Vísir


Vísir - 06.08.1965, Qupperneq 15

Vísir - 06.08.1965, Qupperneq 15
VfSIR , Föstudagur 6. ágúst 1965. 15 JENNIFER AMES: Mannrán °g ástir SAGA FRÁ BERLÍN — Af hverju stendurðu héma j masandi við þennan karlbjálfa, sagði hann ergilega, er hann var j alveg kominn til þeirra. Hann kom ekki fram af sama glæsileik og virðuleik og vanalega. Og hann hafði ekki taumhald á skapsmun- um sínum, — eitthvað hafði farið öðru vfsi en hann ætlaði, að því er virtist. Linda reyndi að brosa. —. Það var svo sem ekki neitt. Ég spurði hann bara hvort hann hefði orðið var. Og gamli maður- inn lofaði mér fyrsta urriðanum sem hann fengi 1 dag. Mér þykir góður urriði einkanlega eins og hann er framleiddur i Frakklandi. Hann svaraði henni ekki beint, en sneri sér að fiskimanninum. — Hver í djöflinum hefur veitt þér leyfi til að dorga hér. Komdu þér burt, helvftið þitt... Röddin var köld, ógnandi. Lindu rann eins og kalt vatn milli skinns og hörunds. - Já ,ég skal fara. Mér þykir leitt ,að návist mín skyldi reyta yður til reiði, sagði David á full- kominni þýzku, ég fékk leyfið með an þér vomð fjarverandi, herra yfirhershöfðingi. 16. kapituli Það ríkti dauðakyrrð stutta stund. Linda gat ekki trúað sinum eig- ir eyrum. Þögull safnaði David saman því, sem hann var með, og sagði um leið og hann fór: - Verið þér sælar ungfrú, ver; ið þér sælir herra yfirhershöfð- j ingi. Linda horfði á Hans eins ogj hún gæti ekki enn trúað því, að j þetta gæti verið rétt, sem hún i hafði heyrt. Það var nú hörkusvipur á hinu! fagra andliti hans. - Já, Linda, ég er hershöfðing- j inn, en ég hefði heldur kosið að i þú heyrðir það af mínum vörum,; en ekki þessa gamla þorsks. - Gamla þorsks, sagði Linda hlýlegri röddu og hún varð sér þess meðvitandi, að hún varðveitti! nú leyndarmál, sem gerði hana hug ! djarfa og sterka. Og það var ekki David, sem var „þorskur", heldur Hans. David hafði opnað augu hennar. Hann hafði aðvarað hana og sýnt henni fram á hver var hinn sameiginlegi fjand maður þeirra og ekk'i aðeins þeirra heldur og fjandmaður allra frjálsra manna, herra Sell. kommúnistinn, yfirhershöfðinginn. Var það nokk ur furða þótt hann gæti farið frjáls ferða sinna milli Vestur- og Austur-Berlínar. Nú lágu mörg smá atriði ljóst fyrir — svo að gátan var auðleyst. Faðir hennar hafði heimsótt hann þetta síðdegi. Og það var Hans Sell sem stóð að baki ráninu. Og orðsendingarnar, sem hún hafði fengið og urðu henni hvatning að fara til Austur- Berlínar, hlutu að hafa komið frá honum. — Varst það þú, sem sendir mér orðsendingarnar?, spurði hún kulda lega. — Við skulum orða það svo, að ég hafi séð svo um, að þú hafir fengið þær. — Ég skil, allt sem þú sagðir var lygi, - til þess að Iokka mig hingað. — Lokkaði þig, endurtók hann og Iyfti brúnum. Hvernig geturðu sagt annað eins og þetta Linda, sagði hann. Þú komst hingað af frjálsum vilja. Manstu ekki, að ég gaf þér fyrirskipun um að halda kyrru fyrir í Austur-Berlín, en þú komst hingað gegn vilja mínum. Er ég ámælisverður fyrir það? — En þú vissir að ég mundi koma þegar í stað, er þú sendir mér orðs.endinguna um, að faðir minn væri veikur og þyrfti á