Vísir - 06.08.1965, Qupperneq 11
Það eru 34 ár
i
á inilli þeirra
Brúðhjónin ganga fram hjá hópi fréttamanna eftir að fréttirnar
um giftinguna höfðu spurzt út.
SiiiiiiPiS
iæ;agffij!!,^Hsa
|
I augum
útlendinga
Gary Grant er orðinn 61 árs
gamall en hin nýja eiginkonu
hans er aðeins 27 ára
í einkaherbergi f hjúkrunar-
heimili í Bristol, Bretlandi, þar
sem sumarsólin sendi heita
geisla sína inn um gluggann
tók hin nýja frú Gary Grant
hanzkann af vinstri hendi til
að sýna nýju tengdamóðurinni
giftingarhringinn sinn.
Eiginmaðurinn, sem sat við
hlið móður sinnar sagði:
— Okkur langaði til að koma
til þfn áður en þetta yrði til-
kynnt opinberlega. Og móðir
Ieikarans, hin 87 ára gamla frú
Elsie Leach sem er „fjörug eins
og golfkúla,“ að því er hjúkr-
unarkonan sagði, óskaði þeim
innilega til hamingju.
Hinn forríki 61 árs gamli
kvikmyndaleikari og unga brúð
urin hans, Diane Cannon, 27
ára gömul héldu ' síðan frá
hjúkrunarheimilinu f Rolls
Royce-bifreið til íbúðar móð-
urinnar, en það var ekki I
fyrsta skipti, sem þau komu
þangað. Ráðskonan var önnur
í röðinni í Bretlandi, sem fékk
að vita um giftingu þeirra —
fjórða hjónaband Grants — og
sagði að þetta væri f annað
skipti sem þau kæmu saman
þangað á heimilið, — þau hefðu
dvalið þar um jólin. Og á laug
ardaginn hurfu þau skynd'ilega
frá hótelinu f Bristol, þar sem
þau höfðu átt sitt hvort herberg
ið, og enginn vissi hvert.
loirJoJ c)i-i:í I?annig,# Cary Grant eiginkonuna sína fyrst, fyrir
fjórum árum síðan. Þá var hún lítið þekkt sjónvarps-
leikkona.
Þau fóru þaðan klukkan hálf
sjö og tóku tvær ferðatöskur
með sér. Vin'ir þeirra voru með
þeim.
Þetta var það eina, sem Anth
ony Faramus, einkabílstjóri
Gary Grants fékkst til þess að
segja ferðamönnum.
Frú Clara Friesen, móðir
brúðarinnar, sagði á sunnudag
inn í Hollywood:
— Við brunnum alveg í skinn
inu eftir að geta sagt öllum
frá þessu. Auðvitað vissum við
það fyrir löngu síðan og við
vorum viðstödd giftinguna f
Las Vegas. Hr. Grant hitti dótt
ur okkar fyrir fjórum árum sfð
an og við höfum verið voðalega
spennt fyrir að fá hann sem
tengdason.
Hann sá Diane fyrst í sjón-
varpsþætti og lét síðan ná f
umboðsmann hennar og bauð
henni hlutverk í kvikmynd sem
hann var að láta gera.
