Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 9
V í S IR . Þriðjudagur 1. júní 1965. 9 VORNÓTT I FLATEY. Víst er bróðir dauðans manns bezti vinur. En hann er ásæl- inn engu að síður, og á það til að stinga á sig margri unaðs- stund, nema hún sé hrifsuð úr höndum hans. Að þessu komst ég ungur, þegar ég vakti yfir vellinum heima og nam öll blæbrigði vornæturinnar á meðan þreytt- ir sváfu. Og þegar ég sat á grasi grónum bæjarveggnum um lágnættið og húmljós þögnin tók sveitina í faðm sér, eða ég özlaði glitrandi döggina við sólarupprás, þegar fyrsta, fagn- andi lóukvakið sagði öllu lífs að mál væri að bregða blundi, fann ég oft til með þeim, sem hvíldu í viðjum svefns og lúa undir lágri baðstofusúð og fóru á mis við það, sem ég naut. Enn vaknar hjá mér þessi til- finning, þegar ég stend á Klausturhólnum í Flatey heiða maínótt, og veit félaga mína hrjóta í svefnpokum sínum mni í skólahúsi. Þá tvo daga, sem við höfum dvalizt þar í eynni, hefur verið bjart yfir og „sólfar hlýtt um Breiðafjörð“, eins og Stefán frá Hvítadal kemst að orði í kvæði sínu, „Bjartar nætur“, og mörg stundin í þess- ari ferð verður mér ógleyman- leg. En þegar ég horfi út yfir lognværan fjörðinn af Klaust- urhólnum, umgirtan húmbláum fjallasveig á þrjá vegu, frá Skor að Snæfellsjökli, en sam- runninn fölrauðum bjarma af sólarlagi í vestri; sé eyjar og sker mara í ljósri víðáttu hafs og heiðis eins og lóni þar floti borðlágra álfafleyja í ládeyð- unni og bíði byrjar í morgunsár- ið, þá þykir mér sem mikils hefði ég misst, ef ég lægi í svefnpoka þessa stund. Ég horfi enn út yfir fjörðinn nokkra hríð; óska þess að ég mætti Iauga malbiksrykið af skarkalahrjáðri vitund minni í heiði hans og þögn og stíga um borð í álfafleyin, sem liggja þar súð við súð. En þar sem ég á fyrir höndum að stíga um borð í annan farkost i morgunsárið, vélbátinn „Kristján", sem flytur okkur félaga upp í „Hólminn", hlýt ég nauðugur, viljugur að halda heim í skólahúsið og ganga frá farangri minum, hvað sem öllum svefni líður. En ég get ekki fengið mig til að velja stytztu leiðina, yfir túnið. Þess i stað tek ég á mig sem lengstan krók, vestur með kirkjunni og niður á bryggju. Þar liggur v.b. „Kristján" úr Grundarfirði við festar, en hann var gerður út frá Flatey síðari hluta vetrar, eftir að öll útgerð þaðan hafði legið niðri i full tíu ár. Síðan til baka með- fram fiskhúsinu, þar sem mest- ur hlutinn af þeim 108 smálest- um fiskjar, sem þeir á „Krist- jáni“ drógu á Breiðafjarðarmið- um á vertíðinni, frá 4. apríl til 10. maí, liggur í salti og bíður þess að verða fluttur til Reykjavíkur, og meðfram trön- unum, þar sem nokkur hluti afl- ans hangir til herzlu á skreið. Ef tiF vill táknar þessi útgerðar- tilraun, þó í smáum stíl sé. upphaf nýs tíma í Flatey, end- urvakningar athafna og fram Kvæmdaíifs eftir áratugs dvala uppgjafar og úrræðaleysis. Þeir félagar á „Kristjáni": formaður- inn, Hafsteinn Guðmundsson úr Skáleyjum, Hafliði Árnason og Reynir Vigfússon, báðir fæddir og uppaldir í Flatey, eru allir ungir menn, dugmiklir og bjart- sýnir og hafa stundað sjóinn frá blautu barnsbeini. Og þeir hafa drukkið í sig tryggð við þetta fagra og sérkennilega Svipmynd- ir úr Flat- eyjarferð Fyrri grein Dráttarvélin og vagninn, eina vélknúna farartækið á landi £ Flatey. S01FAR HLYTT UM BRCIDAFJÖRD i . ili ■ Áhöfn v.b. „Kristjáns' Hafliði, Hafsteinn og Reynir. umhverfi með móðurmjólkinni og traust á auðæfi þess og gjafmildi. En þó að héðan sé skammt á auðug fiskimið og eyjarnar hlunnindamiklar, þarf einungis æsku og áræði, heldur og mikið átak til að hefja þær fram- kvæmdir sem með þarf til þess að hér megi aftur þróast blóm- legt athafnalíf. Mikið fjármagn til þess að innleiða þá tækni, er gerir erfiðið arðvænlegt og búi nýjum landnemum mann- sæmandi kjör samkvæmt kröf- um nútímans. Það er víða þung- ur straumur á Breiðafirði, en ef til vill verður þó þarna þyngstui róðurinn gegn þeim straumi tímans, sem liggur úr kyrrð og einangrun fámennisins í þys og margmenni þéttbýlisins. Þegar ég kem upp á hæðina olasir við gamli kaupstaðurirm vafinn ljósu húmi og sefui tvennum svefni — léttum blundi vornæturinnar og þune um dvala langvarandi sátta við orðinn hlut. En í austri bjarm- ar af nýjum degi og hlýjum roða slær á þak fiskhússins og skreiðartrönurnar. MEÐ „GUÐMUNDI GÓÐA“ ÚT í FLATEY. Við félagar komum í Stykk- ishólm síðla