Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudagur 1. júní 1965. ifkiu "nwnii aaiaaas^fiíflM Nefad brezkra togaraeigeada yfirkeyrir CUMBY fyrir óhlýðai Svo virðist sem brezki tog- araskipstjórinn Cumby sem dæmdur var á dögunum austur á Norðfirði hafi ekki verið bú inn að fara í gegnum allan hreinsunareldinn, þótt hann sæti fyrir rétti þar fyrir austan. Hann mun hafa fengflð þungar ákúrur þegar hann kom heim til Grimsby. Fiskveiðitímaritið Fishing News skýr'ir frá því að þegar hann kom til Grimsby hafi hann átt að mæta þar fyrir sérstakri rannsóknarnefnd tog- araeigendafélagsins, sem hefur til meðferðar landhelgisbrot brezkra skipstjóra. Um miðjan vetur s. 1. tók togaraeigendafélagið ákvörðun um að herða mjög á reglum við skipstjóra, þannig að þeim yrði bannað stranglega að fara inn fyrir marklínuna við ís- land. Voru síðan strangari fyr irmæli en nokkru sinni áður gefin út um þetta til togara- skipstjóra. Stafar þetta af því, að brezkir tokaraeigendur eru margir orðnir mjög hvekktir á þeim mikla kostnaði, sem land helgisbrot og dómar hafa haft í för með sér. Nú telja þeir víst, að þó Cumby hafi ekki orðið dæmdur fyr’ir landhelgisbrotið, þá hafi hann i rauninni verið fyrir innan og höggvið af sér vörpuna. Enn fremur telja þeir víst af öðrum fregnum af þessum atburði, að allmargir togarar hafi verið á veiðum innan línu fyrir Aust- urlandi. Vegna þess líta útgerð armennirnir þennan atburð al- varlegum augum. Þar við bæt ist svo hjá Cumby óhlýðni hans og þverúð að hlýða ekki e'inu sinni fyrirmælum eigendanna, sem bárust honum með skýr- um skeytum og í samtali um að láta af mótþróa við varð- skipið. illlllllí Dr. Jóhann Axels- son prófessor við læknndeild Hinn 20. maí 1965 skipaði for- seti Islands að tillögu menntamála ráðherra dr. Jóhann Axelsson prófessor í lífeðlisfræði við lækna deild Háskóla íslands. Borgarstjóri Múnchen f heimsókn hér Hingað til lands er kominn borg arstjóri Munchen, dr. Hans Vogel. Dr. Vogel er hér í boði Alþýðu- flokksins, en hann er jafnaðar- maður og í hópi hinna yngri stjóm málamanna Þýzkalands. Munchen er þriðja stærsta borg Þýzkalands með 1.200.000 íbúa og er höfuðborg Bayern. Hún er mikil námsmannaborg, og er um tíundi hluti íbúanna af erlendum toga, námsmenn, flóttamenn og aðfluttir. Tvö höfuðvandamál borgarinnar eru ör fjölgun íbúa og um leið erfiðleikar vegna sívaxandi umferð ar. Hafa borgaryfirvöldin til dæm }s komið upp fullkomnu stöðumæla kerfi, sem er í umsjá kvenlögreglu, en reynt er þó eftir megni að fría miðborgina við bílaumferð. Dr. Vogel mun dveljast hérlend is í um það bil vikutíma, en héðan frá Reykjavík fer hann til Akraness og síðan til Akureyrar. Borgarstjórinn er nokkuð skyld ur dr. Konrad Maurer, sem kunn ur er hérlendis vegna liðsinnis síns í sjálfstæðismálum Islendinga, og kom nokkrum sinnum hingað til lands á síðustu öld. í B0ÐI EIMSKIPS bauð gesti velkomna, en síðan flutti form. stjómar félagsins á- varp. Ámi G. Eggertsson færði Eimskipafélaginu að gjöf gesta- bók og Filip Pétursson forseti Þjóðræknisfélagsins flutti stutt ávarp. Þetta var i þriðja skiptið sem Eimskipafélag íslands býð- ur Vestur-íslendingum um borð f skip félagsins. ííSíiSxýiSÍíiiiíÍíícíííwáSí Um borð í Gullfossi. Frá vinstri: Óttarr MöIIer, forstjóri Eimskips, Vestur-íslendingamir Grettir Eggerts- son og Árni G. Eggertsson, og stjórnarformaðurinn, Einar B. Guðmundsson hrl. SURTSEY FRIÐL ÝST sérstakt leyfi til að fara út i hanO og fylgio s tr’óngum