Vísir


Vísir - 01.06.1965, Qupperneq 11

Vísir - 01.06.1965, Qupperneq 11
V í SIR . Þriðjudagur 1. júní 1965. n FRAMARAR Á SKIPASKAGA Eru Akurnesingeir í foiShætfu? — Hufu uldrei hyrjuð jafnilBœ og nú Framarar unnu óvæntan sigur í gær á Skipaskaga, þar sem heimaliðið varð að sjá á eftir báðum stigun- um á heimavelli sínum eftir að Framarar skoruðu sigurmarkið á 42. mín. seinni hálfleiks, aðeins þrem mínútum fyrir leikslok. Sigurinn hreinlega rann út úr greipum Skagamanna og Framarar héldu til Reykja- víkur með tvö stig í vasanum, — og þau mjög verð- skulduð eftir að hafa sýnt betri leik og átt betri tækifæri. ^vwwwvwwvwvwv. i Framarar sóttu mun meira í Akrones - From 2(0) 3(1) í stuttu múli Þeir skoruðu: Helgi Númason 1:0 fyrir Fram á 5. mín. Hreinn Elliðason 2:0 fyrir Fram á 48. mín. Ríkharður Jónsson 2:1 fyrir Akranes á 55. mín. Skúli Hákonarson 2:2 fyrir Akranes á 78. mín. Hreinn Elliðason sigurmark Fram á 87. mín. ★ Beztu leikmenn: Helgi Númason, Fram Sigurður Friðriksson, Fram Björn Finnsson, Akranesi Skúli Hákonarson, Akranesi Jón Ingi Ingvason, Akranesi. Staðan f mótinu eftir leikinn: Valur 1 1 0 0 2 4:2 Keflavfk 1 1 0 0 2 4:2 Fram 2 1 0 1 2 4:4 Akureyri 2 1 0 1 2 4:5 Akranes 2 0 0 2 0 3:5 ^AAAAAAAAAAAA/VWWV> | fyrri hálfleik og skoruðu eina markið í þeim hálfleik. Það kom á 5. mín. er Helgi Númason skor- aði ágætt mark með góðu skoti. Það sem bjargaði Skagamönnum var hinn ungi Jón Ingi Ingvarsson í markinu, en þar stóð hann f 5. sinn á ævinni og gera vart margir það betur svo reynslulitlir. Á 3. mín. seinni hálfleiks skor- aði Fram aftur úr stuttu færi og úr mikilli þvögu. Hreinn Elliðason skoraði laglega. En Akranes átti eftir að jafna. Ríkharður Jónsson tók aukaspyrnu skammt fyrir utan vítateiginn á 10. mínútu og skoraði glæsilega úr henni í bláhornið. Eftir þetta var nokkurt þóf í leiknum á miðju og loks eftir 23 mínútur í seinni hálfleik jafna Akurnesingar. Það var Skúii Hákonarson, sem skor- aði með föstu skoti eftir að mark- vörður missti boltann. ★ Sigurmarkið skoraði Hreinn Elliðason, miðherji Fram, mjög laglega með föstu skoti' innan víta- teigs og tryggði að Fram fór með réttlátan sigur af hólmi. Þetta var á 42. mín. Leikurinn á Akranesi var mjög skemmtilegur fyrir óháða áhorfend ur, en óskemmtilegur fyrir hina fjölmörgu heimamenn, sem komu til að hetja sína menn. Ágætur dómari var Einar Hjartarson. Akurnesingár hafa nú tapað tveim leikjum í 1. deild og eru neðstir með ekkért stig. Hafa þeir aldrei byrjað svo ilia og er nú spurning hvort liðið sé ekki í stórri fallhættu. — g — LögregBumaður- inn vakfi afhygli fyrir markvörzlu Einn þeirra manna sem vakti < j mikla athygli í leiknum á Skipa- * * skaga í gærkvöldi stóð fyrir' ’ aftan annað markið í lögreglu- < i þjónsbúningi. Skotin dundu á Akraness-i 'i markinu og mörg fóru fram hjá. i Eitt hörkuskotið kvað við ogj ) hvað var að sjá? Lögreglu- > þjónninn k&staði sér fimlega ] 1 eftir boltanum og varði af því- < i líkri snilli að þeir sem til sáu < > hlutu að þekkja manninn. Þetta var Helgi Daníelsson, < > margreyndur landsliðsmaður í j 1 knattspyrnu, lék sfðast með < , landsiiði og auðvitað Akraness- i liði í fyrrasumar og haust, en j ] hefur nú um sinn hætt æfingum, < - nema þá þeim, sem fást hjá ] 1 lögreglunni í tilfellum sem þess- < ] um. HVERS VEGNA ÞEIR TAKA ÞÁTT Sogt fró flrmakeppni G.R. frá því Golfklúbbur Reykjavíkur útfærði fyrst hugmynd eins af félögum klúbbsins, Geirs Borg, sem hrein- Iega fann upp „firma- keppni“, sem var fólgin í því að kylfingar kepptu fyrir firmu og var keppnin alltaf út- sláttarkeppni, en 21. keppnin