Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 8
s VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði t lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f Bókvitið og askurinn I viðtali hér í blaðinu við forstöðumann handrita- stofnunarinnar, þrófessor Einar Ól. Sveinsson, dag- inn eftir að danska þingið samþykkti að afhenda handritin, kvaðst hann ekki efast um að þing og þjóð yrði örlát á fé til starfsemi handritastofnunarinnar, til útgáfu og rannsóknar á handritunum. Mæli pró- fessor Einar Ólafur þar manna heilastur. Til einskis höfum við þá áratugum saman barizt fyrir endur- heimt hinna gömlu skinnbóka, ef skera ætti við nögl rannsóknarféð. Verður það vissulega prófsteinninn á menningu þjóðarinnar og mat hennar á andlegum verðmætum, hvernig hér tekst til, en byrjunin lofar góðu — hið nýja handritahús, sem senn rís af grunni og ráðning hæfustu manna til forstöðu og rannsókna. En það eru önn.ur bókasafnsmál, sem lengi hafa ekki fengið rúm á forsíðum blaðanna, en engu að síður er þó þörf að vekja athygli á. Það eru mál Háskóla- bókasafnsins og Landsbókasafnsins. í útvarpsviðtali við rektor Háskólans fyrir skömmu kom það fram, að ríkið, sem Háskólann rekur, hafði ekki í þrjá ára- tugi veitt einn einasta eyri til bókakaupa Háskóla- bókasafnsins. Eru ekki nema fáein ár frá því á því varð breyting. Afleiðingin er sú, að leitun mun vera á háskólabókasafni, sem svo fátækt er af fræðibók- um sem okkar eigið safn. Þarf ekki að orðlengja um hverja erfiðleika þessi einstæði nirfilsháttur hef- ur skapað fyrir fræða- og vísindastörf í landinu. Þótt hafizt sé nú loks handa um nokkrar úrbætur stendur safnið enn langt að baki sams konar söfnum smæstu háskóla Norðurlanda og langan tíma mun taka að fylla í eyðurnar, nema stórátak verði gert í þessu efni. Ástandið í málum Landsbókasafnsins er svipað hneyksli. Það safn rís ekki undir nafní. Bókaskrár þess bera svipmót liðinnar aldar. Nútíminn virðist hafa gengið þar að mestu hjá garði. Á Landsbóka- safnið þó að vera höfuðsafn þjóðarinnar, en sú Snorrabúð er vart meir en stekkur, eins og nú standa sakir. Ráðagerðir hafa verið uppi um að steypa þess- um tveimur söfnum saman og byggja stórhýsi yfir þau bæði. Það eru fagrir framtíðardraumar, en þeir eiga langt í land. Miklu meira áríðandi er að reka slyðruorðið af þjóðinni í þessu mikla menningarefni með stórauknum bókakosti, ekki aðeins í húmanisk- um fræðum, heldur einnig í raunvísindum, en þar eru eyðurnar stærstar. Það er jpitt og mikilsvert að byggja milljóna félagsheimilahaíúr út um alla lands- byggð og styrkja og styðja öli möguleg fyrirtæki. Ea það má ekki gleymast að tíð er löngu liðin, er börnum var kennt að bókvittfft yrði ekki í askana látið. Við höfum, íslendingar, yaknað til vitundar um það síðustu árin, að með vfejndum verður þjóð- félag framtíðarinnar reist og lífskjör þegnanna bætt. En til þess skortir okkur aflið og verkfærin meðan bókasöfn landsins standa vanrækt. VÍSIR . Þriðjudagur I. ;5. í stúdentsprófi á Laugarvatni Jóhann Hannesson, skólameistari og Benedikt Sigvaldason. skólastjóri, prófa stúdenta í munn- legri ensku. Pistill frá LAUGARVATNI I vorblíðunni austur á Laugar- vatni þreyta ungu stúd- entsefnin lokaprófið. Bekkjai-- prófum er lokið. Eiginkonuefnin í Húsmæðraskólanum eru famar af staðnum eftir lífgandi vetur. fbróttaskólanum er enn ekki lok ið. Nú er