ar um sölu á 588 þúsund tunn- um saltsíldar á árinu, sem sam svari um 1 milljón uppmældra tunna. Þá hafi nefndin getað gert meiri samninga, en hún hafi kippt að sér hendinni, er ljóst varð, að aflabrestur yrði. Síldveiði brást með öllu fyrir Norðuriandi og í Faxaflóa, en á þessum svæðum eru margar söltunarstöðvar vel búnar tækj um og með þjálfaðan mannafla til síldarsöltunar. Erlendur seg ir, að það hljóti að vera aðalvið- fangsefni síldarsaltenda að finna úrræði til þess að nýta þessar síldarverkunarstöðvar á þeim stöðum, sem nú liggja svo fjarri síldveiðisvæðunum, að síldin verður ekki nýtt til söltunar á venjulegan hátt. Verði vart kom ið auga á aðra Ieið en flutn- ing síldarinnar og geymslu hennar um lengri tíma en áður hefur verið tíðkað. Nokkrar til raunir hafa verið gerðar f þeim efnum og má m. a. nefna sjó- kælingartilraunir, sem farið hafa fram á vegum Fiskifélagsins. Sveinn segir m.a. í sinni grein, að aukning afkasta sild arverksmiðjánna á Austfjörðum og Raufarhöfn, aukið þróarrými auknar afurðageymslur og aukn ir síldarflutningar verði að fylgjast að. Þá segir Sveinn, að takist flutningarnir vel, mundi heildarafli síldveiðiflotans stór aukast og þörfin fyrir greiða af greiðslu í höfnum, sem liggja næst miðunum, ekki minnka að neinu ráði frá því, sem verið hef ur. Afköst verksmiðjanna fyrir austan eru samtals 26.000 mál á sólarhring en burðarmagn síldveiðiflotans f einni veiðiferð Nú er búið að skipa út nærri allri saltsíld, sem veidd var í sumar. og flutningaskipin eru að byrja að flytja út haustsíld- ina. í dag byrjaði hollenzka skipið Linde að lesta á Aust- fjörðum og tók fyrstu síldina á Norðfirði. Linde tekur 6000 tunnur eða meira en helminginn af haustsildinni eystra. Þá mun Minnie Basse taka saltsild vest- ur á Ólafsvík og von er á skip- inu Jörgen Vesta, sem á að taka síld á sömu slóðum. Bæði skip- in flytja síldina til Póllands. Síðar er von á skipum, sem taka Rúmeníusildina. Það er ekki vonurn fyrr, að útflutningi á sumarsildinnj er lokið. Það hefur valdið miklum erfiðleikum í síldárhöfnunum fyrir austan, að síldarsaltendur hafa elcki haft nægilegt vinnu- afl til að gera síldina tilbúna um 300.000 mál, og er þar mik ill munur á. Sveinn telur ekki næga reynslu fengna um kostn að né notagildi tankskipa til síld arflutninga, en sjálfsagt sé ,að halda áfram þessum flutningum á komandi sumri. Hann segir, að mjög hafi verið vanrækt að reyna að kæla síldina nýháfaða um borð í síldveiðiskipunum með skelís, svo hún þoli flutn ing í stórum stíl til fjarlægra staða. til útflutnings á tilskildum tíma. Hefur Síldarútvegsnefnd því orðið að fresta afskipunum og einnig orðið að greiða flutninga skipum biðtíma, þar sem söltun- arstöðvar höfðu ekki tilbúna þá síld, sem afskipa átti. Útflutningur sumarsíldarinn- ar skiptist þannig á einstök lönd: Svíþjóð 192.300 tunnur, Finnland 58.000 tunnur, Sovét- ríkin 47,500, Bandaríkin 14.000, Danmörk 13.900, V.-Þýzkaland 11.000, Noregur 8.500 og ísrael 500 tunnur. Mun meira var saltað af sykur og kryddsild en af eiginlegri saltsíld, — cutsííd. Útflutningsverð var nokkru hærra en árið áður og fram- leiðslukostnaður var einnia hærri. Er útflutningsverðmæti sumarsíldarinnar árið 1964 um 393 milljónir króna. Saltaður þriðjungur af umsömdu síldarmagni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.