Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 1
w IkiI m% Trausti Gestsson í brúarglugga SnæfeSIsins. Guðbjörn Þorsteinsson í brúnni á Þorsteini. Landað úr metafIaskipinu Þorsteini í Krossanesverksmiðjuna. Myndirnar hér á síðunni frá Krossa- nesi tók Sigurbjörn Bjarnason um helgina. HÁSETAHLUTUR KOMINN UPP I 105 ÞÚS KR. Á HÆSTU BÁTUM Aðfaranótt sunnudagsins var mesta veiði, það sem af er þessari sumarsildarvertíð. 53 skip fengu 65.750 mál. 1 nótt var einnig gott veður á miðun- um, en veiðin tregari og hafði veiðisvæðið færzt lítið eitt fjær landi. 27 skip voru þá með 30.270 mál. Fréttaritari Vísis á Akureyri spjallaði um helgina við þrjá aflaskipstjöra, sem lönduðu í Krossanesi, og forvitnaðist hjá þeim um veíði. Þetta voru Guð- björn Þorsteinsson á Þorsteini, Trausti Gestsson á Snæfellinu og Magnús Guðmundsson á Jör- undi III, en hann kom inn með drekkhlaðinn bátinn, — 2300 mál um borð. Guðbjörn Þorsteinsson fékk fyrsta afla sumarsins og er enn í fararbroddi. Aflakóngssætinu deilir hann með Tryggva Gunn- arssyni á Sigurði Bjarnasyni, og eru þeir nú komnir með um 10.500 mál hvor. Hásetahlutur á þessum tveimur bátum er þegar kominn upp í 105 þúsund krón- ur, þótt vertíðin sé varla byrjuð enn. Guðbjörn sagðist hafa verið með eins mikinn afla um borð og hann þyrði að hafa, 1800 mál. Þen'rian' 'átla fékk hánn i 4 köstum á 10 stundum. Alltaf var nóg af torfum. þegar búið var að háfa eina, og fóru strák- arnir aldrei niður þessar 10 stundir. — Við komum hingað m. a. vegna þess, að við vorum að skipta um menn f frf. Það eru nú 15 menn á bátnum í stað 13 áður, en af þeim eru alltaf tveir í fríi. Þessi nýjung er nú að breiðast út á flotanum. Trausti Gestsson á Snæfellinu var með 1300 mál, sem hann ' fékk í eihu kasti. Hann sagði, að það væri gott að vera á gang skipum, þegar siglingin er orð- in 30 stundir, eins og hún var 1 þessu tilfelli. Snæfellið er nú komið með 8.700 mál, en það missti úr nokkra daga vegna viðgerðar. Magnús Guðmundsson á Jör- undi III, sem kom. inn með 2300 mál var mjög ánægður með ganginn. Hins vegar sagðist hann vilja gagnrýna, að þeir sem stjórnuðu málum verk- smiðjanna 1 landi, virtust ekkert læra með árunum- Ár 'eftir ár gætu þeir ekkiTcbmið verksmiðj unum í gang um leið og vertíð- in hefst. 410 ÞÚS. MÁL K0MIN Á LAND Kl. 7 í morgun voru komin um 410 þús. mál af sild á land. A sama tíma í fyrra voru kom- in á land 154,262 mál og tunn- ur eða rúmur þriðjungur þess sem nú er komið á Iand. Allar síldarþrær á Austur- landi eru fullar og sigla því bát arnir að mestu leyti til Norður landshafna. Til Siglufjarðar hef ur aldrei komið sfld eins snemma og nú. Fyrsta síldin barst þangað hinn 8. júní, en ðður hafði slld fyrst borizt þangað 16. júní. Þangað hafa nú borizt 65 þús. mál, 40 þús. til S.R. og 25 þús. til Rauðku. Fréttaritari Visis á Akureyri símaði í morgun, að líflegt væri í Krossanesi þessa dag- ana Þar hefði verið Iandað 35 þús. málum og allt þróarrými væri orðið fullt. Til þess að bjarga málunum hafði sfldar- söltunarplariið fyrir sunnan verksmiðjuna verið tekið undir sfldargeymslu og slegið upp þili í kringum það. Verksmiðj- an afkastar aðeins 2200 málum á sólarhring ,eða afla hálfs ann ars báts, svo að hún hefur úr nógu að vinna næstu vikurnar. Verksmiðjan á Hjalteyrj fór i gang á laugardaginn og fóru skipin að streyma til henna/. Sú verksmiðja hefur mun meiri afkðst en Krossanesið og verð- ur til að létta mikið á löndun- arerfiðleikunum í Eyjafirði. Til Raufarhafnar hafa borizt 60 þús. mál og eru allar þrær þar fullar. Bræðslan á Raufar- höfn hefur ekki enn hafið bræðslu, en það stendur til að hún hefji starfsemi á morgun. Á Austurlandi er byrjað að bræða á Vopnafirði, Borgar- firði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, en þessar stöðvar hafa hvergi nærri undan. Á Seyðisfirði munu 2 verksmiðjur bræða í sumar, en hvorug þeirra hefur enn hafið starfsemi. S. R. á Seyðisfirði mun taka til starfa f vikunni, en hin, Hafsíld, mun að líkindum ekki geta hafið bræðslu fyrr en eftir mánuð. Laugarvaf nsstúdent ar komnir með hvífu kallana Fyrsta röð: Jóhann Hannesson skólameistari, Þorgerður Guðfinnsdóttir, Þorbjörg Einarsdóttir, Sigriður Gunnarsdóttir. önnur röð: Eirikur Karlsson, Magnús Kristjánss., Ulfar Thoroddsen, Jens Jensson, Ólafur Bjarnason, Skúli Magnússon( Páll Imsland, Vilhjálmur Þorsteinsson. Þriðja röð: Sigurður Hjaltason, Eirík- ur Guðnason, Ingi Sigurðsson, Sævar Lýðsson, Vésteinn Eiríksson, Loftur Þorsteinsson, Magnús Torfa- son, Fjórða röð: Valur Hélgason, Sigurður Kr. Pétursson^ Guðni Kolbeinsson, Asgeir Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Jón Kristinsson. Fimmta röð: Sigþór Pétursson, Sigurjón Mýrdal, Viðar Ólsen, Caril Mqónéy, Sveinn Torfi Þórólfsson. Menntaskólanum að Laugar- vatni var slitið í gær kl. 2 síð- degis f hátfðarsal skólans að við stöddu fjölmenni. Jóhann Hann esson skólameistari afhenti ný- stUdentum prófskírteini og veitti verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir afrek og hugprýði. AIls voru brautskráðir 29 stúd- entar, 13 í máladeild og 16 í stærðfræðideild. Hæstu eink- unn 9.38 hlaut Ingi Sigurðsson Reykjum í Lundareykjadal (úr málad.) Hæstu einkunn í stærð fræðideild 1. ágætiseinkunn 9.15 hlaut Ölafur Bjarnason frá Króki í Ölfusi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.