Vísir - 23.07.1965, Side 15
VÍSIR . Föstudagur 23. júlí 1965.
/5
JENNIFER AMES:
Mannrán
og
ástir
SAGA FRÁ BERLÍN
— Frankie, Frankie Dixie, hún
var þar, hún lá á dívaninum.
Fay virtist I svip alveg vera að
bugast.
— Dauð, hélt hún áfram, stein-
dauð. Ég held, að hún hafi drepizt
á eitri. Ég veit ekki mikið um
slíkt, en þannig leit hún út.
Linde rak upp veikt óp og hneig
niður á rúmið.
— Frankie dauð? Þetta getur
ekkí verið rétt, Fay.
— Það er hræðilegt, en það er
svo, svaraði Fay hásum rómi.
— Ég var fyrst eins og lömuð,
svo æpti ég — að ég held. Ég
vissi ekki hvað gera skyldi, þorði
ekki að gera aðvart, hvorki fólk-
inu í húsinu eða lögreglunni. Ég
tók það ráð að bíða. Ég hugsaði
sem svo, að David hlyti að koma,
og ákvað að bíða, og ég beið, en
hann kom ekki, en svo var það
mér ofraun að bíða lengur. Ég
hitti húsvörðinn þegar ég fór og
sagðist koma aftur í fyrramálið.
Han horfði svo einkennilega á mig
Ég er svo hrædd, Linda, svo
hræðilega hrædd. Heldurðu að Dav
id hafi myrt hana?
Hún fór að gráta hástöfum.
— Auðvitað ekki, Fay, sagði
Linda, auðvitað ekki.
— En hvernig komst hún inn í
íbúðina, hvlslaði Fay.
Linda hristi höfuðið.
— Hvernig ætti ég að vita það.
Ég er bara viss um að David
mundi aldrei drepa neinn — a.m.
k. ekki með köldu blóði. Það ættir
þú líka að vita.
Hún sagði þetta I ásökunartón.
Hvernig stóð á þvl, hugsaði hún
með sjálfri sér, að hún gat treyst
á hann I algerri blindni, þegar
Fay, sem þekkti hann miklu betur,
efaðist um hann?
— Þú þekkir ekki David, sagði
Fay og huldi andlitið I höndum
sér. Þegar hann kemst I ofsa, veit
hann ekki hvað hann gerir.
— Ef þú vildir fá vitneskju um
hig sanna, hvers vegna beiðstu
þá ekki eftir honum? Þótt þú trú-
ir ekki á sakleysi Davids geri ég
það.
Linda var að glata allri þolin-
mæði við Fay.
— Ég þorði ekki að bíða eftir
honum sagði Fay. Og lögreglan
kemur sjálfsagt.
Hún kippti höndunum frá andlit
inu og bætti við:
— En hvar er David?
— Ég veit ekki meira en þú,
sagði Linda — ekki einu sinni
eins mikið — ég held að þú ættir
að hverfa aftur til herbergis þíns
og biðja um glas af koníaki. Þú
lítur út fyrir að þurfa á því að
halda. Og ég verð að reyna að
sofna dálítið — ef mér tekst það.
Allt I einu brutust tár fram á
hvarma hennar.
— Vesalings Frankie, hvlslaði
hún.
Henni hafði geðjazt að þessari
dökku, fallegu stúlku. Hvað hafði
gerzt þessar seinustu þrjár stundir
áður en dauða hennar bar að
höndum? Hvers vegna fannst hún
I íbúðinni, sem David hafði afnot
af — og Fay lykil að? Hvernig
hafði hún komizt inn I hana, ef
David sjálfur hafði ekki opnað
fyrir henni? En hún vissi ekki
svörin, en gat ekki trúað þvi, að
David bæri neina sök á dauða
hennar. Hins vegar lagðist það I
hana ,að yfirlið hennar á gilda-
skáldagólfinu hefði verið forleikur
þess, sem síðar' gerðist. Frankie
hafði verið eins og hún átti að
sér þar til hún nálgaðist borð
hennar og Hans og sungig eins
og vanalega og allt I einu bugazt.
Linda sá enn fyrir hugskotssjónum
slnum skelfinguna I andliti hennar.
Gat það sem gerðist á nokkurn
hátt verið tengt því, að hún hafði
komið auga á hana og Hans, en
hann hafði verið jafn undrandi og
hún sjálf. Vesalings Frankie, hugs-
aði hún aftur og tárin runnu niður
kinnar hennar.
