Vísir - 23.07.1965, Síða 5
V1 SIR . Föstudagur 23. júlí 1965.
5
utlönd í'morgim
útlÖnd í morgun
útlönd í morgun
utlönd í morgun
Sir ALEC DOUGLAS-HOME sagBi aí sér
flokksforaiennsku
í gær
Edward Heath líklegastur eftirmaður hans
Sir Alec Douglas Home fyrr-
verandi forsætisráðherra til-
kynnti í gær, að hann hefði á-
kveðið að láta af formennsku
flokksins.
í ræðu sem hann flutti á
fundi með þingmönnum flokks-
ins minnti hann á, að hann
hefði áður lýst yfir, að hann
myndi láta flokkseininguna
sitja í fyrirrúmi, og fela forust-
una öðrum, er hann teldi til
þess kominn réttan tíma.
Sir Alec verður leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, þar til
annar hefur tekið við af hon-
um sem flokksleiðtogi. Og hann
lýsti yfir á fundinum i gær, að
hann hyggðist vera þingmaður
áfram.
Sir Alec tók við forsætisráð-
herraembættinu í október 1963,
er MacMillan baðst lausnar,
og gengdi því þar til Harold
Wilson myndaði jafnaðarmanna
stjórn eftir kosningasigurinn á
síðastliðnu hausti.
Sir Alec gat sér mikinn orð-
stír sem utanríkisráðherra og
einnig sem forsætisráðherra, en
það var naumari sigur sem jafn
aðarmenn unnu en almennt
hafði verið búizt við. Þess er
að minnast, að Sir Alec tók við
er íhaldsflokkurinn var £ öldu
dal vegna hneykslismála þeirra,
sem leiddi til falls MacMillans.
Margir drógu í efa hæfileika
Sir Alec til forystu, þótt hann
hefði getið sér gott orð sem ut-
anríkisráðherra og nyti mikils
trausts. Því trausti hélt hann
sem forsætisráðherra, þótt stöð
ugt heyrðust raddir um, að með
tilliti til endurskipulagningar og
nýrrar sóknar væri heppilegt
að jmgri maður tæki við. Um
alllangt skeið að undanförnu
hefur verið talið víst, að Sir
Alec myndi láta af flokksfor-
ustunni, og nú hefur hann talið
rétt að annar taki við. sem ein-
ing' næst umi óidivg iii mojl
slöjla itií JíemBg eié Bjggiicj go
Margir hafa verið tilnefndif
sem líklegir til að verða fyrir
valinu, en einna mest hefir ver
ið rætt um þá Edward Heath
og Reginald Maudling, en sá
þriðji, sem einnig var talinn lík
legur, Iain Mc Leod, hefir til-
kynnt, að nafn hans verði ekki
á lista yfir formannsefni, er
gengið verður til atkvæða.
Búist er við, að úrslitin verði
kunn næstkomandi fimmtudag.
Þessir menn eru allir á bezta
aldri. Edward Heath er kunn-
astur sem talsmaður og samn-
ingamaður Bretlands í Brussel,
er leitað var samk'.mulags um
aðild þeirra að Efnahagsbanda
lagi Evrópu. Maudling er fyrr-
verandi fjármálaráðherra.
Nú, begar Sir Alec er að
Iáta af flokksíorustunni er
mjög ininnt á það, að semrlega
er það honum meira að þakka
en no.<.<-LiT, einum manni öðr
um, að íhaldtflokkiirinn fór
ekki verr út úr kosningunum á
síðasta ári en reyndin varð, og
það er engum vafa undirorpið,
að hann naut mikils og vaxanui
álits meðal þjóðarionar. Hann
þótti fastur fyrir og rökvfs í
öllum málfl ifn.ngi, harðskeytt
uríog oft 'inittinn. ér „hnútar
flupii jírfí bórð'* í neðri mál-
storúnn', óg'áð sumra áliti stóð
hann sig jafnan vel, er f brýni
sló mi’li bans og Harolds Wil-
sons, þótt mæ':ka hans ”æri
meiri.
