Vísir - 06.08.1965, Síða 16

Vísir - 06.08.1965, Síða 16
Viðbotnum ekkertí veðráttunni" — segja Kjósarbændur sem eru að Ijúka heyskap í Kjósinni er fyrri slætti viB- ast lokiS og sums staðar eru bændur langt komnir með selnni sláttinn. Hafa bændur hlrt og verkað af nær öllum túnum þar f sveit. Þótt heyjað sé yfirleitt fyrr á sumri hér sunnanlands en annars stað ar á landinu, má þetta teljast snemmt — eða ailt að því hálf um mánuði fyrr en undanfarin sumur, miðað við meðalárferði. „Maður man ekki eftir ákjós- anlegri heyskapartíð", sagði bóndinn á Þúfu, Bjami Jónsson, þegar blaðamaður Vísis kom við hjá honum á ferð um Kjósina í gærdag. Svipuð orð létu falla bændumir á Neðra-Hálsi, Oddur og Gísli AAdréssynir og enn- fremur feðgamir á Meðatfelii, Gísli og Ellert. Víðast í Kjósinni hófst sláttnr um miðjan júní. Á Þúfu var byrjað að slá 10. júni sem má teljast einsdæmi. Bændumir sögðu, að þeir hefðu aldrei ver ið svona snemma í því. Þeir þakka þetta tíðarfarinu í sumar og síðastliðnum vetri: „Það er svo langt frá þvi að geta kall- azt vetur“ sagði einn bændanna, „enda segja gömlu mennimir, sem muna aðra tíma, klofófærð og umbrot að þeir botni ekkert í þessu“. Svo bætti hann við: „Það er orðið svoddan öfug- streymi í öllu í dag — það nær til höfuðskepnanna líka“. Heyin hafa verið hirt jafnóðum í Kjósinni. í gærdag voru bændurnrr að Neðra-Hálsi, þeir bræður Gísli og Oddur Andréssynir og böm þeirra í óða önn að verka vothey úr seinni slætti. Gísli og Iitlir vinnumenn eru að leggja síðustu hönd á heymokstur við hlöðuna. 31 SKIP FENGU 31, 700MÁL OG TUNNUR Sfldveiöin var miklum mim mlnni undangenginn sólarhring, en sólarhrlngtan næsta á undan, en þá var aflinn um 60.000 mál og tunnur, — nú um 31-32 þús. tunn ur. Er hér um að ræða afla af færri skipum og auk þess kemur til greina hve Iangt er orð'ið á miðin en aðalveiðisvæðið nú er 170 mílur austur af norðri frá Dalatanga. Sfldarleitinni á Dalatanga til- kynntu 28 skip afla samtals 28.750 mál og síldarleitinni á Raufarhöfn Peningum stolið í Tjarnargötu 3 I gær var lögreglunni tilkynnt að brotizt hefði verið inn í íbúð í Tjarnargötu 3. Ekki er vitað um hvenær innbrot þetta hefur verið framið, en húsráðandi hefur ekki verið heima að undanförnu. Þjóf- urinn mun hafa farið 'inn í svefn- herbergi, fundið þar peningakassa í klæðaskáp með um 4 þús. kr. í peningum. 3 skip, samtals 2950 mál. Ágætt veður var á síldarmiðun- um-sl. sólarhring, r tu\ú Þessir bátar tilkynntu afla: Loft- ur Baldvinsson, EA, 1250 mál, Víð'ir n„ GK, 900 tunnur, Keflvík ingur, KE, 800 mál, Björgvin, EA 2850 mál og tunnur, Helga Guð- mundsdóttir, BA, 2500, Baldur, EA 1300, Skarðsvík, SH, 200 mál, Mummi, GK, 300, Heimir, SU, 1600 Rramh S bls 6 Á Þúfu var ungur herramaður, Guðmundur Þorsteinn Veturliðason (Gunnarssonar listmálara) að sæta galta. Þetta var taða frá „beiju- nögum“, etas og Bjarni bóndi Jónsson nefndi túnblettinn, þar sem heyið var tekið. Tíu af hundraði hneyksiuðust Leikför Þjóðleikhússins nær lokið Um síðustu helgi kom einn af fjórum leikflokkum, sem hafa verið í leikför um landið, aftur til Reykjavikur. Var þetta leik fiokkur Þjóðleikhússins, sem sýndi leikritið „Hver er hrædd- ur við Virginíu Woolf?“ á 48 sýningum víðs vegar um landið eða á um 40 stöðum alls. Blaðið hringdi í Róbert Am- finnsson, sem leikur eins og kunnugt er annað aðalhlutverk leiksins og spurði hann um við- tökumar. — Ég tel að aðsóknin hafi verið mjög sæmileg. Þess ber að gæta að leikrit'ið var bannað öllum innan 16 ára aldurs, en úti á landi eru V3 áhorfenda börn og unglingar og það gerði dálítil afföll hjá okkur. Miðað við að þetta leikrit er alvarlegs eðlis var mjög saemileg aðsókn. Við byrjuðum þann 3. júní að fara austur fyrir fjall og sýna og fórum þá frá Reykjavík en aðalleikförin hófst 19. júní. Við byrjuðum i Borgarfirðinum, þræddum síðan alla útkjálka fórum inn í Dali og vestur á firði síðan norður og austur um Nú em.aðeins Vestmannaeyjar eftir og er ekki afráðið enn hvenær verður farið þangað. Það var sammerkt með öll- um sýningum, að hvar sem við komum var mjög góður rómur gerður að leikritinu og mjög góð stemn'ing var í húsunum. Á Akureyri, sem er stærsti staðurinn, sem við komum á, fengum við þrjú sneisafull hús svo að miðað vis það var að sóknin mest þar, en v'ið fengum líka troðfull hús á Norðfirði, ísafirði og Húsavik. Ekki tel ég að leikritið hafi valdið hneykslun, ég hef fyrir- hitt aðeins einn mann, sem spurð'i að því hvernig stæði á þvi að Þjóðleikhúsið væri að senda þessa bölvaða vitleysu út á land. En það eru fáir, sem ekki sjá a.m.k. bókmenntalegt gildi verksins. Ef á að leggja þetta saman tel ég að 40% áhorfenda hafi not ið leikritsins og skilið það, 30% sem bara nutu þess, 20% fannst það ágætt, en 10% voru sömu skoðunar og karlinn Fólk er það skynsamt að það sér að þetta er gott leikhúsverk. Vörubíll ónýtur eftir bruna Bifreiðastjóri svínabúsins að Minni Vatnsleysu sló úr pípunni sinni þegar hann var kominn i Hvassahraun fyrir sunnan Hafnar fjörð i gærdag. Stuttu seinna veitt'i hann þvl athygli að mikill eldur var kominn i spæni, sem hann var að flytja á bílpallinum. Slökkviliðið í Hafnarfirði kom fljótlega á vettvang, en pallurinn var þá í björtu báli. Slökkvistarf ið var mjög erfitt vegna vatns- skorts og urðu mjög miklar skemmdir á vörubílnum. Afturhluti hans brann gersamlega og stýr- ishúsið skemmdist mikið. Þá brunnu hjólbarðarnir og framrúð- an sprakk. Bíllinn var fluttur aí staðnum með dráttarbfl og mé telja hann ónýtan eftir brunann

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.