Vísir - 23.07.1965, Síða 9

Vísir - 23.07.1965, Síða 9
V í S I R . Föstudagur 23. júlí 1965. i liiimmœix.m' f ' » I?1!. |i ti lii 1 lii! 1É; 1 tisiih : ::: -•••:• ;•:;:••: :•••• Föstudagsgreinin Konungurínn lugði truust sitt á herínn og fór upp í sveit ]\|enn tala um hættu á borgarastyrjöld í Grikk- landi. Fjöldafundir eru haldnir á höfuðtorgi Aþenu, mótmælahróp glymja við um hús- veggina, mannfjöldinn æðir um göturnar til alls líklegur, undirróðurs- menn og byltingasinnar notfæra sér ástandið og æsa múginn til valdbeit ingar og illvirkja. Lög- reglan mætir mannhaf- inu, dreifir því með kylfum og táragasi. Einn maður lætur lífið, tugir manna slasast. Það er örðugt að útskýra þetta flókna ástand í fáum orðum. Sumar ræturnar liggja mjög djúpt, langt niður í sögu þjóðarinnar, inn i þetta bland- ast gamla deilan um stjórnar- form landsins. Á árunum 1923 til 36 var þáverandi konungur rekinn úr landi. En svo komust konungssinnar aftur til valda og endurreistu konungdæmi ásamt herforingjaeinræði. í umróti stríðsára og stríðsloka var konungdæmið alltaf stærsta deilumálið. Mátti segja að konungurinn þrengdi sér inn á þjóðina í stríðslok, þó fáir eða engir vildu fylgja honum TJinn ungi núverandi konung- •*• ur, Konstantin, hefur leikið hlutverk ævintýraprins t. d. i frásögnum dönsku blað- anna, þegar prinsessa þeirra hún Anna María tók bónorði hans og gerðist Grikkjadrottn- ing. Konstantin er að mörgu leyti geðugur og myndarlegur piltur. Hann varð vinsæll sem ungur prins í Grikklandi m. a. sem íþróttahetja og Olympíu- sigurvegari í siglingum. Og þau ungu hjónin hafa leikið faliegt hlutverk sem ungt og failegt par. Hins vegar hafa fá orð verið viðhöfð um það að að- staða hins unga konungs er fjarri því að vera örugg. Kon- ungsættin og konungsembættið er eilíft deilumál meðal þjóðar- innar. Enn komu hin ungu konungs- hjón við sögu. Þeim fæddist erfingi og gleði rxkti í þeirra ranni, þegar lítil dóttir, skírð Alexia heilsaði heiminum. jgn svo að segja í næsta her- bergi biðu ill forlög eins konar galdranorn ævintýrsins í líki hins gamla stjórnmála- skröggs Papandreou, sem er gráhærður og kominn á níræð- isaldur, hefur sjálfur upplifað flestar erjur grískra stjórnmála síðasta mannsaldurinn eða tvo. Hann er tortrygginn og fullur andúðar á konungsvaldinu. Nú gegndi hann sjálfur embætti forsætisráðherra og var kominn í harkalega andstöðu og árekst- ur við þau öfl sem hafa verið mestu ráðandi í Grikklandi, íhaldsöflin, herinn og konung- inn. Eftir að Konstantin hafði lokið við að horfa á og dást að litlu dóttur sinni og sýna blaða mönnunum hvað hún væri stór,. eins og þetta væri 30 punda lax úr Norðurá, syrti hans brá og hann gekk tii fundar f næsta herbergi við gamla nöldurs- segginn hann Papandreou. J^eilan stóð að þessu sinni af tilviljun um embætti hermálaráðherra í sjálfri stjórn Papandreous. Vildi Pappi gamli losna við einn af sínum eigin ráðherrum að nafni Garo- filos er var hermálaráðherra. Papandreou hafði aldrei langað til að fá þennan mann í stjórn- ina, en hann tilheyrði aftur- haldssamasta hóp grískra stjórn málamanna. En herinn og kon- ungur höfðu sett honum það að skilyrði að þessi maður skyldi vera hermálaráðherra til þess að tryggja óbreytt valdaáhrif í hernum, eða eins og það var kallað að hindra að kommún- istar kæmust til áhrifa innan hersins. Nú hafði orðið árekst- ur milli Papandreous og Garo- filosar vegna vissra atvika á Kýpur, þar sem upp hafði kom- izt um samsæri vinstri sinnaðra herforingja f Kýpur-her, en það sem kveikt hafði þetta samsæri er 4altiMiafa'. "verið m:a.