Þetta er í fjórða skiptið sem
Gary Grant gengur í heilagt
hjónaband. Fyrst kvæntist hann
Virginu Oherrill árið 1934 —
fjórum árum áður en núverandi
eiginkona hans fæddist. Árið
1942 kvæntist hann svo hinni
stórríku Barböru Hutton og í
þriðja skiptið 1949 leikkonunni
Saga spegilsins er saga hé-
gómagirndarinnar, sagði og
skrifaði einhver skröggurinn,
þegar hann var orðinn svo gam
all og Ijótur að hann þorð’i ekki
að sjá framan í smettið á sjálf
um sér... Eflaust hafa þeir
líka verið á svipuðum aldri,
sem komu þeirri sögu af stað
f dentíð, þegar mannfólkið —
en þó fyrst og fremst kvenfólk-
ið — hafð'i ekki annað en skugg
sjá vatnsins til að skoða sig f,
að sá leiði sjálfur kæmi í Ijós
undir yfirborð'inu, þegar maður
hefði dáðst nógu lengi að speg-
'inmynd sinni.... og ekki nóg
með það, að hann glotti ill-
kvittnisiegá sá skratti, heldur
opnaði hann ginið og gleypti
ásjónu Viðkomandi í vatninu og
þar með mikinn hluta af svip
hans og persónuleika ... Jú,
þeir kunnu að koma orðum að
því, þessir speglahatarar í
gamla daga, kannski eiga vís-
indamenn líka eftir að kom-
ast að raun um að þessi kenn-
ing hafi við einhver rök að
styðjast eins og ýmsar aðrar
gamlar bábiljur ... af blaða-
greinum og útvarpserindum
virðist á stundum helzt mega
ráða, að augu útlendinga séu
sá spegill, sem þjóðin skoði á-
sjónu sfna í — og sömu heim-
ildir benda einnig til, að hún
geri talsvert af því — það er
kannski ekki nema eðlilegt, sé
þess gætt að þjóðin er ung og
orðið „þjóð“ kvenkyns að
auki... en þá er það hættan,
sem gömlu skarfarnir vöruðu
Við — að sá leiði sjálfur opn-
aði ginið. Við látum að vísu
ekki hræða okkur lengur með
draugasögum í sólskini, en
engu að síður væri kannski
e'ins hollt að hafa þessa viðvör-
un bak við eyrað. Það er aldrei
að vita, nema hún hafi við
eitthvað að styðjast. Og ógam
an væri það, ef þjóðarásjónan
glataði öllum svip og sérkenn-
um í kjaft Kölska fyr'ir þetta
spegilgláp sitt... Það er jafn-
vel ekki laust við, að sumir
haldi því fram að eitthvað sé
farið að bera á þessu, en það
eru helzt nöldrarar af gamla
skólanum, sem ekki er mark á
takandi. Eigi að síður, þá . . ..
Kári skrifar:
Tjað er ekki vika milli stórhá-
tíða nú orðið — um helg-
ina verður haldin hin árlega
þjóðhátíð í Eyjum og hefst
reyndar um sVipað leyti og
þetta blað kemur út.
Engin lögregla.
1 gær hófst ferðamanna-
straumurinn til Eyja af fullum
krafti og haft er fyrir satt að
með flugvélunum suður hafi
skotizt einn og einn Eyjabúi að
leita friðar á „meginlandinu"
En það er þó eftirtektarverðast
við þessa næstum aldagömlu
hátíð, að á mótssvæðinu f Herj-
ólfsdal sézt ekki einkennis-
klæddur lögregluþjónn allan há-
tíðartímann. Það ber vott um,
að þeir sem sækja þessa hátíð
kunni sér hóf þótt enginn þurfi
að búast við að þar verði al-
gjör „þurrkur" Vonandi verð
ur svo á þessari hátíð, að ekki
þurfi að kalla á lögregluna til
að fjarlægja ölóða menn.
Verzlað út um
bílgluggann.
JSR skrifar eftirfarandi bréf
og kvartar undan lélegum ak-
vegi að bílaverzlun á Kópa-
vogshálsi:
„Undanfarið hef ég rennt suð-
ur í Hafnarfjörð stöku sinnum,
bæði til að heimsækja kvik-
myndahús og til annarra hluta.
Á he'imleiðinni hef ég oftlega
komið við á Kópavogshálsi og
verzlað þar við sælgætisbúðina
sem þar er, enda mjög heppi-
legur staður fyrir þá sem ekki
nenna að fara frá bílstýr'inu
til að kaupa sér eitthvað f gogg
inn.
Aðkeyrslan í ólagi.
Þetta er hin bezta verzlun,
hefur á boðstólum góðan ís og
pylsur meðal annars. En þá er
komið að því, sem mér finnst
athugavert og það er aðkeyrsl-
an að verzluninni. Holurnar
þarna hafa verið að dýpka í-
skygg'ilega mikið að undan-
förnu og nú má heita að ófært
sé að leggja upp að. Eins er
stórhættuleg umferð gangandi
fólks á svæðinu fyrir framan.
Geta nú eigendumir ekki látið
lagfæra þetta og gert svæð’ið
eitthvað f líkingu við það sem
er hjá Nestunum, sem stöðugt
eru til fyrirmyndar hvað snert-
ir snyrtimennsku og um-
gengni?"
«BKV