SIR ALEC DOUGLAS HOME
Nasser ræðir á fjöldafundi brott-
flutning egypzka liðsins frá Yemen
EDWARD HEATH
NASSER ræddi á fjöldafundi f
Kairo í gær brottflutning hers
Egyptalands — 50.000 manna liðs,
9 frá Yemen og kvað hann mundu
|verða fluttan burt innan misseris
■■mhmiiuhmmwi— ef samkomulagsumleitanir milli
í Egyptalands og Saudi-Arabíu um
► Útför Syngmans Rhee fyrr 'i W5 í Yemen bera árangur.
verandi forseta Suður-Kóreu í Hann kvað liðið hafa verið til
var gerð í fyrradag í Honolulu. I nokkurra stöðva og vera hætt að
berjast — en vera reiðubúið til
árása á „lið sem dregið hefur ver
ið saman við landamæri Yemen, ef
samkomulag næst ekki um frið“.
Nasser talaði þannig digurbarka
lega að vanda, en athugendur
minna á, að þessi mikli her hafi
lftil afrek unnið, en vegna dvalar
hans f landinu hafa konungssinn
ar þó ekki getað náð völdum en
► í fyrradag laust eldingu nið
ur f benzfngeymi sem f voru
1,5 millj. litrar af benzíni. Þetta
var f Karlsrueh í Vestur-Þýzka
landi. Tjónið nemur að minnsta
kosti 1 milljón marka.
^ Einn af helztu ritstjórum
Kairoblaðsins AL AKHBAR hef
ur verið handtekinn. Hann er
sagður flæktur inn í stórmál, en
aðrar upplýsingar hafa ekki
fengizt.
34 ára gömul bandarísk
kona frú Sharon kom í fyrra-
dag til Honolulu eftir að hafa
siglt þangað í 25 feta seglbát
frá San Francisco. Hún lagði
upp 12. júní.
gengi þeirra að undanförnu hafi
skotið Nasser skelk í bringu. Þeir
hafa nýlega hertekið Marib einn
hinna stærri bæja í landinu, en
Egyptar hörfuðu þaðan. Þá hafa
margir fyrrverandi ráðherrar í
Yemen flúið land til Suður-Arabíu
og munu nú komnir til Saudi-
Arabíu. Ráðherrar þessir áttu sæti
f stjórn þeirri sem hrökklaðist frá
nýlega vegna ofríkis Sallals forseta
sem svo brá sér til Kairo og ræddi
dögum saman við Nasser.
FÓLKSFJÖLGUN - MATVÆLI
KRÖFUR
Egyptar hafa árum saman notið
mikillar efnahagsaðstoðar Banda-
ríkjanna, m.a. fengið frá þeim mat-
væli, sem í rauninni hafa haldið
lífinu í þjóðinni, og að sumra á-
liti hefði Nasser ekkj getað haft
her sinn f Yemen, ef hann hefði
ekki notið þessarar aðstoðar. En
nú er orðin stefnubreyting í Was-
hington.
Nasser sagði, að vegna þess að
þjóðinni hefði fjölgað um 8 y2
milljón væri mikil þörf matvæla —
og ef þau fengjust ekki áfram frá
Bandaríkjunum mundu þau fást
annars staðar. Kvað hann Banda-
ríkin hafa sett eftirfarandi skilyrði
fyrir að þeir létu Egypta fá mat
væli:
Að þeir skuldbyndu sig til þess
að framleiða ekki kjarnorkuvopn
Að þeir skuldbyndu sig til þess
að framleiða ekki eldflaugar —
og
Að þeir féllust á „bandarlskt
hernaðarlegt efrirlit".
„Ég er furðu lostinn yfir þessum
kröfum" sagði Nasser, ,,hvers
vegna er ekki blátt áfram tilkynnt
að land vort verði bandarísk ný-
lenda“.
Ræðan var flutt í minningu þess
að 13 ár eru liðin frá byltingunni,
sem færði honum völdin. — Nass-
er er nú 47 ára.
ÍWntim ?
Vrcntsmlója & gúmmfstfmplagoró
Elnholtf 1 - Stmt 29960