Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 01.06.1965, Blaðsíða 6
V1 SIR . Þriðjudagur 1. júní 1965. Hrafnista — Framh. af bls 16. geta gripið til t d. þegar gesti ber að garði. Þess háttar eldhús eru reyndar fyrir í öllxmi göng um svo hér er ekki um neln ný mæli að ræða. Nýja álman tekur 63 vist- menn, en með tilkomu þessarar álmu eru vistmenn í Hrafnistu orðnir 325, þar af 44 á sjúkra- deild. Ráðgert er að hefja bygg'ing arframkvæmdir á nýrri álmu í ár og með tilkomuhennarverða vistmenn orðnir um 400. Full ástæða virðist til að ráðast í þetta, þar sem nú l'iggja fyrir um 150 umsóknir um vist í Hrafnistu og er ekki líklegt að sú tala muni lækka á næstu árum. Áður en við kvöddum fór Auðunn með okkur niður í kjallara og sýndi okkur stóran vinnusal. — Hér verður sameiginlegur vinnusalur fyr'ir alla karlana, en þeir vinna fyrir fleiri hundruð þúsund krónur á ári, sagði Auð unn. — En það er kannski ekki aðalatr'iðið, heldur hitt, að þama hafa þeir hina ágætustu afþreyingu. Vinnudeilur — Framhald af bls. 1. samningafundur milli vinnuveit enda og Landssambands bygg- ingariðnaðarmanna og hefst hann kl. 2 e. h. Fundur vinnuveitenda í dag kl. 4 munu vinnuveit- endur koma saman á fund til þess að ræða innbyrðis viðhorf í vinnudeilunum og marka sam- eiginlega afstöðu í þeim málum. Er það stjórn Vinnuveitenda- sambans Islands sem kemur til fundar, en hana skipa 40 manns. Mun stjórnin boða fleiri aðila héðan úr Reykjavík og af Suður Iandi til fundarins. Má búast við að þar verði ýmsar nýjar línur lagðar í þessum efnum. Hreyfing í Árnessýslu. Þá hefur það og gerzt að verk lýðsfélögin í Árnessýslu höfðu I gær samband við vinnuveitend ur og settu fram kröfugerð og óskuðu eftir viðræðum um nýja samninga. Verkföll hafa þar engin verið boðuð á þessu stigi málsins. Þjónaverkfallið. Frá yfirvofandi þjónaverk- falli er sagt á öðrum stað i blað inu í dag, en það skellur á á föstudaginn. Eru sjússarnir und irrót þess, en þjónar vilja sem kunnugt er að dreggjar flösk- unnar komi ómældar í þeirra hlut. SVARFAÐARDALSÁ BRAUIT ÚR FARVFÚI í VA TNA VÖXTUM Frá fréttaritara Vísis Akureyri. Vatnavextir hafa verið i Eyja firði nú síðustu daga og stafa þeir einungis af hinum skyndi- legu og óvenjulegu hitum eftir að vorið hefur allt verið mjög kalt. Þ6 segja kunnugir að vatnavextir þessir séu lítið meiri en þeir hafa venjulega verið á vorin, og skemmdir af þeim óverulegar, nema á einum stað í Svarfaðardal. En það er venja í Eyjafirðinum að meira og minna engjaland fer undir vatn í vorieysingunum. Flóðið í Svarfaðardalsá var hins vegar óvenjulega mikið. Áin hefur á undanfömum árum haft tilhneigingu til að brjóta sér nýjan farveg yfir eyrar sunn an við bæinn Dæli og í þessum vatnavöxtum um helgina hefur hún nú farið upp á eyrina, gert sér þar nýjan farveg og brotið langt skarð í veginn, svo hann er nú alveg ófær. Þetta er fram arlega í Svarfaðardal, en þó munu vera 6 eða 8 bæir þar fyrir framan og komast mjólkur bílar ekki þangað. Hins vegar geta jeppar og dráttarvélar farið framhjá þessu