Vísir - 06.08.1965, Qupperneq 2
Sóknarmaður sendir boltann
framhjá markverði i tómt mark
ið. Áhorfandi hleypur inn á völl
inn og spyrnir boltanum í
burtu ... Hvað á dómarinn að
gera? Svaraið er að finna á þess
ari síðu.
V í S IR . Föstudíagur 67 'Wsi msí
Fjórir sundmenn héðau á
sundmót Norðuriundu
Guðmundur
Sundsamband íslands hefur á-
kveðið að senda eftirtalda fjóra
sundmenn til keppni á Sundmeist-
aramóti Norðurlanda: Guðmund
Gíslason, keppir í 100 m. skrið-
sundi, 200 m. flugsundi, og 400 m.
fjórsundi. Davíð Valgarðsson, kepp
ir I 100 m. skriðsundi, 400 m.
skriðsundi, 1500 m. skriðsundi,
200 m. flugsundi og 400 m. fjór-
sundi. Fylki Ágústsson, kepp'ir i
200 m. bringusundi. Árna Þ. Kristj
ánsson, keppir í 200 m. bringu-
sundi.
Mótið fer fram í Pori í Finn-
landi dagana 14. og 15 ágúst n. k.
Með hópnum fara Siggeir Siggeirs
son, stjórnarmeðlimur SSÍ, en
hann fer sem þjálfari hópsins. Erl-
ingur Pálsson form. SSl fer sem
fararstjóri. Erlingur mun jafnframt
sitja þing Sundssambands Norður
landa sem haldið verður í Pori
þann 13. ágúst. Flokkurinn fer ut-
an í dag, 6 ágúst, og mun dvelja í
Pori í viku fyrir mótið við æfing-
ar í 50 m lauginni þar.
Vegna þessarar farar og vegna
fyrirhugaðrar landskeppni við Dani
í nýju lauginni í Laugardal næsta
sumar, hefur SSÍ sett af stað
happdrætti til styrktar bágborn-
um hag sínum. Tala útgefinna
miða er aðeins 5000 og verð hvers
miða kr. 50.00. Sundsambandið
heitir á alla velunnara sunds'ins
að bregðast nú vel við og kaupa
miða.
Davíð
Fylkir
HVAÐ Á AÐ DÆMA?
Ámi Þ.
Herrmunn settinýtt heims-
met í3000m ígærkvöldi
Austur-Þjóðverjinn Sigfried
Herrmann setti f gærkvöld nýtt
heimsmet í 3000 metra hlaupi
á móti í Erfurt. Hann hijóp á
7:46,0 mín. sem er nákvæm-
lega 3 sekúndum betra en
gamla metið, sem Frakkinn
Michel Jazy átti og var sett 30.
júni í sumar f París.
Raunar getur Herrmann þakk-
að féiaga sfnum úr íþróttafé-
laginu Turbine í A.-Berlin að
hann setti metið, en hann hélt
hraðanum uppi Heltr sá Jtírgen
Maxmoor og er einn af beztu
hlaupurum heims um þessar
mundir.
E'.lefu hlauparar tóku þátt í
mótinu. Millitfmar voru þessir:
1000 metrar 2:38,0 - 1500
metrar 3:57,2 — 2000 metrar
5:19,0. Herrmann hljóp siðustu
400 metrana á 57.6 sek.
| Ferðafélag íslands ráðgerir eftir-
i taldar sumarleyfisferðir í ágúst:
Ferðafélag Islands
Ferðafélag íslands ráðgerir eft-
irtaldar ferðir um næstu helgi:
1. Hvítárnes-Karlsdráttur. Farið kl.
20 á föstudagskvöld, gist í Hvf-
árnesi og farið inn f Karlsdrátt
á laugardag.
Á laugardag kl. 14 hefjast 4 ferð
ir:
2. Hringferð um Borgarfjörð. Ekið
um Þingvöll, Kaldadal, Húsafells
skóg og gist þar í tjöldum. Á
sunnudag er farið um Hvítársíð
una f Borgarnes um Dragháls og
fyrir Hvalfjörð til Reykjavíkur.
3. Þórsmörk.
4. Landmannalaugar
5. Hveravellir og Kerlingarfjöll.
6. Á sunnudag er gönguferð á
Botnssúlur. Farið frá Austurvelli
kl. 9.30.
Upplýsingar og farmiðasala er
á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3,
Símar 11789 og 19533.
10. ág. er 6 daga ferð um Laka-
gfga og Landmannaleið. Ekið
austur að Kirkjubæjarklaustri,
um Síðuheiðar að eldstöðvun-
um. Síðan farin Landmannaleið
um Eldgjá Jökuldali, Kýlinga og
í Landmannalaugar.
18. ág. er 4 daga ferð um Vatns-
nes og Skaga.
18. ág. er 4 daga ferð til Veiði-
vatna.
Allar nánari uppl. eru veittar á
skrifstofu félagsins Öldugötu 3.
Símar 11798 og 19533.
•QI5J4BUI 1 SUBJ !ÖJaH uumoq gc
‘um ssia ?s uuueuipp }}oc[ spua
‘íSmjBJBUipp BUiæp gB B ÖB<J
HEIMDALLARFERÐ
w Á SUMARMÓT S.U.S.
Heimdallur F.U.S. efnir til ferðar á sumarmót ungra Sjálf-
stæðismanna, sem haldið verður í Húsafellsskógi helgina 14.—15.
ágúst næstkomandi.
Farið verður frá Valhöll við Suðurgötu kl. 2 á laugardegin-
um. Skemmtiatriði verða um kvöldið. Á sunnudeginum verður
Surtshellir skoðaður. Til Reykjavíkur verður ekið um Kaldadal.
Þátttakendur hafi með sér viðleguútbúnað.
Þátttaka tilkynnist í síma 17100. Verð kr. 325.00.
FERÐIZT MEÐ HEIMDALLI — FJÖLMENNIÐ Á SUMARMÓTIÐ