Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 3
V í S I R . Þriðjudagur 1. júní 1965. 3 Það var mikið um að vera í Innri—Njarðvík s.l. laugardag Fánar blöktu við hún og sér- stakt hátíðarsvæði hafði verið fgírt af skammt fyrir ofan kirkj una. Á miðju svæðinu stóð minn ismerki um Jón Þorkelsson, skólameistara — faðir alþýðu- fræðslunnar á íslandi — sveipað segldúk. Mjög almenn þátttaka var í hátíðahöldunum og margt boðs gesta mætti. Meðal viðstaddra voru forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, utanríkismála- ráðherra Guðmundur í. Guð- mundsson og frú, Gylfi Þ. Gisla- son menntamálaráðherra, Þor- leifur Thorlacíus forsetaritari, Bjöm Sveinbjömsson sýslumað Nokkrir boðsgestanna. Á fremsta bekk sitja, talið frá vinstri: Þorleifur Thorlacius forsetaritari, Jón Ásgeirsson sveitarstjóri, Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra, forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, frú Sigrún Helgadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirssonar, frú Rósa Ingólfsdótt- ir, eiginkona utanrikisráðherra, og Guðmundur í Guðmundsson utanríkisráðherra. Lengst t. v. er Björn Sveinbjörnsson sýslumaður og frú. Stytta af Jóni Þor- kelssyni afhjúpuð ur og frú og Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. Athöfnin hófst með messu þar sem séra Björn Jónsson, sóknar prestur predikaði. Skólabörn úr Gullbringu- og Kjósasýslu settu sterkan svip á þessa athöfn. Gengu þau í skrúðgöngu að há- tíðarsvæðinu c*g röðuðu sér þar skipulega upp. Minnismerkinu hefur verið valin staður á fögmm stað, þar sem í framtíðinni verður skrúð garður Njarðvíkinga. Elín Sig- mundsdóttir og dætur hennar gáfu um 7 þús. ferm. lands und ir styttuna og garðinn, sem er eins og fyrr segir á hæð skammt fyrir ofan kirkjuna. Settur sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósasýslu Björn Sveinbjömsson flutti stutt ávarp og lýsti störfum nefndar þeirrar sem hefur haft undirbúning og framkvæmd málsins með hönd- um og afhenti hann oddvita hreppsins Óskari Sigurjónssyni styttuna, sem Ríkarður Jóns- son myndhöggvari hefur gert. Bjami M. Jónsson, námsstjóri flutti ræðu um Jón Þorkelsson. Einnig flutti Helgi Elíasson námsstjóri ávarp. Þrátt fyrir fremur óhagstætt veður fór þessi útisamkoma mjög vel fram var fjölsótt og vel til hennar vandað. Fcrseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, heilsar upp á gamlan Suður- nesjamann, sem viðstaddur var athöfnina. Stytta af Jóni Þorkelssyni, eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara. — Ljósmynd: Ingimundur Magnússon. Margrét prinsessa ætti að koma með handritin segir Ekstrablaðið Það yrðí stærsti viðburður i sögu íslands ef Margrét ríkis- arfi kæmi til íslands með hand ritin, segir Ekstrablaðið í stórri grein á laugardaginn. — Þá yrði slík hátíð á ís- landi, að elztu menn myndu ekki muna annað eins. Þá yrði þau bönd knýtt milli þjóðanna sem aldrei myndu bresta. Einmitt Margrét prinsessa ætti að fara með handritin til Reykja víkur, segir blaðið, vegna þess hve hún hefur mikinn áhuga og mikla þekkingu á víkingaöldinni og fornleifafræði. Þess vegna veit hún öðrum fremur hvaða þýðingu handritin háfa fyrir Is- land og hver grundvöllur þau eru sögu þjóðarinnar. Og svo er hún svo ung og falleg! Hún myndi sigra öll hjörtu á Sögu- eynni. Það er kunnasti blaðamaður Ekstrablaðsins, Bro Brille, sem greinina ritar. Segir hann síðan í alllöngu máli frá dvöl sinni á íslandi, för sinni í Sundlaug- arnar, sem hann hrósar mjög og frá viðtölum sínum við íslend- inga um handritamálið. Ung, fögur íslenzk kona sagði við mig, lýkur blaðamaðurinn grein sinni: — Danmörk sýnir einstakt fordæmi með því að skila handritunum. Betra land er ekki til í heiminum. Ef ísland hefði ráðið yfir dönskum hand ritum þá hefðum við fremur en afhent þau setzt niður á gras bala á Þingvöllum og étið þau. Svo þrjóskir erum við íslend- ingar! JXá ca

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.