Vísir - 06.08.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 06.08.1965, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Föstudagur 6. ágúst 1965. „ Frakkar — * Framh. af bls. 9. reiknivélar og hér við eld- ^laugaskotin notum við ýmis rafeindatæki, sem við höfum keypt af bandaríska fyrirtæk- 'inu General Electric. En sam- starfið er miklu nánara á ýms- um öðrum sviðum eldflauga og geimrannsókna og einnig er um að ræða samstarf milli Evrópu- þjóða. Við höfum t.d. getað út- búið gervitungl og fengið þau send upp með bandarískum eldflaugum o.s.frv. Svo að það er engin ástæða að gera of mik ið úr samkeppni á milíi okkar. En hitt er svo annað mál, að við Frakkar viijum búa sem bezt að okkur og stefnum að því að smíða sjálfir okkar eld- flaugar. — Nú fyrir nokkru var um það talað að bandarísk flug- vél hafi flogið yfir frönsku kjarnorkustöðina Pierrelatte í njósnaskyni, að því er sumir halda. Hafa þeir líka kannski verið að fljúga hér yfir? Nú hlær M. Renou. — Ég get nú varla trúað því, segir hann, að hinum bandaríska flugmanni hafi verið falið það sérstaka verkefni að taka myndir af Pierrelatte. En annars stæð'i okkur hér alveg á sama þó bandarískar flugvélar flygju yfir okkur. Við höfum ekki nokkum skapaðan hlut að fela. íslenzkir símamenn. Nú vill svo til, að samtal okkar truflast í bili. B'ifreið hefur verið ekið niður sandinn og út úr honum stíga tveir islenzkir menn og koma til okkar. Þetta eru þá símamenr., fulltrúar íslenzkrar tækniþekk- ipgar og eiga að fara að tengja staðinn í símasamband við um heiminn. Ger'ist nú þáttur nokkur áður en túlkur kemur að. Það er handapat og and- vörp símamanna yfir þessu bölvuðu hrognamáli sem fransk- an er. Skógasandur er góður. M. Renou gefur sér síðan góð an tíma til að ræða við frétta- manninn og útskýra fyrir hon- um allar aðstæður. — 1 fyrra, segir hann, vor- um við á Mýrdalssandi hér tals vert mikið austar, en í þetta skipti höfum við fært okkur um set og er Skógasandur af mörgum ástæðum miklu hent- ugri staður til eldflaugaskots. Það er nú í fyrsta lagi fjar- iægðin frá Reykjavík og til við- bótar því, að hér fyrir austan eru brýr mjórri svo allirflutning ar á landi voru erfiðari að fara austur á Mýrdalssand. T.d. brú in hér rétt fyrir austan á Jök- ulsá á Sólheimasandi er svo mjó að hún oili erfiðleikum i fyrra. Þá er það talsvert þýðingar- mikið, að hér er ágætis sumar- gistihús, þar sem Skógaskóli er. Við þurfum nú ekki að búa í tjöldum heldur búum og borð um í Skógaskóla. Við erum nú orðnir um tuttugu og getum all ir sofið í einni kennslustofunni. — Hvað með rauðvínsvanda- málið? skýtur fréttamaðurinn inn í og minnist .vissra atvika, sem gerðust í fyrra austur í | Vik f Mýrdal. — Það er ekkert vandamál. Við verðum að fara í því eins og sjálfsagt er eftir íslenzkum lögum. Einu takmörkin sem þau setja okkur í því efni, er að við megum ekki vera með rauðvín á op'inberum veitingastöðum, sem ekki hafa vínveitingaleyfi. Og M. Renou heldur áfram að útskýra hve Skógasandur sé sérstaklega vel fallinn til þess- arar tilraunar. — Já, þá er næst að nefna það, að hér hjá Skógum er ágætur flugvöllur og mun það auðvelda okkur mjög alla flutninga h'ingað sér- staklega á hinum hárnákvæmu og viðkvæmu mælitækjum svo og á eldflaugunum sjálfum. Og þannig geta franskar flutninga- flugvélar flutt þessi tæki alla le'ið austur á Skógasand. Enn eitt hefur talsverða þýð ingu, að hér eru auðveldari að- stæður ti lað senda upp loft- belgi til veðurathugana. Það er ekki hægt að gera ef hvasst er og olli veðr'ið talsverðum töfum á Mýrdalssandi, þar sem hvergi var hægt að komast í skjól. Hér á Skógasandi höfum við til vara staði þar sem við get- um