Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 16
ES 63 vistmenu bætast viS á Hrafnistu — 150 enn á biðlisfa Á sjómannadaginn var tekin í notkun ný vistmannaálma i Hrafnistu, Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna og heimsóttu blaðamenn Vísis Hrafnistu þess vegna í morgun. Auðunn Her- mannsson framkvstj. sýndi blaðamönnum álmuna. — Hér er eldhús fyrir vist- menn, þar sem þeir geta lagað sér kaffi og annað þvíumlíkt sagði Auðunn um leið og hann vísaði okkur inn í bjart og fallegt eldhús. í eldhús'inu voru auk eldunartækja, nokkrir læst ir skápar þar sem vistmenn geta geymt sinn e'igin mat og Framh. á bls. 6. Síldin var erfið viðureignar í nótt Jón Einarsson, skipstjóri á síld- arleitarskipinu Hafþór, sagði blað- inu í morgun, að síldin væri dreifð og stæði djúpt. Veiðin hafði verið léleg um nóttina, þótt veðrið væri allgott, norðan gjóla og gott vinnu- veður. Jón sagði, að skipunum fjölgaði nú mjög ört á miðunum. Stöðugt heyrðist í nýjum bátum í talstöð- inni og væru sumir komnir á miðin en aðrir á leiðinni. Fjögur skip fengu afla á 60 míl- unum í Seyðisfjarðardýpinu út af Dalatanga, Hannes Hafstein 900 mál, Krossanes 500, Þórður Jóns- son 300 og Hamravfk 500. Skipin voru mjög dreifð á þessum slóðum, og fæst höfðu náð miklu upp. í>á höfðu nokkur skip kastað á nýju svæði austur og út af Hér- aðsdýpinu. Þar fékk Loftur Bald- vinsson 300 mál. KAUPMÁTTUR LAUNA VERKA- FÓLKS HEFUR FARIÐ VAXANDI NlAurctnAlir Efnnhnasctnfnunnrínnnr að l>ær eru réttar- máttur launa Dagsbrúnarmanna niuursiuuur Einuuugs»iuinuuarinnar * Ef miðað er vlð árið 1959 þann 1. marz s.I. 104,3. Af og kaupmáttur launa þá talinn því sést, að kaupmáttur laun- ir Undanfama daga hefur því urstöðum Efnahagsstofnunar- 100 (framfærsluvísitalan lögð anna hefur hækkað á þessu verið haldið fram f blöðum innar, svo ekki fer milli mála til grundvallar) þá var kaup- Framh. á 4. síðu. Hér eru tvær gamlar kempur að ræðast við í herbergi annars í hinni nýju álmu. Gestgjafinn Guð- mundur Andrésson til hægri er að verða 95 ára og reri f 14 vertíðir á skútu. Magnús Pétursson er eiginlega aðeins strákur^ 81 árs gamall, en hefur samt verið bæði á skútum og togurum. í gær fóru flest síldarskipin fyr- ir austan út á miðin eftir hlé á sjómannadaginn en eftirtekjan var rýr. Aðeins fimm bátar gáfu upp afla og voru með 2500 mál sam- tals. stjómarandstöðunnar að kaup- máttur launa verkamanna hafi farið minnkandi á undanförnum árum. Má lesa þessa fullyrð- ingu nú sfðast í forystugrein Tímans í morgun. Hér er ekki farið með rétt mál og er þvf ástæða til að leiðrétta þetta mishermi, ekki sízt þar sem þessa dagana standa yfir samn ingaumleitanir milli verkalýðs- félaganna og vinnuveitenda um nýja kjarasamninga. •jc Efnahagsstofnunin hefur nýlega gert rannsóknir á breyt ingum á kaupmætti launa ým- issa stétta þjóðfélagsins og em eftirfarandi tölur teknar úr nið Plasthimin á fiskiskipum Mynd þessi var tekin í Moskvu eftir komu þeirra Emils Jónssonar sjávarútvegsmálaráðherra og Davíðs Ólafssonar fiskimálastjóra þangað. Þeir eru fyrir miðju á myndinni, en rússneski ráðherrann Ishkov til vinstri. Hægra megin á myndinn er Krstinn Guðmundsson sendi- herra. Með á myndinni eru ráðunautur og túlkur. Sjávarútvegsmálaráðherra og físki- málastjóri í Murmansk Njáll Gunnlaugsson útgerðarmað ur frá Dalvík hefur nýlega sótt um einkaleyfi hér á landi og víðar á glerplasthimni á fiskiskipum. Er hugmynd Njáls sú að byggja plast himin frá brúnni fra í kéis eða á hvalbak úr trefjagleri, þannig að unnt verð'i að loka alveg fremri hluta skipsins svo skipshöfn geti unnið við fiskaðgerð í skjóli. Bend ir hann á að þá liggi síld ekki undir ágjöf og fiskúr á þilfari frjósi ekki að vetrarlagi svo sem nú á sér stað .Er plastyfirbygg- 'ing þessi f fimm hlutum og má lyfta hverjum hlutanum fyrir sig og opna. Emil Jónsson sjávarútvegsmála- ráðherra er nú á ferðalagi í Sovét- rikjunum og með honum Davið Ólafsson fiskimálastjóri. Eru þeir í boði Ishkovs ráðherra, sem fer með sjávarútvegsmál. Þeir ferðast um landið til að kynna sér sjávar- pláss, útgerð og fiskiðnað i Rúss- landi. í fyrstunni flugu þeir til Moskvu og ræddu þar við Ishkov ráðherra. Síðan var farið norður til mestu fiskiborgar Rússlands, Murmansk, þar dveljast þeir nú og verða þar í þrjá daga. í Murmansk skoða þeir m. a. hið mikla útgerðarfyrirtæki Sev- ribi en við það eina fyrirtæki starfa hvorki meira né minna en 40 þúsund manns. Þeir munu skoða mikla niður- suðuverksmiðju sem rekin er þar í borginni og fara f stutta fiskiferð í Hvfta hafinu með nýtfzku skipi. Þá heimsækja þeir þar sjómanna- skóla og^fiskirannsóknastofnun. Eftir dvölina í Murmansk fara þeir til Leningrad og enn síðar til Riga f Lettlandi, sem er helzta fiskveiðihöfn Sovétrfkjanna við Eystrasalt. Rússlandsförinni lýkur 6. júní og munu þeir ráðherrann og fiskimálastjóri þá fljúga heim. Tveir dagar þangað til dregið verður Gerið skil strax Happdrætti Sjólfstæðisflokksias

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.