Vísir - 01.06.1965, Page 2
Vinsældarlistin
— jbr/or hljómplötur úr Fálkanum í verölaun
SíÐAN
plötu (fjögurra laga) að eigin
vali frá Hljómplötuverzluninni
Fálkanum, en þar eru venjulega
á boðstölum allar nýjustu dæg-
urlaga- og bltlaplötur, svo eng-
ínn þarf að kvíða úrvalinu.
Vinsældarlistinn, sem hér birt
ist, er gerður samkvæmt skoð-
anakönnun Vísis, en framvegis
verður birtur seðill, þar sem les-
endur eru beðnir að skrifa þau
þrjú lög, er þeir hafa mest dá-
læti á. Einkum er þó átt við
dægurlög. Síðan er vinsældar-
listinn gerður samkvæmt niður-
stöðum tillagnanna, en hverju
sinni verða dregnar þrjár tillög-
ur úr þeim sem borizt hafa, og
hljóta sendendur þeirra hver
um sig að verðlaunum eina EP
1 dag lftur vinsældarlisti Vísis þannig út (tölumar innan
sviga merkja númer lagsins við siðustu könnun):
1) (2) Yes, it is ................................ Beatles
2) (4) Ticket to Ride ............................ Beatles
3) (5) The Last Time....................... Rolling Stones
4) (3) Fyrsti kossinn ............................ Hljómar
5 True Love Ways..................
6) 1) I know why...................
7) Can't you hear my Heartbeat ..
8) (6) Bláu augun þín ............
9) Mrs. Brown, you’ve got a lovely
Daughter ...................
10) (9) Good Bye, my Love..........
Peter & Gordon
Peter & Gordon
Hermans Hermits
...... Hljómar
Hermans Hermits
... The Searchers
Eins og sjá má eru Bítlarnir
I efstu sætunum, en á brezka
sölulistanum s.l. laugardag var
platan þeirra komin niður I 9.
sæti. Þar áttu Hermans Hermits
plötuna „Wonderful World“ I
10. sæti. Á fslenzka listanum
eiga þeir þrjú lög — enda virð-
ast þeir félagar njóta óskiptra
vinsælda hjá íslenzkum hlust-
Óvænt úrslit
Á stundum fer allt öðruvísi
en ætlað er og jafnvel hárná-
kvæmustu útreikn'ingar reynast
haldlausir. Þetta kemur ein-
staka sinnum fyrir hjá verk-
fræðingum, einnig mun þess
dæmi hjá iðnaðarmönnum og
jafnvel fleiri stéttum. Hjá
íþróttamönnum okkar má þó
helzt heita undantekning t. d.
kemur það varla eða ekki fyrir,
að þeir nái lakari árangri í
utanferðum eða keppni við er-
lenda gesti, en þeir hafa sjálfir
gefið í skyn. Sér I Iagi á þetta
þó Við um hina fræknu knatt-
spyrnumenn okkar; þeirra reikn
ingar standast nema þá að þeir
fari fram úr áaetlun.
Það kom því öllum landslýð
mjög á óvart hvernig fór á
Laugardalsvellinum sl. föstu-
dagskvöld, þegar landsliðið —
sem að vísu var ekki eiginlegt
landslið, heldur landslið og þó
ekki landslið. að sögn Sigurðar,
sem virðist nú hafa tileinkað
sér áramótaræðustíl yfirboðara
sinna að verulegu leyti —
keppti við þá brezku, og beið
ósigur. Samkvæmt þeirri stór-
stlgu framför, sem orðið hefur
I íslenzkri knattspyrnu fyrir
stórbættan aðbúnað, var þarna
um óvænt úrslit að ræða. Það
var einmitt á þessu vori, sem
hinn glæsilegi árangur átti —
samkvæmt öllum útre'ikningum
— að fara að gera vart við sig
og sanna. að öllum þeim millj
ónum, sem farið hafa 1 það að^
koma knattspyrnumönnum vor
um af mölinni á grasið, væri
síður en svo á glæ kastað.
Samkvæmt því hefði þetta
samasem landsl'ið ekki átt að
tapa fyrir þeim brezku nema
með tveggja marka mun I stað
þriggja. Þarna er, semsagt, um
alvarlega reikningsskekkju að
ræða...
Sigurður upplýsti raunar
að ekki hefðu allir þeir, sem
kjörn'ir eða skipaðir voru I
þetta samasem landslið, mætt
til leiks. Varð þvl að grípa til
þess óyndisúrræðis á síðustu
stundu að tefla fram öðrum I
þeirra stað til þess að hafa
töluna. Það skal framtekið, að
alrangt er að þeir hafi verið
gripnir af handahófi úr hópi
áhorfenda — og að það hafi
verið þeir, sem stóðu sig bezt.
