Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 1
 BÍÍsMmN • " í ' VISIR 55. árg. — Þriðjudagur 1. júní 1965. — 122. tbL Folald fæðist ÞaS er kannski ekki i frásög- ur færandi þótt nýtt líf fæSist á vorin. LítiS folald fæddist í hesthúsi skammt frá Grjótnámi borgarinnar fyrir nokkrum dög um. ÞaS var sprellfjörugt og hringsnerist í kringum stóru hrossin, þegar Vísismenn komu ti! aS skoSa þaS. MóSirin lét það afskiptalaust, þótt komu- menn gerðust vinaiegir við af- kvæmið. Folaidið bauð koss eins og lftið barn. Svo fór það að sjúga mömmu sína. ÞaB var tekið að kvölda og hrossamóð- an magnaðist. Folaidið var kom ið f heiminn eins og vorkoma til aS gleðja eigandann, frú Sigurlaugu Guðjónsdóttur f Sindra. Móðir folaldsins er Irpa, 4ra vetra — afi folaldsins f móðurætt er Sörli af Hindisvík- urkyni, afinn f föðurætt er Nökkvi úr Hornafirði. Sennilega er litla skinnið hestefni. Byrjað uð steypa Keflavíkurveg á þriðjudag — Um 150 menn munu vínnu við veginn og er ráðgert uð verkinu Ijúki í septemberlok Öllum undirbúningi við steypuvinnu við Nýja Kefla- vikurveginn íiefur miðað mjög vel áfram að undanfömu og er ákveðið að byrja að steypa veg inn þriðjudaginn 8. júní. Visir átti í morgun stutt samtal við Thor Ó. Thors, framkvæmda- stjóra fslenzkra Aðalverktaka og fékk m. a. þær upplýsingar að samkvæmt vérkáætlun abtti að verða lokið viB að steypa veginn síðast í september. Undirbúningsvinna hófst í byrjun maímánaðar og þessa dagana er unnig af miklum krafti við að yfirfara mannv'irki og tæki. Búið er að vinna all- fníkið sfdýpiíefni og ieggja und irlag á þann kafla sem fyrst verður steyptur, þvi nauðsyn legt er að leggja undirlagið 2-3 km. á undan steypunni, ef verk- ið á að ganga greiðlega. „í sambandi við þessar fram kvæmdir er unnið á þremur stöðum“, sagð'i Th&r <5. Thors. Steypustöð, svefnskálar og mötuneyti hefur verið reist á Stapanum. Framleiðsla á efni fer fram í Stapafelli og svo í þriðja lagi er það sjálfur flokk- urinn sem vinnur við að steypa veginn, en þessum flokki fylgir m. a. alltaf hiólhýsi, þar sem mötuneyti er. Thor sagð'i að mjög mikil eftirspurn hefði verið eftir vinni við veginn og sagðist Framh. á bls. 6. Undirbúningnum er að Ijúka. I.M. ijósmyndari Vísis tók þessa mynd þar sem verið er að koma vélunum fyrir, þar sem byrjað verður að steypa veginn suður i Kúagerði. Vinnuveitend- ur murku stefnunu ú fundi í dug Samningafundi sáttasemjara með fulltrúum verklýðsfélag- anna fyrir norðan og austan lauk ekki fyrr en undir kl. 5 i morgun. Hefur annar samninga- fundur með þessum aðilum ver- ið boðaður kl. 9 í kvöld. Fundur vinnuveitenda og'full trúa Dagsbrúnar, Hlífar og verkakvennafélaganna sem hald inn var síðdegis í gær var stutt ur. Hefur annar fundur með þessum aðilum verið boðaður annað kvöld, en sú deila er ekki enn komin til sáttasemjara. Þá verður í dag haldinn fyrsti Framh á bls. 6 M P LAÐIÐ I DA £ Bls. 2 Vinsældalistinn. — 3 Stytta Jóns Þor- kelssonar af- hjúpuð. — 8 Frá Laugarvatni og Skálholti. — 9 Sólfar hlýtt um Breiðafjörð. — 10 Talað við Þóru Jónsdóttur. Hraua og öskugusumar frá Surtlu gunga 100 metra upp ár sjánum Mikil þoka er búin að vera i kringum Vestmannaeyjar síð- ustu daga og hefur valdið því. að ekkert hefur verið hægt að fylgjast með Surti, flugferðir yfir hann útilokaðar, enda eng- ar flugferðir til Eyja og jafnvel veðurtepptar flugvélar á flug- vellinum þar. Hefur mönnum þó verið forvitni á að vita, hvað Surtur eða réttara sagt sníkju- gosið í Surtlu aðhéfst. 1 morgun létti þokunni og sáu menn þá frá Eyjum, að þar hjá Surtlu er ennþá mikið um að vera virðist hún öll hafa færzt í aukana frá því fyrir þokuna. Ekki virðist eyja vera enn búin að stinga þar upp kollin- um, en upp úr yfirborði hafsins kastast nú með stuttu millibili, kojsvartir öskustrókar eða gjall og hraunslettur. Sést þetta glöggt frá Eyjum, kastast slett urnar svo hátt, að ber næstum f sömu hæð og Surtsey. Áætla sjónarvottar, að hraungusur yfir sjávarflöt. Gosið virðist því þessar nái upp f 100 metra hæð halda áfram og getur eyjan, sem nú er að myndast þama vart verið langt undir yfirborði hafs- ins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.