skógurinn í fjallinii orSinn fagurgrænn, og á vatninu sigla bátar. Lyngdalsheiðin er orðin skotfær — og bilið yfir í menninguna eins og frá útborg stórborgar. Þorkeli (sonur Bjarna fyrrum skólameistara) hugar að skepnum sínum — og nú eru flestir hættir að spila bridge, meira að segja Böðvar Magnússon. Ólafiu: Briem og fleiri kollegar stunda fjallgöng- ur á milli þess sem þeir heyra nemendur. Benjamín byggingar fulltrúi staðarins byggir hvert húsið á fætur öðru. Einn kenn- arabústaður reis upp í fyrra- sumar, og nú í sumar verður lok ið að byggja yfir Ingvar Ás- mundsson stærðfræðikennara — það verður slot með Versala sniði að margra hyggju — hús upp á tvær — þrjár milljónir. Menntaskólabyggingin verður stækkuð væntanlega í sumar — bætt við einni álmu, sem verð- ur nemendabústaður. Og ákveð- ið hefur verið að byggja nýtt húsmæðraskólahús. Tilvalið að kaila j»að DisahölL Ungu stúlk- umar, sem keppa ætla á fþrótta móti U.M.F.Í. á Laugarvatni í sumar, era farnar að æfa hlaup og kringlukast. IV'ú ekur Ólafur Ketilsson á milli á hverjum degi. Á honum er ekki bilbugur fremur en fyrri daginn. Menn eins og hann og Böðvar fyrrum hrepps stjóri og lénsherra, hækka stað inn fremur en hitt. Erfiðlega gengur iðnaðar- mönnum og raunar öðrum að fá lóðarleyfi á Laugarvatm — ár- um saman hefur staðurinn verið eins og lokuð borg og aðeins fyrir útvalda. Sennilega er erfið ara að fá leyfi til að byggja á Laugarvatni en að fá vistarleyfi í himnaríki — það er út af fyrir sig gaman að þess háttar ihald semi. Menn telja þetta viðhorf eiga sinn upprana í gamla Skál holtsvaldinu — og hver veit nema það sé skýringin á því, hve naumlega er deilt lóða- og byggingarleyfum í þessum sæl- unnar reit. Þegar Laugarvatn opnast pétri og páli seint og síðar meir, má segja ai. -1 til lénsherraskipujags á tuttugustu öld á íslancj',. (En heiðra ber síðasta geirt'uglinn engu að síður). Tjegar góða veðrið kom, breytt ist Laugarvatn í Útópíu . . . fólkið er auðmjúkt gagnvart feg urðinni, talar lágum hljóðum, hver er í sínu horni, sæll yfir þeim forrétti að éiga heima á svo blíðum stað. Nú eru stúdentsefnin að kveðja staðinn — aðeins rúm- lega hálfur mánuður þangað til þau setja upp hvíta kollana. Á dögunum var Jóhann skólameist ari að prófa munnlega í ensku f setustofu Menntaskólans. — Benedikt Sigvaldason skóla- stjóri Héraðsskólans var próf- dómari . . . „Vitið þér, hvað er að stofna í hættu á ensku?“ spurði meistari. — stgr. PÓLÝFÓNKÓRINN söng í Skálholti á sunnudaginn Á samsöng Pólýfónkórsins í Skálholtj í fyrradag var flutt sér kennilegt verk eftir ungt ís- lenzkt tónskáld, Þorkel Sigur- björnsson: „Agnus dei“ — Guðs lamb, sem ber burt syndir heimsins. Þetta verk samdi Þorkell 1959 í Bandaríkjunum — og var það sungið inn á plötu þar af Hamline-kórnum í St. Paul í Mmnesota. Tónskáldið var sjálft viðstatt, þegar Guðs lamb hans var flutt á biskupssetrinu gamla. Hann sagði tíðindamanni Vísis, að hann væri ánægður með flutn- inginn (Pólýfónkórinn hafði áð- ur túlkað það f apríl sl. í Krists- kirkju, Landakoti). Að öðru leyti vildi Þorkeél ekkert um verkið segja. (Hann sagði raun- ar að það væri ekki „avant 1 — garde“). Ýmis merkileg kirkjutónverk voru flutt þarna í Skálholti — og var mikil stemning í kirkj- unni. Éinsöngur Guðrúriar Tóm asdóttúr i verki Þorkels vakti athygli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.