le'itað skjóls. Sé austanátt of sterk fyrir okkur getum við sent vetnishylki austur undir Pétursey og látið ioftbelginn á loft í skjóli hennar. Sé h'ins vegar vestan- eða norðanvindur getum við farið með útbúnað- inn upp að Skógafossi og feng- ið þar skjól. Mælingar í meiri hæð. — Hvers vegna, M. Renou, þurfið þið að endurtaka eld- flaugatilraunina, sem þið fram kvæmduð í fyrra? — Það er rétt, að það sem i við erum að rannsaka núna er I sama fyr'irbrigðið og í fyrra, I það eru Norðurljósin. En nú ; tökum við mælingamar talsvert i hærra í lofti, það er í 40 þús. : metra hæð á móti 30 þús. metr j um í fyrra. Er slíkt nauðsyn- . legt til að gera samanburð á ' Norðurljósunum i mismunandi ] hæð. | — Hvað verður franski flokk ; ur'inn stór, sem hingað kemur? j — Við erum nú sem stendur aðeins um 20 við að koma hús- um fyrir, enil þegar - ftllir eru komnir, verðum við 60, það er um 15 fleiri en í fyrra. Það staf ar aðallega af því að fle'iri j verða nú settir í það verk að j koma upp loftbelgjum. Það i verk þótti tefja fyrir í fyrra. ; — Kemur hingað aftur pró- 1 fessor Blamont, sá sami og ; stjómaði vísindatilraun'inni í i fyrra? — Já, hann mun koma aftur ! og stjóma verkinu. Skotið 24. ágúst. — Hvernig verjið þið frí- stundunum i Skógaskóla? — Það er ekki hægt að ; verja þeim á neinn sérstakan hátt, við hvílum okkur bara og ] látum timann líða. Það er á- j kaflega gott að í skólanum er ; sundlaug. Við höfum verið að j hugsa um að ganga á fjöll, | suma langar jafnvel að ganga á i Eyjafjallajökul, en ekki höf- i um við kom'ið neinum fjallgöng ; um í verk. — Og hvenær á svo að skjóta? — Þær verða tvær eldflaug arnar. Þeirri fyrri á að skjóta 24. ágúst og þeirri seinn'i nokkr j um dögum síðar. Vietnam — t-ramh af ais 7 Byrðin líkist poka fullum af; þvottasvampi og í úrhellisrign- i ingunni tekur hann í sig vatn- i ið og þyngist til muna. Síðasti mánuður regntímans verður vafalaust sá erfiðasti. Ég spái því að við eigum eftir að heyra illar fréttir í ágúst- mánuði af hrakförum og mann- falli í orrustum. Hið 50 þúsund manna viðbótarlið verður að vísu skjótlega flutt þangað, en það tekur sinn tíma fyrir ó- vana hermennina að venjast staðháttum og hinum sérstæðu bardagaaðferðum í skæruliða og frumskógahernaði. En svo úr því að fer að þorna þegar kemur fram í september gæti ég trúað að hinn blauti og þungi poki fari að léttast. Og aðalatriðið er þá, að kommún- istarnir í Hanoi og Peking læknist af þeim grillum sínum, að hvítu mennirnir muni alltaf gefast upp og láta undan síga. Kommúnistarnir hafa ennþá hafnað margítrekuðum friðar- boðum Johnsons forseta. Þetta gera þeir af því að þeir standa f þeirri meiningu að monsún- rigningarnar muni gefa þeim sigurinn. En þegar rigningarnar líða hjá gæti fyrst orðið von- um að þeir létu „sansast" og fáist til að setjast að græna! samningaborðinu. Það er sú | Iækning sem Johnson forseti; stefnir að á hinum strfðelsku köppum austur í Peking, að-1 eins þetta einfalda tilboð hans j um að þjóðimar reyni nú að ! fara að lifa í friði saman ára- j tug eftir að sá gamli synda-1 selur Stalin féll frá. Þorsteinn Thorarensen. I — i Kvikmyndir — i Framh at ois. 8 ; síns tíma og vantar festuna og j siðferðisþrekið. Svo fer, að þeir ! eru allir látnir lausir vegna i skorts á sönnunum, en þeim úr! skurði vill almenningur ekki! hlíta, og koma endalok mynd- j arinnar áhorfendum óvænt. j Myndin er kannski dálítið lang j dregin á stöku stað, en hún j er um margt stórathyglisverð, j og ekki sízt sem ádeila á kvið- j dómsfyrirkomulagið og það er ] einn beztleikni og athyglisverð ; asti kafli myndarinnar, er kvið dómendur ræða Iíkurnar. með ísbijog móti fyrir sekt hinna