Vísir - 23.07.1965, Qupperneq 8
VI S I R Föstudagur 23. júlí 1965.
VISIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schrarn
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas KristjánssOD
Þorsteinn Ö Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 80 kr á mánuði
I lausasölu 7 kr eint. — Sími 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Vtsis - Edda h.f
Orsök greiðsluhallans
Xíminn ritar um það dag eftir dag sem eitthvert
heimsundur að greiðsluhalli • hafi orðið á ríkissjóði
árið 1964. Minna má þó hið ágæta blað á það að flest
árin sem formaður Framsóknarflokksins fór með
stjórn fjármálanna var greiðsluhalli á ríkissjóði. Og
heyrðist þá ekkert hljóð úr tómri tunnu Tímans. Vit-
anlega komu engum þau tíðindi á óvart að tekjur
fjárlaga 1964 dugðu ekki fyrir útgjöldunum. Við um-
ræður á þingi um fjármál ríkisins í fyrra var marg-
sinnis á það bent af þáverandi fjármálaráðherra og
öðrum ráðherrum að varasamt væri að auka útgjöld
ríkissjóðs óhóflega, vegna þess að hæpið var að
tekjurnar dygðu fyrir gjöldum. Þetta kallaði Tíminn
þá hið versta svartsýnishjal og kvað alrangt. Skýrði
blaðið lesendum sínum frá því að ríkissjóður safnaði
í kornhlöður og ætti nægilegt fé úr að spila. Nú er á
daginn komið, hve fráleitar fullyrðingar Tímans í
þessum efnum hafa verið. Allt síðasta þing báru
Framsóknarmenn fram eyðslutillögur sem samtals
námu 200 millj. króna aukaútgjöldum fyrir ríkissjóð.
Þær voru allar felldar, og hvernig halda menn að
ástandið hefði verið ef þær hefðu verið samþykktar?
Qlíklegt er að íslenzkum bændum þyki slík eyðslu-
stefna affarasæl eða giftudrjúg fyrir þjóðarheildina.
Ævintýramennska Framsóknarfl . í fjármálum er
slík að jafnvel traustustu fylgismönnum hans út um
landsbyggðina ofbýður loddaraskapurinn. Svo gjör-
samlega skyni skroppna telur Tíminn lesendur sína
að í fyrradag segir blaðið í leiðara að ofsköttun bjóði
heim dýrtíð, eins og blaðið orðar það. Hér skákar
Tíminn í því skjólinu að lesendur hans hafi ekki þá
grundvallarþekkingu á fjármálum til að bera að þeir
viti að skattar eru einmitt eitt helzta vopnið í bar-
áttunni við verðbólguna. Þeir eru einmitt eitt mikil-
vægasta hagstjórnartækið sem ríkið ræður yfir til
þess að draga eyðslufé úr umferð, sem ella magnar
dýrtíðina.
Norræna skólamálaþingið
þessa dagana dveljast hér nær 1000 norrænir skóla-
menn á bingi um málefni sín. Hinir norrænu kennar-
ar og skólamenn eru aufúsugestir, ekki sízt mennta-
málaráðherra Dana, K. B. Andersen, sem hingað er
einnig kominn. Minnumst við drengilegrar baráttu
hans í handritamálinu. Á skólaþinginu eru rædd mörg
þau efni, sem miklu máli skipta okkur íslendinga og
okkar eigin fræðslukerfi. Skólamál á Norðurlöndum
eru víðar í deiglunni en hér á landi, og margt má
nota af hugmyndum og framkvæmdum frá frænd-
um okkar í íslenzkum skólamálum. Að því leyti er
kennaraþingið boðberi nýs tíma og er það vel.
Volkswagen
1600 TL er
nokkuð nýtfzku
legur í útlitL
Ný tegund af Volkswagen
Lengi hafa verið uppi raddir
um að brátt myndi Volkswag-
en breyta um útlit, en til þessa
hefur ekkert heyrzt frá verk-
smiðjunum sjálfum ,þar til nú,
að tilkynnt hefur verið opin-
berlega, að hann muni ekki
breyta um útlit, VW-1200 og
VW-1500 verða framleiddir á-
fram, en nú verður framleidd ný
gerð: VW-1600 TL (Touring
Luxus).
Þetta var kunngjört nú fyrir
allra skemmstu og birt mynd af
bílnum, sem er í „milIiflokki“
eins og oft er kallað. Ekki
hafa enn fengizt upplýsingar
um vélarstærð og fleira, er
marga fýsir að vita, en mun
brátt upplýsast. Bifreiðin er
fyrst og fremst ætluð til sölu i
Bandaríkjunum, þar sem ,gamli‘
fólksvagninn þykir e.t.v. full
lítill ,en auðvitað verður hann
einnig til sölu í Evrópu. I Vest-
ur-Þýzkalandi verður hann lítið
dýrari en VW-1500 og sennilega
einnig hér á landi.
VW-1600 er nokkru nýtízku-
legri en fyrri gerðirnar og ber
keim af Mustang Fordverksmiðj
anna. Hann er mun rýmri en
fyrri gerðir og eins og sjá má
á myndinni er hann með svo-
nefnt „fastback" svipað og í hin
um nýja Rambler, sem er mjög
í tízku um þessar mundir.
Nokkrar fullgerðar bifreiðir
eru nú á leið til Bandaríkjanna
í innsigluðum kössum.
^VWWWWWVAAA/W
19 W'ÓbIcí Bnýa go i.ani-
rsartuq^H Íííí 1-iöJa hss-/ nM ðir. t
VW-1300
NÝR BÍLL
Nýlega barst sú frétt frá
Þýzkalandi að 3. ágúst muni
i koma á markaðinn ný teg-
und af hinúm vinsæla Volks
wagen með kraftmeiri
i hreyfli og nefnist hann VW-
1300, sem er að útliti ná-
kvæmlega eins og VW-1200
Verður hann með 40 hestafla
hreyfli, en VW-1200 verður
framleiddur áfram með 34
hestafla hreyfli. Frétt þessi
barst um svipað leyti og
| fréttin um VW-1600, hinn
i nýja bíl verksmiðjunnar og
er talað um að auk þess
[ verði um verðhækkun að
ræða.
AAA^A/VWWWAA^W
I
ökumenn
Þegar blautt er í veðri
og pollar á götum ber að
varast að aka hratt eða
ógætilega fram hjá gang
andi fólki, og biðstöðum
strætisvagna.
Verði vegfarendur
fyrir tjóni á fötum af aur
slettum bifreiða ættu
þeir að hafa samband
við lögregluna og til-
kynna henni númer bif-
reiðarinnar. — b.
Einn liður í herferð ftala
J fyrir bættri umferðarmenn-
i ingu og minni slysahættu er
1 frumvarp sem liggur fyrir
, ítalska þinginu um að banna
i notkun slitinna hjólbarða.
* Samkvæmt því má ekki aka
[á hjölbörðum, ef munstrið
»sést ekki eða er minna en
1 einn millimetri á þykkt. Brot
| á reglum þessum varðar sekt
• um allt að eitt þúsund krón
1 um.
Reiknað er með að frum-
i varpið gangi f gegn áður en
faðalumferð sumarsins kemst
, í fullan gang. Þetta atriði
mætti eflaust taka til athug
1 unar hér á ind.
...**■“,
Herbert, ég endurbætti bílinn, svo núna tekur ha nn mikiu minna pláss ...