Vísir - 14.06.1965, Side 1

Vísir - 14.06.1965, Side 1
VÍSIR Trausti Gestsson í brúarglugga Guðbjörn Þorsteinsson í brúnni Snæfellsins. á Þorsteini. , Landað úr metaflaskipinu Þorsteini £ Krossanesverksmiðjuna. Myndimar hér á síðunni frá Krossa- K nesi tók Sigurbjörn Bjarnason um helgina. Aðfaranótt sunnudagsins var mesta veiði, það sem af er þessari sumarsíldarvertíð. 53 skip fengu 65.750 mál. 1 nótt var einnig gott veður á miðun- um, en veiðin tregari og hafði veiðisvæðið færzt lítið eitt fjær landi. 27 skip voru þá með 30.270 mál. Guðbjöm Þorsteinsson fékk fyrsta afla sumarsins og er enn í fararbroddi. Aflakóngssætinu deilir hann með Tryggva Gunn- arssyni á Sigurði Bjamasyni, og eru þeir nú komnir með um 10.500 mál hvor. Hásetahlutur á þessum tveimur bátum er þegar kominn upp £105 þúsund krón- ur, þótt verti'ðin sé varla byrjuð enn. Guðbjöm sagðist hafa verið með eins mikinn afla um borð og hann þyrði að hafa, 1800 mál. Þenha’n 'áflá fékk hann i 4 Köstum á 10 stundum. Alltaf var nóg af torfum. þegar búið var að háfa eina, og fóru strák- amir aldrei niður þessar 10 stundir. — Við komum hingað m. a. vegna þess, að við vorum að skipta um menn £ frf. Það eru nú 15 menn á bátnum f stað 13 áður, en af þeim eru alltaf tveir £ fríi. Þessi nýjung er nú að breiðast út á flotanum. Trausti Gestsson á Snæfellinu var með 1300 mál, sem hann fékk í einu kasti. Hann sagði, að það væri gott að vera á gang skipum, þegar siglingin er orð- in 30 stundir, eins og hún var £ þessu tilfelli. Snæfellið er nú komið með 8.700 mál, en það missti úr nokkra daga vegna viðgerðar. Magnús Guðmundsson á Jör- undi III, sem kom inn með 2300 mál var mjög ánægður með ganginn. Hins vegar sagðist hann vilja gagnrýna, að þeir sem stjómuðu málum verk- smiðjanna £ landi, virtust ekkert læra með árunum. Ár éftir ár gætu þeir ekki komið verksmiðj unum í gang um leið og vertið- in hefst. Fréttaritari Visis á Akureyri spjallaði um helgina við þrjá aflaskipstjöra, sem lönduðu i Krossanesi, og forvitnaðist hjá þeim um veiði. Þetta voru Guð- bjöm Þorsteinsson á Þorsteini, Trausti Gestsson á Snæfellinu og Magnús Guðmundsson á Jör- undi III, en hann kom inn með drekkhlaðinn bátinn, — 2300 mál um borð. 410 ÞÚS. MÁL K0MIN Á LAND KI. 7 í morgun voru komin um 410 þús. mál af sild á land. Á sama tima í fyrra vora kom- in á land 154,262 mál og tunn- ur eða rúmur þriðjungur þess sem nú er komið á Iand. Allar síldarþrær á Austur- landi eru fullar og sigla því bát arnir að mestu leyti til Norður landshafna. Til Siglufjarðar hef ur aldrei komið síld eins snemma og nú. Fyrsta síldin barst þangað hinn 8. júní, en áður hafði síld fyrst borizt þangað 16. júní. Þangað hafa nú borizt 65 þús. mál, 40 þús. til S.R. og 25 þús. til Rauðku. Fréttaritari Vísis á Akureyri símaði í morgun, að líflegt væri í Krossanesi þessa dag- ana Þar hefði verið landað 35 þús. málum og allt þróarrými væri orðið fullt. Til þess að bjarga málunum hafði síldar- söltunarplanið fyrir sunnan verksmiðjuna verið tekið undir sítdargeymslu og slegið upp þili í kringum það. Verksmiðj- an afkastar aðeins 2200 málum á sólarhring ,eða afla hálfs ann ars báts, svo að hún hefur úr nógu að vinna næstu vikurnar. Verksmiðjan á Hjalteyr; fór í gang á laugardaginn og fóru skipin að streyma til hennajr. Sú verksmiðja hefur mun meir’i afköst en Krossanesið og verð- ur til að létta mikið á löndun- arerfiðleikunum í Eyjafirði. Til Raufarhafnar hafa borizt 60 þús. mál og eru allar þrær þar fullar. Bræðslan á Raufar- höfn hefur ekki enn hafið bræðslu, en það stendur til að hún hefji starfsenji á morgun. Á Austurlandi er byrjað að bræða á Vopnafirði, Borgar- firði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, en þessar stöðvar hafa hvergi nærri undan. Á Seyðisfirði munu 2 verksmiðjur bræða í sumar, en hvorug þeirra hefur enn hafið starfsemi. S. R. á Seyðisfirði mun taka til starfa í vikunni, en hin, Hafsíld, mun að líkindum ekki geta hafið bræðslu fyrr en eftir mánuð. Laugarvotnsstúdentar komnir með hvítu kollana Fyrsta röð: Jóhann Hannesson skólameistari, Þorgerður Guðfinnsdóttir, Þorbjörg Einarsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir. Önnur röð: Eirikur Karlsson, Magnús Kristjánss., Úlfar Tlioroddsen, Jens Jensson, Ólafur Bjarnason, Skúli Magnússon^ Páll Imsland, Vilhjálmur Þorsteinsson. Þriðja röð: Sigurður Hjaltason, Eirik- ur Guðnason, Ingi Sigurðsson, Sævar Lýðsson, Vésteinn Eiriksson, Loftur Þorsteinsson, Magnús Torfa- son, Fjórða röð: Valur Helgason, Sigurður Kr. Pétursson^ Guðni Kolbeinsson, Ásgeir Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Jón Kristinsson. Fimmta röð: Sigþór Pétursson, Sigurjón Mýrdal, Viðar Ölsen, Carll Mooney, Sveinn Torfi Þórólfsson. Menntaskólanum að Laugar- vatni var slitið í gær kl. 2 síð- degis I hátíðarsal skólans að við stöddu fjölmenni. Jóhann Hann esson skólameistari afhenti ný- stúdentum prófskírteini og veitti verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir afrek og hugprýði. Alls voru brautskráðir 29 stúd- entar, 13 í máladeild og 16 í stærðfræðideild. Hæstu eink- unn 9.38 hlaut Ingi Sigurðsson Reykjum í Lundareykjadal (úr málad.) Hæstu einkunn í stærð fræðideild 1. ágætiseinkunn 9.15 hlaut Ólafur Bjarnason frá Króki í Ölfusi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.