-sam- statf Kýpurmanna við Rússa í baráttunni gegn Tyrkjum. Hafa Kýpurmenn m.a. fengið mikið af vopnum frá Rússum. En allt er þetta viðkvæmt mál najög fyrir Grikki, þar sem segja má að Kýpur-her sé líka í mjög nánum tengslum við grfska herinn. Papandreou var nú harður og ákveðinn, hann vildi skilyrðis- laust reka Garofilos. En Kon- stantin konungur lét hart Papandreou forsætisráðherra, sem konungur vék úr embætti. mæta hörðu og það varð úr, að hann tók sér það vald að víkja Papandreou úr embætti og fela öðrum stjórnmálamanni, hægri- sinnuðum að nafni Novas að mynda nýja stjórn. Er varla nema von að æsingar kvikni við svo röggsamlegar aðgerðir konungsvaldsins. Grikkir eru að ,vísu, yan,ifi ejnráðu „Hpnunga- “í valdl, eiM , Wýtur ..þetta.,. að blása enn að'giæðum ófriðafins J^rikkir tilheyra að vísu At- lantshafsríkjunum, en mér hefur virzt að þeir eigi eftir að Iæra margt og mikið áður en þeir geta kallazt á réttri þró- unarbraut í þá átt sem við hér vestar í álfunni teljum eðlilegt. Þessu hef ég kynnzt af eigin raun, þegar ég heimsótti Grikk- land fyrir nokkrum árum og hitti þar ýmsa áhrifamenn. 30 þúsund manns mættu á íþróttaleikvanginum í Aþenu til að mótmæla ofríki konungsvaidsins. Þar var kallað niður með konungdæmið Einmitt hér stendur hnífur- inn í kúnni. Deilan við Garo- filas var aðeins tilefni eða á- tylla. Hér var miklu stærra mál á seyði, spurningin um það hvort konungsvaldið í landinu á að hlýta lýðræðisreglum eða ekki. Konstantin konungur virðist mér að hafi kosið hina verri leið, sem leiðir til stöðnunar ef ekki alvarlegri erfiðleika, sem geta kostað mörg mannslff og svipt burtu landsfriði. Grikkland þyrfti og ætti að fara að nálgast þær þingræðislegu hugmyndir sem ríkjandi eru í þeim löndum sem Grikkland er nánast tengt, t.d. koma á þvf þingræðisbundna stjórnarfyrir- komulagi sem tfðkast á Norður- löndum. Ætti Anna María litla að geta uppfrætt mann sinn f þeirx efnum, þar sem sagt er að , ^nskar prinsessur fari ung- ar að Iæra stjórnlagafræði. Mér, virðist t.d. að ástandið í Grikklandi núna minni talsvert á það sem gerðist f Danmörku 1920, þegar Kristján X, sá gamli hrokagikkur tók sér það vald f sambandi við Slésvfkurmálið að reka heila ríkisstjóm og setja aðra á laggirnar, sem skorti allt al- þýðu og þingfylgi. Hann varð i það skiptið að beygja sig og láta undan. Þá heyrðust hróp fyrir utan Amalienborg um að afnema konungdæmi í Dan- mörku, en þau urðu aldrei al- menn og náðu aldrei tökum á hugum alls fjöldans vegna þess að merkilegur atburður gerðist. Sátt komst á milli konungs- valds og alþýðu manna, fyrst og fremst vegna þess að Staun- ing gamla hinum tjúguskeggj- aða tókst að ávinna sér per- sónulegt traust konungs og jafnframt gaf hann danskri al- þýðu, fylgismönnum sínum það ráð, að styrkja og elska lands- ins konung. Jjar með er ég ekki að segja, að sömu leiðir standi Kon- stantin Grikkjakonungi opnar. Aðstaða hans er miklu erfiðari sérstaklega vegna þess, hvað Framh. á bls. 3

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.