Það er ekkert annað en rógur
um íslenzka knattspyrnu — við
líka og það, að knattspyrnu-
menn okkar hefðu betur aldre’i
komizt af mölinni á grasið, þar
sem þeir litu á Laugardalsvöll
inn eingöngu sem bithaga, þar
sem þæg'ilegt sé að velta sér!
En þrátt fyrir það er svona
reikningsskekkja leiðinleg og á
helzt ekki að koma fyrir. Það
má kannski segja að eitt mark,
til eða frá, geri ekki mikinn
mun . . en samt..
Alltaf falleg
Martine Carol er orðin fer-
tug og hefur nokkur ár lifað
lífinu I ró og næði en látið
kvikmyndirnar eiga sig eft'ir
að hún ofreyndi sig. Hún býr
nú I London, en fer innan
skamms til Hollywood til að
semja um endurkomu sína eða
„come-back“ eins og það héitir
á leikmáli, þegar leikari byrjar
aftur að leika eftir að vera
„hættur.“ Annars virðist Mart
ine, þessi dáða leikkona ekki
mjög þreytuleg eða ofreynd á
myndinni sem hér fylgir með,
hún virðist enn vera falleg eins
og á siðustu kvikmyndunum
hennar.
endum. Aðeins tvö Islenzk lög
voru á listanum I þetta sinn,
bæði leikin af Hljómum úr
Keflavík. Þó hef ég lúmskan
grun um að Svavar Gests sé
á leiðinni með plötu, sem kann
e. t. v. að slá I gegn.
Lesendur eru beðnir að senda
tillögur sínar um vinsælustu lög
in fyrir hádegi næsta laugar-
dag og verður listinn ásamt
nöfnum vinningshE.fanna birtur
þriðjudag eftir hvítasunnu.
Vinsamlega merkið umslögin
þannig:
Vinsældarlisti Vísis
Laugavegi 178
Reykjavík.
NEO-tríóið
„ölloftinu
a
í danska blaðinu „Fyns Tid-
ende“ er sagt frá veitingastað,
sem he'itir Brochmann, en þar
mun NEO-tríóið íslenzka bráð-
lega leika. Veitingastaðnum hef
ur nýlega verið breytt, og þar
verið sett upp „0Uoftet“, þar
sem haldin eru „stemmings
kvöld.“ Eigendur hússins 'þótt-
ust hafa himin höndum tekið,
er þeim tókst að fá NEO-tríóið
til að leika á þessum kvöldum,
því að það tríó hefur einmitt
náð miklum vinsældum víða 1
Danmörku.
Á myndinni, sem birtist I
„Fyns Tidende“ eru, talið frá
vinstri: Kristinn Vilhjálmsson,
Jón Páll Bjarnason og Árni
Schev'ing.
Kári skrifar:
TTúsmóðir af Hjallaveginum
hringdi 1 mig um daginn og
þakkaði mér fyrir hina ágætu til
lögu um að veita ætti afslátt á
útsvari, þeim sem hirða vel lóð
ir sínar.
Þó sagði hún að nauðsynlegt
væri að muna, að mikill munur
væri á afstöðu einstakra borgar
búa til þess að þrífa I kringum
sig. Hún byggi á Hjallavegi og
hún hafi ekki orðið var við að
neinir menn væru sendir þangað
til þess að þrífa götur, eins og
t.d. raka stórgrýti af götunum,
né pappír og öðru drasli.
jþað eina sem hún sagðist hafa
orðið var við væri, að ein-
stöku sinnum kæmu vegheflar,
sem ýttu möl (eða kannski frek
ar mold og leðju) upp að hús-
um eða lóðamörkum, en enginn
kæmi á eftir til þess að lagfæra
„gangstéttarnar‘‘ þannig, að
þangað safnaðist stórgrýti innan
I moldarhaugnum, en seinna þeg
ar þessar gangstéttir (þ.e. mold
arhaugranir) úthverfanna hyrfu
inn á heimilin, ýmis neðan á
skósólum eða með sunnan, aust-
an, vestan eða norðanáttinni,
stæðu steinarnir einir eftir.
Tj’r nokkurt réttlæti I því, bætti
þessi ágæta húsmóðir við,
að við þetta ógæfusama út-
hverfafólk, séum sett svona gjör
samlega á hakann I sambandi
við allan hreinsun og snyrtingu.
Ekki borgum við útsvör síður
en aðrir borgarbúar. Það er
ekki nema fyrir 17. júní og þeg
ar kóngar og forsetar koma í
heimsókn, sem eitthvað er gert
I þessum málum, 1 það minnsta
hér I Kleppsholtinu.
Hver á eiginlega að sjá um
þetta. Er það hreinsunardeild
Borgarverkfræðings eða eru það
hverfastjórar hinna einstöku
hverfa?
ss