skarði í veginn með því að fara upp á túnið í Dæli og hafa bænd ur þannig komið mjólkinni á- leiðis. Þegar lækkar aftur í ánni munu ýtur verða sendar til að lagfæra þetta og koma ánni aft ur í sinn fyrri farveg. Frammi í Eyjafirði hafa vatna vextir verið með líkum hætti og venjulega. Tvær minniháttar ár eða lækir hafa einkum bólgnað þar upp. Finnastaðaá og Skjól- dalsá, en samgöngur hafa ekki stöðvazt. Smáskemmdir urðu á sveita- vegum í Fnjóskadal og Bárðar dal í vatnavöxtunum en var gert við það fljótlega. í morgun hafði dregið úr hit- anum. Yfir helgina var 15—20 stiga hiti hér á Akureyri en í morgun var komin rigning og hiti 6 — 7 stig. Rigningarinnar var þörf, því að allt var orðið þurrt, nema þar sem vatna- vextir vorú. Bókasafn Ditlevs Thomsens boSiB upp í næstu viku 1 næstu viku, eða nánar tiltekið miðvikudaginn 9. þ. m. heldur Sig- urður Benediktsson mesta bóka- uppboð, sem hann hefur haldið til þessa. Alls verða boðnar upp á þriðja hundrað bóka eða ritsafna eða um það bil helmingi fleiri bækur en venjulega eru á bójka- upgboð^han^ ^ |J| j| En það er ekki aðeins bókafjöld- inn sem gefur uppboðinu gildi, heldur og ágæti og fágæti bókanna, sem boðnar verða upp. Vísir hefur fregnað að þessar bækur séu allar úr safni Ditlevs Thomsens kaupmanns og konsúls. Mun hann hafa safnað því að mestu sjálfur, en öðru hafa forfeður hans eða þá niðjar safnað. Eftir andlát D. Thomsen hafa bækurnar verið geymdar í Danmörku, en eru nú komnar til landsins aftur og kom- ast væntanlega allar í íslenzka eigu á ný. Margar af þessum bókum eru svo fágætar að þær hafa aldrei verið á bókauppboðum áður og ekki almennt til sölu hér svo ára- tugum skiptir. Má gera ráð fyrir að margar þeirra fari á geipiverði. Af meiri háttar ritum og rit- söfnum sem á uppboðinu verða má nefna Lærdómslistafélagsritin 1— 15, Islenzkt fornbréfasafn 1—7, Sýslumannaævir 1—3, Árbækur Espólíns 1—12, Sunnanfari 1.—10. árg., Heimdallur, Andvari 1—32, Brjóstahöld Ný sending af amerískum brjóstahöldum Stór númer, einnig yfirstærðir. Heklaðsr ermar í úrvali. LÍTIÐ I SKEMMUGLUGGANN SKEMMUGLUGGIMn Laugavegi 66 — Sími 13488 Eimreiðin 1—12, Almanak Þjóð- vinafélagsins 1875—1908, Iðunn 1—7, Islands Kortlægning, Kon- ungsskuggsjá, Njála 1772, Bóndi 1—6, Búnaðarrit 1—21, Búnaðar- rit Suður-amtsins 1839—46, Árbók Ferðafélags_ins 1936—47. Ferðabók Þorv. ThSroddlen*^ 1^-4^ L%jM- fræðisaga 1—4, Árferði á íslandi, Bidrag til en historisk topógrafisk Beskrivelse af Island eftir Kálund, ferðabækur Olaviusar, Eggerts Ól- afssonar og Sveins Pálssonar, Reykjavíkurpósturinn, Sunnanpóst- urinn, Gefn, Ný félagsrit, Vina- gleði Magnúsar Stephensen, Fréttir frá íjlandi 1869—1903, Árbók fornleifafélagsins 1880—1904, Stjórnartíðindi og Landshags- skýrslur 1882—1907, Klausturpóst- urinn (vanheill), Hirðir (vanheill). Margar stórmerkar og fágætar ferðabækur um ísland verða boðn- ar upp. Hér að framan var getið hinna stærstu þeirra, og þeirra sem íslendingar skrifuðu sjálfir. Til viðbótar má nefna: Efterretninger om de udi Island ildsprudende