Vísir - 04.03.1965, Side 7
V1SIR . Fimmtudagur 4. marz 1965.
7
er ráð fyrir á næstunni, eru í
stuttu máli sem hér segir. Feng
in verður ný dæla til prófunar
á holunni og standa vonir til að
hún verði komin í febrúar—
marz. Einnig er væntanlegur
nýr rafstrengur til ýmissa at-
hugana í holunni, og áhald til
sýnishornatöku af vatni á mis-
munandi dýpi hefur þegar verið
smíðað. Bæði á undan og eftir
dælingartilraunum er áformað
að taka vatnssýnishorn af mis-
munandi dýpi til efna- og íso-
tópagreiningar, svo og að gera
mælingar á hita, eðlisviðnámi,
jarðspennu og e. t. v. fleiru í
holunni. Vonazt er til þess, að
þessar rannsóknir gefi upplýs-
ingar um hugsanlegar vatnsæð-
ar og skýri það ósamræmi, sem
fram hefur komið í efnainni-
haldi og fsotópasamsetningu
þess vatns, sem áður hefur
fengizt úr holunni.
Ferskt vatn ekki
útilokað.
Allt frá upphafi byggðar í
Vestmannaeyjum hefur þar ver
ið nokkur hörgull á neyzlu-
vatni.
Með síaukinni fólksfjölgun og
tilkomu vatnsfreks iðnaðar hef-
ur spursmálið orðið meir og
meir aðkallandi.
I öðru lagi verða þau að vera
heilleg og ekki skorin af sprung-
um eða misgengjum. Þriðja skil-
yrðið er svo að þétt lög séu
ofan á hinum vatnsleiðandi lög-
um, þannig að sjór nái ekki
niður í þau.
Reynslan er sú, að tertiera
basaltmyndunin, sem megin-
hluti Vestur-, Norður- og Aust-
urlands er byggður úr, sé yfir-
leitt orðin svo þétt, að vonlaust
geti talizt að vinna úr henni
verulegt magn af köldu neyzlu-
vatni.
Um yngri berglög er nokkuð
öðru máli að gegna. í hinni svo
kölluðu hreppamyndun, sem tal
in er vera frá því seint á tertíer
og/eða snemma á kvarter, eru
mikil millilög úr sandsteini og
völubergi. Þetta kemur fram m.
a. í gljúfri Hvítár neðan við
Gullfoss.
Vær því hreppamyndunin und
ir Vestmannaeyjum, næði óslit-
in upp á land og væri lík að
gerð þvi sem hún er víðs veg-
ar annars staðar, þá væru feng-
in þau skilyrði sem þarf til að
ferskt vatn gæti verið undir
eyjunum.
Það var þessi möguleiki sem
hafður var í huga þegar lagt
var út í djúpborun í Vestmanna
eyjum. Gert var í upphafi ráð
fyrir að bora niður í 1000—1500
borað hefði verið á öðrum
stað.
Jarðsagan
Meginstefnan f jarðsögu þessa
svæðis, sem holan liggur í, er
jarðsig, þar sem upphleðslan á
nýjum jarðlögum er ýmist meiri
eða minni en sigið. Sigið er
miðað við sjávarborð á hverjum
tíma, en það þarf ekki alltaf að
vera eins, ísaldir hafa áhrif
bæði til lækkunar og hækkunar
sjávarborðs. Jöklarnir binda
mikið vatn og lækka þannig
sjávarborðið, til dæmis mundi
sjávarborðið hækka um 30 m,
ef allir núverandi jöklar bráðn-
uðu. Hækkun sjávarborðsins
skeður í lok ísalda. Það skeður
á þann hátt, að landið þrýstist
niður undan fargi jöklanna,
þannig að sjórinn gengur langt
upp fyrir venjuleg sjávarmörk.
Hæstu sjávarmörk hér á landi
eftir síðustu ísöld liggja í rúm-
um 100 m yfir núverandi sjáv-
arborði.
Þegar jarðlögin fyrir ofan 177
m dýpi hafa myndazt hefur
raskazt jafnvægi sigs og upp-
hleðslu og land hlaðizt upp f
eldgosum. Þessa jarðlagamynd-
un væri hægt að kalla Vest-
mannaeyjamyndunina. Neðra
borð Vestmannaeyjamyndunar-
Kort af Heimaey, þar sem
borholan er sýnd.
í gær skýrði Vísir í frétt frá
rannsóknum þeim, sem hafa far
ið fram í sambandi við leit að
drykkjarvatni í Vestmannaeyj-
um. Það eru Guðmundur Pálma
son, Jón Jónsson, Jes Tómasson
og ísleifur Jónsson, sem hafa
unnið að þessum rannsóknum
og samið skýrslu um þær. Hér
birtir blaðið nú kafla úr skýrsl-
unni, sem vísindamennirnir hafa
gert um vatnsleitina:
Eins og kunnugt er, var þessi
djúpborun gerð í þeim tilgangi
að kanna hvort unnt væri að
afla neyzluvatns fyrir Vest-
mannaeyjar. Tilraunir með
grunnar borholur í þessu skyni
höfðu ekki borið tilætlaðan ár-
angur, og var þá hafizt handa
um djúpborun með Norðurlands
bornum til að fá endanlega úr
því skorið, hvort von væri á
vatni úr dýpri bergmyndunum
undir eyjunum. Fyrirfram var
slíkt engan veginn talið von-
laust, og með tilliti til hins
mikla kostnaðar við vatnsleiðslu
úr landi var talið rétt að reyna
þetta.
1565 m. hola.