á föstudagskvöld þar sem okkur var tekið af mikilli gestrisni á heimili Árna Helgasonar símstöðvarstjóra og Ingibjargar konu hans, en Árni hefur undirbúið þessa ferð okk- ar út í Flatey, og kveðst ætla að hún geti orðið okkur ánægju leg. Það er norðangjóstur op kalt í Hólminum þetta kvöld. en Árni er hinn bjartsýnasti og segir að við munum fá loan op 'lskin úti i evium um helv ina. og þó að okkur bvki harlf óliklegt að sú áætlun hans mum standast. begar við höldum um borfi 1 V b G'i^mnnrl rrrSlbfl'' að morgni og norðankulið er enn stinnara og naprara en kvöldið áður, eigum við eftir að sanna, að spádómsgáfa Árna Helgasonar og skipulagshæfni lætur ekki að sér hæða. Hann hafði séð okkur fyrir öllu — líka logni og sólskini. „Guðmundur góði“ er mynd- arlegasti farkostur, á annað hundrað smálestir og búinn öll- um nýtízku siglingatækjum, radar og fiskjá, enda tiltölulega nýtt skip að sjá. Hann heldur nú uppi ferðum út í Flatey og út á Barðaströndina með farm og fólk, en ekki er margt far- þega með honum í þetta skiptið Öldruð kona á leið út í Flatey maður, sem kveðst vera kominn á áttræðisaldur, en gæti verið nlmlega sextugur eftir útliti að lbm» oe æflar út á Barða- r.rönd: við t’élagarnii þrír; ung kona af Tálknafirði með lítinn dreng á leið út í Hvallátur, þar forpHrqr hennar búa oe 6 eða 7 telpur og drengir að fara í sveitina til ættingja sinna, flest til afa og ömmu, úti f eyj- um eða á Barðaströndinni. Það er sami norðvestankaldinn, en gott í sjó; þokugrámi yfir og sér lítt til fjalla. Það verður varla mikið úr sólskinsloforðunum hans Árna, hugsa ég með mér, þegar ég svipast um út um glugga stýris- hússins. Ég spyr skipstjórann, Jón Dalbúa Ágústsson þann stórvaxna og herðibreiða garp, hvað hann haldi um veðrið yfir helgina. Ómögulegt að segja, svarar hann og ekki meira um það. Ég leggst fyrir á bálki í kortakJefanum, sofna samstund- is og veit ekki af mér fyrr en skipstjóri ræsir mig og til- kynnir að Ýið séum í þann veg- inn að leggjast að bryggju í Flatey. Þar á bryggjunni bíður drátt- arvél með viðtengdum stórum og lágum vagni. Hjá henni standa tveir fullorðnir menn og tvær unglingstelpur. Við félagar stígum í land og bíðum þess að upp sé skipað flutningi þeim, sem „Guðmundur góði“ hefur innanborðs til Flateyjar og ann- arra eyja þar í kring, sem enn eru í byggð, settur upp á vagn- inn og áteginn inn i vöru- geymslu. Það tekur ekki langan tíma, og að því búnu er far- angri okkar og annarra farþega, sem í land fara í Flatey, komið fyrir á vagninum og ekið af stað, en yngstu farþegarnir og telpurnar tvær setjast aftan á. Við félagamir þrír förum fót gangandi á eftir. Teljum það víst hvorki samboðið aldri okkar né virðingu sem fulltrúa lúxusbílamenningar stórborgar- innar suður við Faxaflóa að nota slíkt farartæki, þó aldrei nema það eigi að kallast vélknúið. Við komum við í verzluninni hjá Jónfnu Hermanns, þar sem okkur eru afhentir lyklarnir að skólahúsinu og höldum þangað, en dráttarvélarstjórinn þarf víða við að koma að skila af sér flutningi svo að við verðum á undan honum að skólahúsinu, sem stendur eitt sér á túni fyr- ir austan gamla kaupstaðinn. Leið okkar liggur fram hjá all- mörgum húsum sem bersýnilega hafa staðið auð í lengri tíma, og það vekur athygli mína, að hvergi sést brotin rúða í glugga, enda þótt sum þeirra standi nokkuð afskekkt. Mér dettur í hug að ungdómurinn í Flatey sé öllu hæverskari gagn- vart húsum, sem standa auð, en æskan £ höfustaðnum, en átta mig svo á þvi, að hér er ekki um neinn ungdóm að ræða lengur, nema telpurnar tvær. Skólahúsið er allmyndarleg bygging. Þar hafa verið tvær rúmgóðar kennslustofur f eina tíð, en önnur síðan verið af- lögð, þegar nemendum fækkaði, og komið þar fyrir olíukynding- artækjum. í hinni stofunni hef- ur verið kennt þangað til í vetur leið. Þarna standa náms- bækur £ skáphillum f röð og reglu og kvikmyndasýningarvél á kennaraborðinu. Þegar við höfum tekið upp farangur okkar, leggjum við af stað í könnunarleiðangur um eyna. Það liggur við að þögnin og kyrrðin sé manni óþægileg fyrst í stað. Einkennilegt finnst manni hve öll skepna er spök í eynni. Lömbin hreyfa sig ekki þó að komið sé alveg að þeim, ærnar koma og hnusa af manni og æðurinn er ekkert að hafa fyrir því að vfkja úr vegi fyrir aðkomufólki. Það er hann, sem á réttinn þarna ... L. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.