Bierge eftir Halldór Jakobsson sýslumann, ennfremur ferðabækur þeirra Thienemanns, von Troil, Horrebow, Anderson, Storm, Paij- kull, Feddersen, Chapman, Burton, Erkes Mackenzie, Keilhack, Kúchler, Grumbkow, Mohr, Knebel, Herrmann, Zugmayer, Ehlers, Sapper, Schythe, Bruun o. fl. Bæði fræðibækur og skáldrit eru eftir fjöldmarga íslenzka höfunda og má þar nefna Bjarna frá Vogi, Jón Aðils, Jónassen landlækni, Finn Jónsson, Þorkel Jóhannesson, Vilhj. Finsen, Sig. Guðm. málari, Helga Jónsson, Stefán Stefánsson, Magnús Grímsson, Jón Hjaltalín, friSgPp^tiM#, Bogi, Páll óg-Hall- grímur Melsteð, Jón Þorkelsson, Ben. Gröndal, Jón Ólafsson, Eirik- ur Magnússon, Jón Sigurðsson, Jón Borgfirðingur, Björn M. Olsen, Þorl. Ó. Johnson, Eirxkur frá Brún- um, Jón Thoroddsen, Eiríkur Magn ússon, Jóhann Sigurjónsson, Einar Benediktsson, Magnús Eiríksson, Hallgr. Pétursson, Sigfús Blöndal, Jón Mýrdal, Jón Árnason, Jón Trausti, Konráð Gíslason, Jón Eiríksson, Magnús Stephensen, St. Thorarensen, Ólafur Stephensen, Finnur Magnússon, Tómas Sæ- mundsson o. m. fl. Sérstaka athygli má vekja á verzlunarritlingum, sem skrifaðir voru á dönsku ýmist af íslending- um eða Dönum í kringum aldamót- in 1800. Flestir þeirra eru sára fá- gætir. Keflavíkurvegur - Framh at bls. x hann gera ráð fyóir að í fyrstu ynnu þar um 90-100 menn og síðan þegar allt væri komið í gang. um 130 menn. Sagði Thor að nokkuð mikið að skólafólki ■fengi þarna v'innu í sumar. Eins og gert hefði verið ráð fyrir strax í upphafi verður síðasti spölurinn til Keflávíkur eða frá bæjartakmörkunum og út á Fitjarnar malbikaður, en íslenzkir aðalverktakar . gera vinnuáætlun fyrir hvern dag og er þar gert ráð fyrir að lokið verði við að steypa veginn 24. september. Hinsvegar dregst verkið strax ef t. d. vélarbilun verður eða tíðarfar slæmt, svo erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær verkinu lýkur, sagði Thor Ó. Thors. Bremsuborðar í rúllum fyrirliggjandi i3/g” - 1V2” - i3Á’ 2” - 3”xý4” 3” - 3i/2B - 4”x5/16” 4” - 5” - 5i/2”x3/8” 4” - 5i/2”x7/16” - 4”xi/2 2” 2VÍ” 2i/2”x3/6” Einnig bremsuhnoð, gott úrval S M Y RIL L, Laugavegi 170, sími 12260 Mikið um ferðir unglinga til Norðurlanda í sumar í ár er meira en nokkru sinni fyrr um ferðalög unglinga á skóla aldri til Norðurlanda bæði til náms dvalar þar og til kynnisferða. Ein fjölmennasta kynnisferðin var ný- Iega farin frá Akureyri, voru það útskrifaðir gagnfræðingar frá gagnfræðaskólanum þar, sem fóru í heimsókn til vinabæjarins Ála- sunds í Noregi. Var það fjölmenn ur hópur. Þá dveljast nú í sumar á sumar skólum aðallega f Danmörku fleiri íslenzk'ir unglingar en nokkru sinni fyrr. Mun tala þeirra véra nokkuð á annað hundrað. Margt af því erú unglingar sem ætla næsta vet ur að ganga undir landspróf og hyggjast æfa sig í dönskunní fyrir þann tfma. Eru þeir dreytðir á 20- 30 sumarskóla f ^anmöAi. S. 1. vetur voru 109 íslenzkir unglingar á vetrarskólum á Norð urlöndum og höfðu margir beirra fengið náms- og ferðastyrki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.