umgengnisreglum Náttúruvemdarráð hefur nú ákveðið að lýsa Surtsey frið- Iand. Samkvæmt þessu er héð- an i frá bannað að ganga á land í Surtsey nema með leyfi Surtseyjamefndar. Þeir sem fá Ieyfi til að ganga f land í eynni verða að fara eftir vissum og allströngum reglum varðandi umgengni í eynni. Þessi ákvörðun Náttúruvemd arráðs er gerð í samræmi við ákvæð’i 1 12. gr. laga um nátt- úmvemd. Friðlýsing er einkum gerð I þeim tilgangi að tryggja að landnám lffs á eynni og fram vinda þess á komandi árum verði með sem eðlilegustum hætti og sem minnstum trufl- unum af mannavöldum, en þetta er mjög mikilvægt frá vísindalegu sjónarmiði. — Þess vegna. segir f tilkynningu nátt úruverndarráðs, er hér með bannað að ganga á land í Surts ey nema með leyfi Surtseyjar- nefndar, en þar sem sú nefnd hefur umsjón með öllum vís- indarannsóknum í Surtsey, hef ur náttúruverndarráð ákveðið að fela henni umsjón með eynni. Bannað er að raska við nokkru á eynni og að flytja þangað lifandi dýr plöntur eða plöntuhluta, einn'ig er bannað að skilja þar eftir hvers konar úrgang. Þeim sem kunna að fá leyfi til landgöngu á eynni, er skylt að fara f einu og öllu eftir þeim reglum, sem náttúru- vemdarráð mun í samráði við Surtseyjamefnd setja um um- gengni í eynni. Steinar Berg Björnsson hótelstjóri og Kristján Torfason formaður hótelstjórnar. Hótel Garður hef ur sumarstarfið Næstkomandi föstudag hefur Hótel Garður sumarstarfið. Hótel Garður er rekið af Stúdentaráði og hefur yfir að ráða 160 gistirúm- um f báðum stúdentagörðunum og selur gestum einnig mat og veitir aðra þjónustu. Þetta er sjötta sum- arið, sem hótelið er rekið af Stúd- entaráði, og er ágóðanum af hót- elrekstrinum varið til endurbóta á húsnæði og húsbúnaði garðanna. Hótel Garður bætir úr brýnni þörf á gistihúsnæði, og ef þessi 160 rúm garðanna væru ekki til, staðar yfir mesta annatímann, þá mætti segja að hér ríkti algert öngþveiti. Gisting á hótelinu er f lægsta verðflokki. Hótelstjórinn, Steinar Berg Björnsson, kveðst von góður um straum ferðamanna til landsins í sumar, og hafa pantan- ir um hótelrúm borizt frá mun fleiri stöðum erlendis en nokkru Framh. á bls, 4 Söngur og dans i^ömul ensk barnavísa spyr: Or 'Jr hverju eru litlar telpur? Þær eru úr sykri og kryddi, og öllu því sem gott er . . . Hið „helga vor“ eftir Sparre 01- sen, sem norskur kór og Sinfóníu- hljómsveit Islands flutti í Háskóla- bíói s.l. föstudagskvöld, var bara úr sykri. Þetta var „rútubílaþríundasöng- ur“, sem útlendingar kalla stund um „enskan diskant". Stjórnandi var baritón-söngvarinn Egil Nord- sjö Hinn blandaði kór úr ungmenna félagi bænda lofaði að vísu þjóð- dönsum á stéttinni fyrir framan bíóið, að hljómleikum loknum, en jafnvel það hefði varla vegið upp á móti vöntun á músíkölskum til- þrifum. Seinni hluti efnisskrárinnar var drjúgt tillegg til slíks mótvæg- is. Það var' Völuspá eftir David Monrad Johnsen .Nú var kryddið reitt fram ásamt ýmsu öðru, sem gott er. Verkið náði oft sannfær- andi áhrifum, seildist ósjaldan í mikilfengleika Ijóðsins. Kristoffer Kleive stjórnaði með markvissum dráttum og honum, ásamt einsöngv urunum Randi Helseth og sérstak lega Marit Isene og Egil Nordsjö, er aðallega að þakka, að engum hinna fáu áheyrenda mun hafa fund izt þessi hópur hafa komið x er- indisleysu. Sá flutningur var góður vitnisburður um stöðu alþýðlegrar sönglistar hjá hinni ágætu frænd- þjóð vorri. Þorkell Sigurbjömsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.