Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 5
V í S I R . Þriðjudagur 1. júní 1965. 5 utlönd morgun útlönd í morgun utlönd í morgun á leii til Washington — villsætta Frakka og Bandarikjamenn NATO-fundur hófst í §ær í París Ráðherrafundur Norður-Atlants- hafsbandalagsins hófst í gær og viðræður Erhards og Lyndon Jo’mson í Washington fara fram n k. fimmtudag. Erhard vill hjálpa til að jafna ágreining Bandaríkjanna og Frakk- lands, en vafasamt að það takist, og yfirleitt eru menn alluggandi um samstarfið í Nato. Erhard ræddi við fréttamenn við burtför sína og kvaðst vona, að takast mætti að jafna ágreininginn milli Bandaríkjanna og Frakklands varðandi Norður-Atlantshafsbanda- lagið, varnir og Evrópu. Nærri samtímis bárust fréttir um það frá París að Frakkar ætl- uðu ekki að taka þátt í miklum hernaðarlegum æfingum Norður- Suður- Vietnam. Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Þó er gefið í skyn, að einhver aðstoð verði látin í té. Ráðherrafundur NATO er nú hafinn í París. Þar verða ágrein- ingsmálin rædd, en þau eru mörg. í fyrsta lagi eru varnirnar og á- greiningurinn um þær, Robert McNamara landvarnaráðherra Bandarfkjanna mun vera með nýj- ar tillögur um samstarf varðandi vopnaframleiðslu og vopnakaup á einhverjum „sammarkaðsgrund- velli“ innan NATO, en gefið hefir verið í skyn, að Bandaríkin óttist að samstarf Breta og Frakka og kannski Vestur-Þjóðverja á þessu sviði kunni að skaða Bandaríkin. Allar götur virðist vera um stefnu- breytingu að ræða. Robert McNamara ræddi þetta í fyrradag við Healy landvarnaráðherra Bret- lands, en báðir eru nú komnir til Parísar til þess að sitja NATO- fundinn. Healy mun hafa meðferð- is tillögur um breytt framlag Breta til varnanna, en Bretar telja sig bera þar of þungar byrðar. Að því vék Alec Douglas-Home fyrrver- andi forsætisráðherra í ræðu, sem hann flutti á fundi norskra ihalds- manna í Oslo í fyrradag. Hann sagði, að Bandamenn Breta mættu vera þess minnugir, að Bretar bæru þyngri byrðar af vörnum vest- rænna þjóða en nokkur þjóð önnur að Bandaríkjamönnum undantekn- um. Auk þess ættu þeir miklum efnahagslegum skuldbindingum að gegna m. a. vegna aðstoðar sinnar við þjóðir út um heim. í framhaldsfréttum segir, að Robert McNamara landvamaráð- herra Bandaríkjanna hafi lagt til á fundinum í gær, að 3—4 land- varnaráðherrar í bandalaginu skip- uðu nefnd ásamt honum til þess að ræða aukin áhrif þeirra varðandi stjórn kjarnorkuvarnanna, en Healy landvarnaráðherra Bret- lands, sem einnig flutti ræðu, kvað stjórn sína vilja, að yfirher- stjóm bandamanna réði því hvort kjamorkuvopnum skyldi beitt og hvenær, og eru ummæli hans skilin svo, að brezka stjómin hafi tekið ákvörðun um, að gerast ekki aðili að kjarnorkuflotadeild Norður- Atlantshafsbandalagsins, ef stofn- uð yrði. / Vietnam er nú lokii Gerhordsen í Moskvu Það er nú mjög um það talað, að Einar Gerhardsen forsætisráðherra Noregs ætli að láta af störfum á þessu ári, en ekki liggur neitt fyrir um það enn opinberlega. Orðrómurinn mun hafa komizt á kreik vegna þess að hann baðst undan kosningu sem flokksleiðtogi og var Trygve Bratteli varaformað ur kjörinn, svo og formaður þing- flokksms. Einar Gerhardsen er nú í opin- berri heimsókn í Moskvu. Þessi mynd af honum er tekin þar. □ Margrét Bretaprinsessa fer í heimsókn til Bandaríkjanna á hausti komanda. Mun hún dveljast vestra 3 vikur í nóv- ember ásamt manni sínum Snow don lávarði og koma fram opin berlega f New York, Washing- ton, Hollywood og Seattle, Mar- grét hefur ekki áður komið til Bandaríkjanna. Lokið er blóðugustu orrustum | Vietnamstyrjaldar. Hún geisaði í i tvo sólarhringa skammt fyrir sunn j an landamæri Norður- og Suður Vietnam. Vietcong með stuðningi I hersveita frá N. V. héldu uppi stöð í ugum árásum, en urðu að lokum | að láta undan síga vegna loftárása i Bandaríkjamanna. Manntjón f liði stjórnarhersins mun vera 400—700 fallnir og særð j ir og hinna sennilega álíka. I Kína saka blöðin Bandaríkja- stjórn enn á ný um að „framlengja og færa út“ styrjöldina f Vietnam, svo „að nú. sé 17. breiddarbaugur ekki lengur ti! sem landamæri milli N. og S. Vietnam". Á meðfylgjandi uppdrætti sjást landamærm (17th parellel). Enn I fremur bærinn Hue, sem oft hefir verið nefndur f fréttum, og Da Nang flugstöðin þar sem eldflauga sveit Bandaríkjamanna nú er o. fl. Kæri yfir fjöldaaf- tökum í Dominiku Friðargæzlulið Vesturálfu-sam- takanna (OAS) er farið að láta meira til sín taka og hefir Caamano ofursti, aðalleiðtogi uppreistar- manna borið fram mótmæli út af gerðum yfirmanns 'þess, og sent U Thant frkv.stj. Sameinuðu þjóð- anna mótmælin. M. a. hefir hann mótmælt því, að Dominiku-miðbankinn hefir fengið fyrirskipun um að hefja út- borganir launa til opinberra starfs- manna, hers og lögreglu. Þá hefir byltingarstjórn Caamano ofursta krafizt þess, að Öryggis- ráðið grípi til aðgerða til þess að stöðva skyndi-fjöldaaftökur, sem hann sakar Inbert Bereira hers- höfðingja um að hafa gripið til. Fulltrúi Caamano ofursta og stjórnar hans hjá Sameinuðu þjóð- unum hefir sagt í viðtali við fréttamenn, að hann búist við að- gerðum Öryggisráðsins hið bráð- asta. Á næstunni — ef til vill á fimmtudag — skjóta Bandaríkjamenn mönnuðu geimfari á Ioft í annað sinn á þessu ári — og hyggjast vinna meira afrek en unnið var, er Alexei Leonov hinn sovézki yfir- gaf geimfar sitt — og er sagt, að Bandaríkjamenn áformi það sem í fréttum er kaliað „fyrsta stefnu- mót himinhnatta“. Geminigeimfarið á að fara 62 umferðir um jörðu svo sem áður er getið. — Stefnumótið er áformað tii þess að nota til hins ýtrasta alla tæknilega möguleika tengda tilraun- inni með geimfarið. — Myndin sýnir hvernig teiknarinn hugsar sér „hið frjálsa flug í geimnum“ ef Gemini-4 áformið heppnast. Geimfarinn notar ,,hand-rakettu“ til þess að hreyfa sig í geimnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.