Vísir - 04.03.1965, Blaðsíða 8
V i S T R Fimmtudagur 4 marz 196S.
vigbiandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Visis - Edda h.f
Hækkandi íbúðarlán
gtjórnarandstaðan vitnar í ýmsar tölur um hækkun
byggingarkostnaðar og þykist með því vilja sanna
að erfiðara sé nú að byggja sér íbúð en á vinstri
stjórnar árunum. Ekkert er fjær sanni. Slíkar fullyrð-
ingar eru úr lausu lofti gripnar, eins og nú skal sýnt
fram á. Árið 1958 var vísitala byggingarkostnaðar 134
stig. Nú í febrúar 1965 er hún 220 stig. Á þessu ára-
bili hefur hún því hækkað um 64%. Árið 1958 námu
lán Húsnæðismálastjórnar almennt kr. 70 þúsund
á ári. Nú eru þau almennt 150 þúsund krónur. Það er
114% hækkun — á sama tíma og byggingarkostnað-
arvísitalan hefur aðeins hækkað um 64%. Þetta sýnir
hver f jarstæða það er að halda því fram að verra sé nú
gert við húsbyggjendur í lánamálum en á dögum
vinstri stjórnarinnar. Og nú hækka íbúðarlánin upp í
280 þúsund krónur á íbúð á næstunni. Þá nemur
hækkunin frá dögum vinstri stjórnarinnar á lánunum
400%, en hækkun vísitölu byggingarkostnaðar er inn
an við 100%. Þannig hefur viðreisnarstjórnin markað
þá stefnu í lánamálum íbúðarbyggjenda, sem er mikl-
um mun raunhæfari en hungurlúsir þær sem menn
fengu í lán á stjórnartíma Framsóknar og kommún-
ista. Um það bera fyrrgreindar tölur gleggst vitni.
Undir lás og slá
þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins flytja frumvarp
um það að bann við minkaeldi hér á landi verði numið
úr lögum. Frumvarpið mun eiga miklu fylgi að fagna.
En hér má ekki ganga blindandi til leiks, eins og
hið fyrra sinni, er minkarækt var leyfð hér. Af því
ævintýri hefur hlotizt óbætanlegur skaði fyrir nátt-
úrulíf þessa lands. Herfilegustu mistök voru þá gerð
af hálfu hins opinbera, er svo slælega var haldið á
málum, að minkar runnu úr búrum sem fé rásar á
fjalli. Það hneyksli má ekki endurtaka sig, ef þetta
frumvarp verður að lögum. Minkagarða þarf að gera
svo rammbyggilega að engin hætta verði á að sagan
endurtaki sig. Ella ber skilyrðislaust að fella minka-
ræktina öðru sinni niður, ef það kemur á daginn að
hið íslenzka kæruleysi er enn við lýði í búrekstrinum.
Auður á uppboði
fi’in laxveiðiá er nú leigð yfir sumartímann fyrir á
aðra milljón króna. Svarar það til þess að hver dreg-
inn lax sé þúsund króna virði. Þessi uggvænlega
þróun mun senn valda því að fæstir íslendingar hafa
efni á því að veiða í sínum eigin ám. Þær verða leik-
völlur erlendra auðmanna. Hér verður því skjótt að
spyrna við fótum. Það verður að tryggja að uppboð
á laxveiðiám valdi ekki því að flestum ísiendingum
verði gert ókleift að renna fyrir lax í sínu eigin landi.