mér að halda. Allt sem þú hefur sagt mér er lygi og aftur lygi. Ég var viss um, að pabbi hafði ekki verið í íbúð þinni síðdegis er hann fór úr gistihúsinu. En ég trúi þér ekki lengur. Hann var þar og það varst þú, sem sást um að koma honum til Austur-Berlínar. Hann kemst aldrei héðan. Það er óhugsandi jafn stranglega og hans er gætt. Og þú vildir ná mér hingað Ifka. Kannski reyndirðu að friða samvizku þfna með aðvörunum. Hvers vegna. — Vegna þess, að ég vildi að þú veldir Linda. Ég vildi ekki neyða þig til þess að koma. — En það gerðirðu — þú viss- ir að ég mundi koma. — Kannski ,en ertu ekki glöð yfir að vera komin hingað? Þú hefir fengið tækifæri til þess að heilsa upp á föður þinn. — Já en hve oft hef ég ekki ferð hann fær. Enginn gerir neitt honum til hjálpar. — Okkar eigin læknar hafa stundað hann. — Já en hve oft hef ég ekki sagt þér, að það er bara einn mað ur hér f Þýzkalandi, sem getur hjálpað föður mínum. Ég hefi marg sinnis óskað eftir því að fá að tala við yfirhershöfðingjann um málið, en þú lézt sem þú mundir spyrja hann — sjálfan þig eins og nú er komið í ljós. — Kannske þetta geti orðið, Linda, það er allt undir þér sjálfri komið. — Mér? Hvað áttu við með þessu? Rödd hennar titraði, þótt hún hefði reynt sem hún gat að varð- veita ró sfna. — Undir þér sjálfri, endurtók hann. Þú ert óheimsk, Linda. Gott og vel, ég er hæstráðandi hér. Ég j blekkti þig varðandi sumt, en ég verð að gera skyldu mína, og ég | hafði fyrirmæli um það frá hæstu stöðum, að koma föður þínum hing að austur yfir. Mig langaði ekkert til að framkvæma þær fyrirskipan ir. Mér geðjaðist að prófessornum, en það var ekki eingöngu um stöðu mína að ræða, ef ég neitaði að hlýða, heldur líf mitt. Og ég hafði fyrirmæli um, að þú ættir að koma á eftir föður þínum hing- að til hallarinnar. — En hvers vegna vildu þeir fá mig hingað? Ég er ekki vísinda- maður. Hvaða not gætu þeir haft af mér? Hann horfði á hana, næstum raunamæddur yfir skilningsleysi hennar. — Ég furða mig á, að þú skulir ekki hafa komizt að niðurstöðu um þetta. Faðir þinn er mikill vís indamaður, bráðgáfaður — og hygginn og séður að sama skapi. Með hjálp vina gæti hann kannske j komizt undan. En hann mundi ekki flýja, ef hann yrði að skilja þig eftir hér. Þú ert hér til trygg- ingar því, að hann leggi ekki á flótta. Þú ert því eins mikilvæg flokknum og hann. — Svo að það var þess vegna, að þú komst því svo fyrir, að ég lenti hér. Þú lést þér í léttu rúmi liggja hverju þú laugst í mig. Hann horfði á hana rannsakandi augum. — Hlustaðu nú á mig, Linda. Þú ert ósanngjöm. Það var eftir- lit með öllum skilaboðum, sem þú fékkst. En var það ekki ég, sem varaði þig við að fara eftir þeim? Ég bað þig um að halda kyrru fyrir í Vestur-Berlín. Ég bað þig um, eftir að þú varst komin til Austur-Berlínar, að fara þaðan ekki, án þess að tala við mig fyrst. Þú verður að játa, að ég gerði fyrir þig það, sem í mfnu valdi stóð. Ég harma það, að, þú veizt að ég er yfirhershöfðinginn. Ég hélt, að það myndi fara betur á með okkur, við myndum njóta betur samvistarinnar, ef þú þekkt- ir mig sem systurson Engelberts greifa. Ég óska, að