þriggja grunuðu hvers um sig. Um leikara, áuk þeirra, sem : nefndir hafa verið. ber sérstak j lega að nefna Pascale Audret, ] sem leikur Agnesi (unnustu i Johnny og einkaritara auð- j mannskonunnar) og Marie Dea, i sem leikur hina auðugu konu. Val í önnur hlutverk hefur vel tekizt. — 1. Sí&efveiði —. Frh af bls. 16: Sveinbjörn Jakobsson, SH, 400, Ágúst Guðmundsson II., GK, 150, Grótta, RE, 600, Gnýfari, SH, 500,! Amfirð'ingur. RE, 900 Skagfirð- ingur, SH, 1000 tunnur, Kambaröst SU, 1000, Jón Þórðarson, BA, 900, Pétur Jónsson, ÞH, 450, Sæþór, ÓF, 800, Sæfaxi, NK, 1300 mál og tunnur Rifsnes, RE, 1000, Fram- nes IS, 1700 mál, Gísli lóðs, GK, 150, Einir, SU, 1250, Blíðfari, SH, 500, Guðbjartur Kristján, 900 Guð mundur Péturs IS, 2000 tunnur, S'igurður Jónsson, SU, 1500, Faxi, GK, 1000 Guðrún Þorkelsdóttir, SU, 1000, Bára SU, 1000 tunnur. Karfélliir — aic at bls l í fyrra hefðu verið notaðar þá um tíma meðan kartöflurnar voru nýjar. Taldi Jóhann þessar umbúðir vera mjög hentugar fyrir kaupendur ekki sízt meðan kartöfíurnar væru svo dýrar. Að vísu seldi Grænmetisverzlunin umbúðirnar undir kostnaðar- verði, sem væri ekki hægt til frambúðar, en það stafar af því að Verðlagsnefnd heldur fast við fimmkílóapokana og neitar verðálagi sem bæri uppi aukakostnað vegna umbúð- anna, sem væru tiltölulega að- eins dýrari á kíló en fimm- kílóaumbúðirnar. Telpa fyrír bíl á Hólmavík Þriggja ára telpa var flutt með . stað og hafði ekið nokkum spöl, flugvél frá Hólmavík til Reykja-; áður en hann varð stúlkunnar var. víkur i gærdag, eftir að hún hafði I Ökumaðurinn flutti barnið á orðið fyrir bíl. Telpan, sem heit'ir j sjúkrahúsið þar sem meiðsli þess Vala Björk Þórhallsdóttir hafði j voru rannsökuð. Ekki var álitið verið fyrir framan bíl frá Reykja | að Vala Björk hefði brotnað, en til vík, sem var að taka benzín, án | öryggis var hún send hingað til þess að ökumaður bílsins veitt’i Reykjavíkur og liggur hún nú hér henni athygli. Eftir að ökumaður á sjúkrahúsi. inn hafði tekið benzín ók hann af I Stálu viileguútbún aSi frá ferSafólki Rannsóknarlögreglan hafði í gærkveldi hendur í hári tveggja pilta sem stálu viðleguútbún- aði á bilastæði Bifreiðarstöðvar íslands sl. mánudag. Piltamir sem em 13 og 14 ára voru að koma úr Húsafellsskógi, þegar þeir tóku þennan viðlegubún- að af bílastæðinu. Létu þeir þama greipar sópa og tóku eins mikið með sér og þeir mögulega gátu borið m. a. tóku þeir fimm svefnpoka, tvo bakpoka, eitt tjald og nokkrar töskur. Búast má við að allur þessi far angur sé eign fólks sem var að koma úr Húsafellsskógi. Eft ir að hafa hirt þennan viðlegu- búnað tóku piltarnir leigubif- reið og fluttu í henni farang- urinn frá staðnum. Báðir em þessir piltar kunningjar lögregl Leigið bát, siglið sjálf Það em tilmæli rannsóknar- Iögreglunar að það fólk sem var að koma úr Húsafellsskógi og teiur sig sakna einhvers af fyrmefndum viðlegubúnaði hatí samband við Tómas Einarsson í Rannsóknarlögreglunni og hafi jafnframt meðferðis nafnskír-1 teini. BÁTALEIGAN^ BAKKAGERÐ113 SÍMAR 34750 & 33412 ÓDÝRAR ÍBÚÐIR 2ja herbergja íbúðir í borgarlandinu. Tilbúnar undir tréverk og málningu. Suðursvalir. Sérlega skemmtilegar íbúðir. Kaupfesting kr. 75.000.00. 3ja herbergja íbúðir, tilbúnar undir tréverk og málningu. 4ra herbergja íbúðir, tilbúnar undir tréverk og málningu. 5 herbergja íbúðir, tilbúnar undir tréverk og málningu. Komið og skoðið teikningar í skrifstofunni. HÚS OG SKIP fasteignastofa LAUGAVEGI 11. Sími 2 1515. Kvöldsímar 23608 og 13637 Ársgamall köttur Ársgamall svartur köttur hvarf að heiman frá Hjarðarhaga 60, miðvikudagskvöld. Sími 17232.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.