Vigegó Oddsson
skrifor fró
Suð-vesfur
Afríku
Ég hefj verið á stöðugu ferða
lagi um suður og miðhluta
Afríku síðasta misserið. Land-
mælingafyrirtæki sem ég vinn
hjá í Johannesarborg hefur útibú
víða í Afríku og þegar verk-
efnin verða óviðráðanleg er ég
sendur af stað til að hraða fram
kvæmdum. Þannig hefi ég verið
til skiptis í S-Afríku og Rhode-
síu, og hefi nýlokið við 60 metra
langt kort af þjóðvegi sem nýtt
fyrirtæki í Suð-vestur Afríku
tók að sér að kortleggja eftir
flugmyndum. Mér hafði aldrei
órað fyrir að ég ætt; eftir að
koma hingað vestureftir. Land-
ið er verndarsvæði frá S.-Afríku
en var áður þýzk nýlenda. Land
ið verður að teljast ein samfelld
eyðimörk því stundum rignir
ekki í 2 ár. Það er 3ja tíma flug
í vestur frá Jóhannesarborg, áð
ur en komið er til Windhoek
sem er höfuðborgin með um
50.000 íbúa. Flogið er yfir Kalah
arí eyðimörkina sem er samfelld
slétta, með mjög gisnum runn
um sem hindra sandfok. Víða
Windhoek er ákaflega falleg borg með litríkum byggtngum og
miklum gróðri. ibúar 50.000. Kirkjur eru þarna margar og til
að þær stærstu skapi ekki minnimáttarkennd hjá litlum körlum er
turnunum skipt í tvennt. Þarna er ég fyrir utan eina af elztu kirkj-
unum.
Harðbýlt en auðugt land
eru uppþomaðir tjarnarbotnar.
Þarna er talsvert af hjörtum.
WINDHOEK
Höfuðborgin er svipuð þýzk-
um smábæ þar sem allt er með
þýzkum svip þarna eru 4 kast-
alar á háum hæðum, hér var að-
alstöð Þjóðverja, pálmar og
skrautjurtir eru í görðum, lofts-
lagið er fremur heitt 20—40
stiga hiti, loftið tandur hreint
og sólin ofsa björt, því þetta er
í um 1800 m hæð. — Umhverfi
borgarinnar er eins og í Mýra-
sýslu, að frátöldum mýrunum.
íbúar þessa stóra lands eru um
500 þús. mest negrar sem eru
á steinaldarstigi og vilja engum
framförum taka nokkrar ætt-
kvíslir umgangast þó hvíta menn
og eru konurnar klæddar peysu
fötum. Bæði land og fólk venst
furðu fljótt og vel, og dugnaður
og atorka hvíta fólksins er
dæmafá. Til dæmis eru bændur
með 40 — 70 þúsund karakúlkind
ur, og þar yfir, á búgörðum sin
um, þrátt fyrir auðnina. Þeir ná
talsverðu vatni með borunum.
HEITT VATN.
Hérna eru neitar laugar, vatn
ið er notað í heilsuböð og sund
laugar. Við vesturströndina eru
auðug fiskimið og eru tugir af
rússneskum skipum að pukrast
þar, mörg eru ekki að fiskveið-
um og fá ekki að koma í höfn.
Herskip og flugvélar fylgjast
með þeim því þessi floti er álit-
inn vera að mælingum og til að
smygla hergögnum og skemmd-
arverkamönnum í land. Við
ströndina er hrein eyðimörk með
um 200 m. háum foksands öld-
um á öldubotninum sést í fast
land og þar eru víða gimstein
ar í jörðu. Norðar í landinu eru
auðugar námur með blý, kopar
o. fl. þar er einnig eina germaní
um náman á vesturlöndum, en
þessi málmur er notaður í fjars-
skiptatæki og eldflaugar.
Óhemju fé er varið til þróun
arlandsins og hóteliní Windhoek
eru full af tæknifræðingum frá
S.-Afríku. Miklar vonir eru
bundnar við þetta land sem er
harðbýlt og auðugt, hér uppsker
ílk eins og það sáir, í Evrópu
byggist allt á ríkisforsjá, þess
vegna kann ég hvergi eins vel
við mig og hér í löndum hvíta
fólksins i Afríku.
Viggó Oddsson.
Þótt stundum rigni ekki í 2 ár ■' Suðvestur-Afríku eru bændur oft
með 40-70.000 Icarakúlkindur og lifa góðu lífi án ríkisstyrkja, upp-
bóta og niðurgreiðslna. Hvenær verða íslenzkir bændur með svip-
aðan bústofn? (Á grænasta grasj í heimi).
ts«í^i3i:3B2EæasEasffiJsaaaaira@a*