verður í öðru formi og lýkur á einum degi. Ætti það að a tneira ‘ spennandi og þægilegri í framkvæmd. Golffréttamaður Vísis hringdi í nokkur fyrirtæki í borginni í gær og spurði marga forráða- menn sömu spurningar: — Hvers vegna styðja fyrirtæk- in Golfklúbb Reykjavíkur og golfíþróttina í heild með fram- lagi sínu til keppninnar? Einn þeirra svaraði þannig: — I fyrstu tók ég þetta sem hvert annað betl — síðan tók ég aðra afstöðu. Mér fannst golfíþrótt- in ein af hinum sjálfsögðu hlut um í menningarþjóðfélagi og var ánægður að sjá nafn firma míns á lista með öðrum, sem styðja golfíþróttina. í dag get ég ekki hugsað mér að láta mitt Sjómenn — Veiðimenn Aflamestu fiskimenn lands- ins kaupa Mido-úrin. Mido- úrin eru gangörugg og sterk. MAGNÚS ÁSMUNDSSON úrsmiður ~J(uio'4k OCEAN > S' ociwWR Ingólfsstræti 3 og Laugavegi 66. TIL SÖLU Höfum til sölu 2 herb. íbúð í háhýsi við Austurbrún. Mjög falleg íbúð. TRYGGINGAR & FASTEIGNIR Austurstræti 10. 5. hæð. Simi 24850 og kvöldsími 37272 BING & GR0NDAHL COFtNHAOIN POSTULÍ N S V ÖRUB ORRKVOBS . KRISTALLVÖRUR msTu, ö POSTULÍN & KRISTALL SÍMI 24860 HÓTEL SAGA, BÆNDAHÖLLIN >•••••••••• fyrirtæki vanta á listann". Þetta svar var svipað öðrum svörum. Erlendis þekkist keppni ‘ '-serri'/>þéksi: 1 ékkSv Piriúakeppnin ■ er ai-íélenzk uppfinning og háfá aðrar íþróttágréinar haft fnikinn hag af henni. Hins vegar styðja erlend fyrirtæki golfíþróttina og aðra íþróttastarfsemi mjög. Sem dæmi má taka það að firm un standa straum af hinum dýru golfkeppnum atvinnu- manna og gefa peningaverð- laun, oftast himinháar fjárhæð- ir, í verðlaun. Hér á landi hefur það tíðkazt, að stærri fyrirtæki gefi bikara í verðlaun, t. d. gáfu oliufélögin þrjú Olíubikar mn til keppni f golfi og Coca Cola gaf fallegan bikar til keppni. Þátttaka íslenzkra fyrirtækja í firmakeppninni hefur stuðlað að örari þróun íþróttarinnar hér á landi, en að öðrum kosti er hætt við að ekki hefði verið hægt að leggja út f þær miklu framkvæmdir í Grafarholti, sem nú eru vel á veg komnar, en þar er glæsilegur golfskáli fok- heldur og 18 holu völlur í fallegu landslagi langt kominn. Þarna geta fyrirtækin séð arð af þeim peningum sem lagðir hafa verið í golfíþróttina. Þetta hefur líka orðið til þess að þrír nýir golfklúbbar hafa verið stofnaðir og íþróttin breiðist smám saman út tií'æ - fleiri Is- lendinga og munu hátt á annað hundrað nýir félagar hafa kom- ið til G. R. nú í vor. í fyrra vann Silli & Valdi firmabikarinn en annað f röð- inni varð Kísill h.f. Verðlauna- gripir keppninnar eru til sýnis þessa dagana f sýningarglugg- um Silla & Valda f Austur- stræti. Eins og fyrr getur breyt ist fyrirkomulag keppninnar í ár og lýkur keppni á einum degi, en áður tók hún mánuð og varð til þess að spenninginn vantaði í keppnina. Nú ætti hins vegar að verða hægt að fá forráða- menn firmanna til að mæta uppi á golfvelli og fylgjast með kylf- ingum sínum og auðvitað til að hvetja þá með ráðum og dáð. Sá kylfingur sem kemur inn með bezt nettó „skor“ hefur unnið keppnina, en 18 holur eru leiknar með fullri forgjöf. Þann 5. júní birtist hér í blað inu listi yfir þátttakendur í keppninni og verður þeim raðað eftir starfsgreinum. Þann dag kl. 14 hefst keppnin f Grafar- holti og lýkur væntanlega um kl. 18. BJARNI BEINTEINSSON LÖGFRÆÐINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (silli & VALDI) SlMI 13536 AIRAM Fyrsta flokks RAFHLÖÐUR fyrir viðtæki og vasaljós. — Hagkvæmt verð. Fást í raftækjaverzlunum. Heildsölubirgðir: Raftækjaverzlun fslands h/f Reykjavík . Símar 17975—76 53

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.