Borað var niður á 1565 m og
er þessi hola sú þriðja dýpsta
á landinu. Athugun á jarðlög-
un sýnir, að Vestmannaeyja-
myndunin svonefnda, sem er úr
gosbergi, nær niður á 177 m.
Sú myndun er vafalaust gegn-
sósa af sjó. Þar fyrir neðan
taka við þykk setlög, sem í
stórum dráttum ná niður á um
820 m. Úr þessum setlögum er
lítil von að vatn fáist. Á um
820—1070 m koma basaltlög
með allmiklu af millilögum, þar
V0NUTIÐ ER AÐ EYJAMíNN
• 9
sem ekki er vonlaust, að vatns-
æðar kunni að leynast, enda
mun það vatn, sem komið hefur
úr holunni við dælingu, hafa
komið frá 820—900 m dýpi. Frá
1070 m til 1330 m eru basalt-
lög án verulegra millilaga og
þar fyrir neðan aftur basaltlög
með allmiklu af millilðgum.
Ekki eru miklar líkur fyrir
vatnsæðum i þessum neðri
myndunum vegna þrýstings og
aldurs, en það er þó ekki full-
kannað enn.
Er borað hafði verið niður á
898 m, var gerð tilraun til dæl-
ingar úr holunni og fékkst um
0,7 1/sek rennsli. Efnagreining
á vatninu benti til þess, að það
væri blandað sjó, en ísotópa-
greining benti hins vegar til, að
hér væri um jarðvatn að ræða
svipað og er á landi. Á þessu
stigi er spurningunni um upp-
runa þessa vatns enn ósvarað
og frekari rannsókna þörf.
Ekki jákvæður árangur
Að lokinni þessari borun er
ekki hægt að segja, að hún hafi
borið jákvæðan árangur. Set-
lögin í efri hluta holunnar reynd
ust þykkari en búizt hafði verið
við, en úr þeim er vonlítið að
fá vatn. Ekki eru Hkur á, að
önnur staðsetning holunnar
hefði breytt neinu um niður-
stöður, og því virðist ekki á-
stæða til að bora aðra holu f
sama skyni.
Þær áætlanir um framhalds-
rannsóknir á holunni, sem gert
Af þessum ástæðum var þeg-
ar 1957 hafizt handa um tilraun
ir með að bora eftir köldu vatni
á Heimaey. Það ár munu hafa
verið boraðar 7 holur, sú dýpsta
98,5 m djúp.
Það virðist fræðilega séð ekki
útilokað að mögulegt sé að fá
ferskt vatn undir Vestmannaeyj
um. Sá möguleiki byggist á því
að hugsanlegt er, að samfelld
berglög (basalt) nái ofan af
landi (Rangárvöllum) og út und
ir eyjamar, sem þá væru mynd-
aðar ofan á sh'kum berglögum.
Skilyrði fyrir því að svona berg
lög flytji vatn, eru í fyrsta lagi
þau, að þau séu ekki það gömul,
að bæði basaltlögin sjálf og
millilögin milli þeirra séu orðin
svo fyllt af „sekúnderum míner-
ölum“. sem myndazt hafa í
þeim á löngum tíma, að bergið
í heild sé orðið þétt.
m dýpi.
Um staðsetningu borholunnar
er þetta að segja: Þar sem gos
þau er síðar byggðu upp Helga-
fell að öllum líkindum byrjuðu
sem neðansjávargos, virtist ekki
ólíklegt að undir hraununum
væru lög af „pyroklastika", þ.
e. gjalli, vikri og ösku. Þau
gætu jafnvel verið nokkuð þykk
og vafalaust í þeim sjór.
Þegar hér við bætist neikvæð
ur árangur af fyrri borunum,
var ákveðið að vera utan við
hraunin. Með það fyrir augum
að sem þægilegast væri að
virkja holuna ef til kættii, var
ákveðið að hafa hana sem næst
bænum og var henni því val-
inn staður austan undir Há
sunnan við Skiphelli. Ekki virð
ist ástæða til að ætla, nú þegar
borun er lokið, að verulegur
munur hefði orðið á áraneri. bó
innar er um 50 m fyrir neðan
sjávardýpið umhverfis Vest-
mannaeyjar. Það má skýra
þannig að um 50 m setulag hafi
myndazt á landgrunninum út af
suðurströndinni, síðan Vest-
mannaeyjamyndunin byrjaði að
hlaðast upp. Til dæmis liggur
Surtsey 30 m hærra upp á set-
inu, en Vestmannaeyjamyndun-
in. Surtsey hlóðst upp frá 120
m dýpi, en Vestmannaeyjar frá
um 150 m dýpi.
Misræmi
Þegar búið var að bora niður
í 898 m dýpi var gert hlé á
borun. Var þá dælt upp úr hol-
unni vatni í nokkra daga. Vatn-
ið, sem kom upp úr holunni
reyndist innihalda salt. Tekin
voru nokkur sýnishorn af vatn-
Framhald á bls. 11
Jarðhitadeild og Jarðboranir ríkis-
ins hafa gert skýrslu um borun
eftir vatni í Vestmannaeyjum
Mikill fiskafli berst á land í Vestmannaeyjum og fiskvinnsla er þar meiri en f flestum öðrum ser-
stöðvum landsins. Fiskvinnslustöðvarnar þurfa á nægu og góðu vatni að halda( ekki sfður en hcimilin,
og því bagar það Vestmannaeyinga ákaflega mikið, að vatnsskorturinn er rfkjandi allan ársins
hring. Myndin er af einni fiskvinnslustöðinni, Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni.