Vísir


Vísir - 23.07.1965, Qupperneq 3

Vísir - 23.07.1965, Qupperneq 3
V 1 SIR . Föstudagur 23. júlí 1965. 3 — en þar veiðist nú betur en í fyrra og þar er meira vatn en oft áður Í„Ef þið komið aftur rétt fyr ir kl. 10 í kvöld, getið þið tek- ið myndir af fieiri löxum,“ sögðu þrír veiðiglaðir og bjart- sýnir veiðimenn, sem frétta- menn VÍSIS sóttu heim við „lækinn," sem rennur úr Hafravatni til sjávar milli Korp úlfsstaða og Blikastaða. Og veiðivörðurinn, sem vaktar ána Ífjórða sumarið f röð, var á sama máli: Það fréttist yfirleitt af tregri veiði í flestum stór- laxveiðiánum og þá er það litla | Korpa sem stendur sig. IVÍSIS-menn fóru um kvöld- matarleytið upp að Korpu, sem reyndar heyrist einnig nefnd Korpúlfsstaðaá og Úlfarsá. Ekki fengu þeir úr því skorið í ferð- inni hvert nafnið er það rétta. Aftur í i ti varð þeim Ijóst að laxveiði á þessari systurá Ell- iðaánna gengur nú með betra móti gagnstætt því ,sem gerist | um flestar veiðiár landsins. Niður undir sjó við ós Korpu stendur lítið hús á melholti, þar sem veiðivörðurinn hefur bæki- stöð meðan á veiðitímanum stendur. Þar hittu VÍSIS-menn fyrir Þorlák Kristjánsson, sem nú er vörður .við ána fjórða sumarið i röð en var áður m.a. veiðivörður við Laxá í Kjós. Menn greinir á um hvað áin heitir ur ána á leigu?“ „Já síðan í fyrravor en á hennar vegum eru dagar síðan leigðir út til einstaklinga. Veiði maðurinn í Hafnarstræti annast það.“ „Og hvemig gengur svo í sumar, er sömu sögu að segja og úr öðrum laxveiðiám?" „Þetta gengur bara sæmilega. Um miðjan dag í dag voru komn ir á land 69 laxar ,þar af komu 8 í morgun á fyrri veiðitíman- um. Stærsti laxinn í sumar var 8 pund en flestir eru þeir 4-6 pund. Flestir hafa veiðzt á hálf um degi í sumar, 14 laxar. Það var Hjalti Benediktsson bruna- vörður, sem fékk þá 8. júlí sl. Næstflestir eru 11 laxar, sem þrír menn veiddu á hálfum degi 16. júlí. Það eru tvær stengur leyfðar f einu og veiðitímanum er skipt yfir daginn, kl. 7-13 og kl. 16-22. Fjöldamargir kaupa aðeins hálfan dag f einu, sem kostar 650 kr. á stöng ,en f heil an dag kostar 1300 kr. á stöng.“ „Er áin vatnsminni en í fyrra?“ „Nei, hún er vatnsmeiri núna Það er hægt að miðla f hana vatni og var það aukið fyrst 24. júlí sl. og aftur í sfðustu viku. Þá byrjaði einnig að rigna. Þess vegna ættu að vera skilyrði fyrir laxinn að ganga, en vogurinn er fullur af laxi sem er stökkvandi um hann allan sérstaklega skömmu eftir háflæði". „Er nokkur laxateljari f ánni?“ Sigurður Þórarinsson, framkvæmdastjóri ig Sig (Ljósmynd Vísis B.G.) son Sigurðar Sveinbjörnssonar vélsmiðjueiganda. Faðir hans og Sigurður Þórarinsson fram- kvæmdastjóri stóðu við ána og köstuðu agninu fyrir laxinn. „Hvað eruð þið búnir að draga á land?“ spurðum við Guðmund litla. „Pabbi er búinn að fá tvo og Sigurður Þórarinsson þrjá.“ „Þetta gengur bærilega,“ sögðum við, þegar Sigurðarnir höfðu axlað stengurnar f þeim tilgangi að skipta um veiðistað og voru komnir til okkar að bílunum. „Já víst gengur það vel, et þið komið aftur rétt fyrir kl. 10 í kvöld, getið þið tekið fleiri myndir af löxum, það erum við vissir um,“ sögðu þeir og voru að vonum f góðu skapi yfir þess ari góðu veiði ,sem er a.m.k. um þessar mundir Iangtum betri en f flestum stærri ánum. 5 laxarnir þeirra Sigurðanna veiddir á sfðari veiðitímanum hálfum og 8 laxar veiddir á fyrri veiðitímanum eru til vitn is um það. Og þetta var f fyrra dag. „Hver hefur eignarréttinn yf ir Korpu?" spurðum við fyrst. „Reykjavíkurborg á 47% og 7-8 bæir bróðurpartinn af þvf sem þar er fram yfir,“ sagði Þorlákur okkur. „Og Áburðarverksmiðjan hef- „Ekki erínþfTén, þa'ð ér by|j| að að setja 'flþpl0 svö að væntanlega verður hægt að fylgjast betur með laxagengd í ána f framtíðinni. „Þetta er ekki stór á, Þorlák ur?“ 4ei. ekkT'er hún’ það^beint, Ætli hún sé ekki . nálægt 12 km. á lengd.“ Fyrir ofan stíflu skammt neð- an Vesturlandsvegar hittu VÍS- IS-menn þrjá garpa. Fyrstan hittu þeir Guðmund Sigurðsson Föstudagsgreinin- Framta. af bls. 9. gríski herinn er öflugur og og valdamikill og sjálfráður. Her- inn efldist að valdi og áliti f borgarstyrjöldinni, þegar komm únistaher Markosar var sigrað- ur. Þannig leiða einar öfgamar af öðrum. Sfðan er ójafnvægi áberandi í grískum stjómmál- um. Herinn og fhaldsöflin sem honum fylgja hafa Öllu ráðið og saman standa þau f vegi fyrir eðlilegum félagslegum um- bótum og óánægjan hleðst saman unz sprengihætta mynd- ast. Þetta ryður aftur braut fyrtr öfgaöfl til vinstri. Grikk- land þarf að endurfæðast eins og aðrar vestrænar þjóðir f þeirri félagslegu endurnýjun sem okkur þykir sjálfsögð. En Konstantin þorir ekki annað en að halda áfram að leggja allt sitt traust á herinn. Svo rekur hann Papandreou, en miðflokkabandalag hans var e.t.v. bezta vonin um að takast mætti að hnika þessu til með hægðinni. Sjálfur var Papan- dreou ekki sterkur á svellinu, þau öfl sem honum fylgja of klofin og sjálfum sér sundur- þykk. T eið Konstantins var e.t.v. auðveldust til bráðabirgða- úrlausnar. Það var bara að reka gamla Papandreou og láta herinn sjá um landsörygg- ið. Þá gat hann komizt sem fyrst aftur upp I sveit út á eyna Korfu til elskanlegrar konu sinnar og nýfædds barns. Hitt er svo annað mál, hvort þetta er viturlegt ráð þegar til lang- frama lætur. Kannski brýzt ekki út borgarastyrjöld, kann- ski tekst hernum að bæla alla mótspyrnu niður með kylfum og táragasi. En aum- ingja Anna María, ætli það verði eins skemmtilegt fyrir hana eftir sem áður að vera á- þreifanlega gift konungi sem ríkir með ofbeldisstjóm. Þorsteinn Thorarensen. MAÐUR ÓSKAST 1 Maður óskast til gæzlu á herrasalerni. ÞÓRSCAFÉ — Sími 23333

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.