— Ég hef heyrt að lögreglan hér
komi skammarlega fram við út-
lendinga, sagði Fay, guð minn góð-
ur, hvað get ég gert?
Fay grét enn og virtist alveg
vera að bugast.
Ég skal fylgja þér til herbergis
þlns, sagði Linda þreytulega, við
getum hvorugar gert neitt fyrr en
I fyrramálið.
- En hefði ég átt að hringja
til lögreglunnar? spurði Fay
— Hvers vegna gerðirðu það
ekki?
— Ég hélt að David hefði ekki
viljað ,að ég gerði það.
Það mátti næstum heita, að
Linda yrði að draga hana með sér
til herbergis hennar og hátta hana
og henni fannst það furðulegt, að
það skyldi einmitt vera hún, sem
varð til þess að hjálpa Fay — þótt
hún þekkti hana ekki og geðjaðist
ekki að henni. En hún hringdi
eftir koníaki og næturvörðurinn
kom með það — treglega.
— Ég held ég taki eina svefn-
töflu, tautaði Fay, ég sofna aldrei
annars.
— Heldurðu að það sé hyggiltgt
Fay? spurði Linda, sem hafði megn
ustu vantrú á öllum svefnlyfjum.
— Því ekki það, ég tek oft inn
svefntöflur eina, tvær eða þrjár,
eftir þörfum til þess að geta sofið.
Það er allt I lagi með það.
Linda sat hjá henni þar til hún
var sofnuð — þungum svefni, svo
fór hún aftur til slns eigins her-
bergis. Það var byrjað að bregða
birtu. Hún batt klút um höfuð sér
yfir ennið, hallaði sér út af til
þess að róa taugamar, þótt hún
gæti kannski ekki sofnað, „en ég
verð að reyna/ ‘hugsaði hún „ég
verð að sofna.“ En henni hafði
ekki komið dúr á auga ,er aftur
var barið á herbergisdyr hennar.
Ungur þjónn kom inn.
— Þér hringduð eftir kaffi, ung
frú?
— Nei, það gerði ég alls ekki.
- Mér þykir þetta Ieitt, það er
einhver misskilningur — þér vild
uð samt fá kaffitár, fyrst ég er
nú kominn með það?
— Ég pantaði ekkert kaffi ,en
leggið þetta þama frá yður fyrst
þér komuð með það, svaraði hún
önuglega.
Það var diskur, sem pentudúkur
var breiddur yfir við hliðina á kaffi
könnunni á bakkanum. Þjónninn
tók lokig af könnuni og hellti I
bollann og sagði um leið, með
einkennilegri áherzlu:
— Hér er líka ristað brauð, ung-
frú eins og enskt fólk vill hafa
það.
Svo hneigði hann höfði skellti
saman hælum og fór.
Linda tók kaffibollann og dreypti
á kaffinu. Hún bragðaði á, brauð
inu ,en var þreyttari og syfjaðri
en svo að hún tæki eftir saman
Drotnum miða, sem lá undir kaff'
könnunni ,en er hún hellti sér
kaffi í bollann eftir að hafa drukk
ið úr honum. tók hún eftir honum
og las það, sem á hann var skrifað
með prentstöfum eins og sá var,
sem hún hafði áður fengið.
Á miðanum stóð:
Faðir yðar hefur verið tekinn
aftur og er nú I höll sem er
I einkaeign ekki langt héðan.
Einhver kemur og sækir yður
innan stundar og fer með yður
þangað. Leyniorðið er „Rósir".
Ef þér segið nokkrum frá þessu
getur afleiðingin orðið dauði
' föður yðar. Hann þarf mjög á
yður að halda. Treystið mér.
Eins og vanalega var engin undir
skrift.
10. kapltull.
Hún starði á lappann og las aft-
ur og aftur ,sem á honum stóð.
! Henni urðu bitur vonbrigði að því,
að faðir hennar virtist aftur hafa
verið tekinn og fluttur eitthvað
sem fangi. Hvernig hafði þetta
gerzt? Hafði einhver svikið hann,
eða þeir, sem höfðu reynt að hjálpa
honum, orðið fyrir einhverri ó-
hepþni? En hvað sem það var virt-
ist tilgangslaust fyrir hana að
reyna að komast til botns I því nú.