þú framvegis lítir þannig á mig, lærir að elska mig sem frænda hans. Það ætti ekki að vera ógerlegt fyrir þig. Þér geðjaðist að mér sem Hans Sell. Þú lést mig kyssa þig. Haltu áfram að hugsa um mig sem Hans, sem aðdáanda þinn ... Hann dró andann djúpt og bætti við: ... sem vin þinn. — Hvernig ætti ég að geta litið á þig sem vin eftir allar lygar þínar. Það var heil lygakeðja. Hvemig gæti ég nokkurn tíma vitað hvort þú segði mér satt? — Viltu ekki að minnsta kosti gefa mér tækifæri til þess að sanna, að ég sé vinur þinn? Hann tók utan um hana og reyndi að draga hana að sér. — Reyndu að treysta mér, ást- in mín. Hvað sem þú heldur um mig er ást mín til þín sönn. Ég hefi elskað þig frá þeirri stund, er ég fyrst leit þig í fomgripa- vefzluninni. Og ég heitstrengdi þá, að sá dagur skyldi upp renna, að þú yrðir mín — og þú verður það, ég er sannfærður um það, Linda. — Hvernig getur þér dottið í hug, að ég vilji nokkurn tíma hafa nokkuð saman við þig að sælda? sagði hún hásum rómi. Þegar hann varð var fyrirlitn- ingarinnar í rödd hennar varð hann sótrauður af reiði. — Ég framkvæmi það, sem ég hefi ætlað mér, Linda. Ég sagði þér, að ég yrði vinur þinn áfram, en ef þú hafnar ást minni, muntu reyna, að ég er hættulegur fjand- maður. Þú veizt það, er ekki svo? Þú' skilur þaöí' Hið fagra andlit hans var af- skræmt af reiði. Og svo hélt hann áfram: — Líf þitt er 1 mfnum höndum — og líf föður þíns. Viltu að hann steypist fram af gilbarminum þarna, endi þar líf sitt? — Segðu þetta ekki, Hans, segðu þetta ekki! Kuldalegt, grimmdarlegt bros kom fram á varir hans. — Þér finnst það ekki skemmti- leg tilhugsun? Láttu þá skynsem- ina ráða. Þú ein getur hindrað, að þetta gerist. Nú varð rödd hans aftur hlý og innileg: — Ó, ástin mín, elsku Linda mín, láttu mig ekki neyðast til að gera það, sem ég vil ekki gera. Geturðu ekki elskað mig? Hann þrýsti henni að sér. Hún reyndi að ýta honum frá sér, en skorti mátt til þess, en allt 1 einu hafði gamli fiskimaðurinn komið hávaðalaust að þeim. — Afsakið, að ég trufla, herra yfirhershöfðingi, sagði hann næst- um f auðmýkt, en mig langar til þess að færa ungfrúnni þennan urriða. Ég var að veiða hann rétt f þessu. VÍSIR ASKRIFENDAÞJOIMUSTA Askriftar- . . siminn er Kvartana- 11661 vfrka daga ki. 9 — 20, nema jj :ti;gardaga kl. 9—13. WÍSKR KÓPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. A R Z A N Meðan Tarzan dvelst örugg- ur um borð í fljótabátnum nær hann sér smám saman eftir eitur- skammt þann, sem samsæris- N0B0PY STOPS «AE FKOM CfRRyiNÞ OUT OUK CHIEF'S ORFERSÍ HE WANTS, TARZAN...8EF0RÉ TQKIISHTl j—' mennirnir höfðu byrlað honum. Fyrst sköðum við himanavélina svo að hún verði eins og særður fugl og geti ekki flogið í burtu. Ég skal biðjast afsökunar Koz- enku fyrir að skjóta byssuna úr hendi þér, sem þú miðaðir á mig, ef þú afhendir mér Tarzan án frekari deilna. Enginn varnar mér þess að framfylgja fyrirskip- unum foringja okkar. Hann vill fá Tarzan fyrir kvöldið. HAFNARFIÖRÐUR Afgreiðslu VlSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVÍK Afgreiðslu VlSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.