Það sem hún varð að taka ákvörð
un um var hvort hún ætti að reiða
sig á þann, sem hafði sent miðann.
En gat hún gert nokkuð annað? Á
miðanum stóð, að faðir hennar
þyrfti á henni að halda? Kannski
var hann hættulega veikur. Hann
hafði komið til Vestur-Berlínar
heilsu sinnar vegna, og þar hafði
staðið til, að hann gengi undir upp
skurð. Hún gat ekki haldið kyrru
fyrir þarna I gistihúsinu án þess að
reyna eitthvað, ef hún átti að gera
sér vonir um að hitta hann aftur
á lífi. Hún yrði að komast til hans
þótt hún legði I þá hættu, að glata
sínu eigin frelsi.
Hún herti upp hugann, klæddi
sig, og Iagði nokkra nauðsynleg-
ustu hluti í ferðatösku. Hitt yrði
hún að skilja eftir. Kannski yrði
hún komin aftur fyrir kvöldið, í
seinasta lagi á morgun? En flokk-
urinn? Myndu þær halda áfram
eins og ekkert hefði í skorizt, þrátt
i fyrir dauða Frankie. Mundi ekki
lögreglan gripa inn I? Lögreglan.
Hún nam staðar á miðju gólfi. Ef
nú lögreglan færi að yfirheyra
hana? Þeir myndu kannski halda
henni eftir I Austur-Berlín, stinga
henni inn, og hvað mudi þá verða
um föður hennar? Nei, hún yrði að
komast burt hið fyrsta.
í þessum svifum var barið að
dyrum.
Hún leit snöggvast á armbands
úrið sitt. Maðurinn, sem átti að
sækja hana kom þannig fyrr en
ég gat búizt við honum, en — hugs
aði hún — því betra. Hún gekk
hratt til dyra og opnaði pær, cn
sá sem barig hafði hafði svo hrað-
an á að komast inn, að hurðin skall
á henni og hún slengdist upp að
vegg. Og sá er inn kom lokaði
dyrunum á eftir sér.
— David, stundi hún upp eins
og hálfringluð.
— Æptu ekki, talaðu lágt, hvlsl
aði hann, og vertu ekki- svona ótta-
slegin á svipinn. Hvers vegna skyld
irðu óttast mig.
Svo reyndi hann að brosa til þess
að róa hana, en henni fannst eitt
hvað afskræmislegt við svip hans
rétt sem snöggvast.
— Afsakaðu, hvernig ég kem hér
— taugarnar eru sannast að segja
I háspennu. Má ég setjast og
kveikja mér I sigarettu?
- Hvernig komstu hingað?,
spurði hún skjálfandi röddu.
Hann horfði á hana af forvitni.
— Ósköp ertu skrýtin. Og hvað
áttu eiginlega við? Hvað hefi ég
gert - eða ekki gert? Ertu ösku
reið af þvi, að ég kem hér snemma
morguns. Ég var að reyna að forð
ast hneyksli — vildi ekki láta sjá
mig hér I göngunum á þessum tíma
dags. Þess vegna kom ég inn með
I þessum lfka litla hraða.
<vwwwwvwvwww
VÍSIR
ASKRIFENDAÞJONUSTA
Áskriftar-
Kvartana-
siminn er
11661
virka daga kl. 9 — 20, nema
iaugardaga kl. 9-13.
vt sim
KÓPAVOGUR
Afgreiðslu VÍSIS í Kópa
vogi annast frú Bima
Karlsdóttir, sími 41168.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að raeða.
HAFNARFJÖRÐUR
Afgreiðslu VÍSIS í
Hafnarfirði annast frú
Guðrún Ásgeirsdóttir,
sími 50641.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
Fangaverðir Tarzans, sem
héldu að þéir hefðu hrætt Ururu
mennina I burtu en ... Benito.
Báturinn hefur losnað, hann er
úti á ánni v- flýtur niur hana.
Ég er viss um að ég batt bátinn,
þegar við komum inn Benito, ég
er alveg viss. Þeir sáu okkur
ekki þegar við ýttum bátnum út
I árstrauminn. Það er gott að
þeir vissu ekkí að við tókum
bátinn, þeir skutu ekki á okkur
með byssum.
KEFLAVIK
Afgreiðslu VÍSIS í Kefla
vík annast Georg Orms-
son, sími 1349.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
£39
.