Vísir - 06.08.1965, Síða 7

Vísir - 06.08.1965, Síða 7
V1S IR . Föstudagur 6. ágúst 1965. MEBAN RE6NIÐ FELLUR Johnson forseti tók mikilvæg- ar ákvarðanir varðandi Viet nam styrjöldina í síðustu viku. Ákvörðun hans mætti lýsa með kunnum vísuorðum Hannesar Hafsteins: — Fram skal stauta blautar brautir, buga þraut, unz fjörið deyr. Brautir bandarlskra her- manna í Vietnam eru sannar- lega votar um þessar mundir, þegar monsúnstormarnir fara þar hamförum og lemja regn- skýjaþykknum yfir frumskóga klædd fjöll, svo allt landið breyt ist í fljótandi víti. Er mesta synd að þessir hermenn, sem nú verða að þola miklar mann raunir skuli ekki hafa tækifæri til að læra karlmennskulegan hcag hins íslenzka skálds til að stæiþ og herða upp hugann. Og i allri þessari skvompu af úrhellisdembum og kviksynd ismýrum þurfa hinir bandarísku hermenn eigi aðeins að fást við eiturslöngur, heldur það sem verra er, kommúniska skæru- liða, sem geta leynzt með ban vænum skeytum sínum í hverri trjágrein. ■%7'issulega hafa uggvænlegar ’ fréttir verið að berast þessa síðustu daga af hernað- inum í Vietnam. Einn daginn barst frétt um það að ein aðal- bækistöð Bandaríkjamanna í styrjöldinni, flugvöllurinn í Da Nang værj einangraður. Hefði kommúnistum tekizt að sprengia í Ioft upp brú eina í þröngum og klettóttum fljóts- dal á veginum sem liggur frá ströndinni upp hæðadrögin og upp á hásléttuna, þar sem flug- völlurinn er. En einmitt á þess- ari hásléttu sem liggur nyrzt í landinu og því auðveldast urn herflutninga þangað frá Norður Vietnam er allt morandi af inn rásarliði norðan að, svo að á hverri stundu hefur verið bú- izt við stórbardögum þar. kannski úrslitaorustum. Fréttin um einangrun Da Nangs minnti á atburði sem gerðust austur þar fyrir heil- um áratug, þegar hin öfluga útvarðstöð Frakka í Dien Bien Phu var einangruð. Það gerð- ist einnig á regntímanum, þeg- ar skæruliðar eiga leikinn vegna þess hve örðugt er þá að bregða skjótt við til herflutn- inga og mæta þannig jafnóð- um árásum þeirra á hverjum stað. Sú einangrun var upp- hafið á endinum í nýlendustríði Frakka í Indó Kína. 1 það skipti varð einangrunin ekki rofin, og Frakkar höfðu ekki bolmagn til að flytja heldur neinn verulegan liðsauka loftleiðis Smámsaman hófst umsátrið um Dien Bien Phu. Kommúnistar fóru sér að engu óðslega, þeir gátu svo að segja svelt hina umsetnu borg inni jafnframt því sem þeir söfnuðu í rólegheit um saman nægilegu stórskota og áhlaupaliði til að brjóta varn imar á bak aftur. 17n nú þegar Bandaríkjamenn 'L< hafa tekið að sér vernd smáríkisins sem kommúnistar hafa læðst að með svikabrögð- um, þá er aðstaðan önnur. Hemaðarlegt bolmagn Banda- ríkjanna er ólíkt meira og ný ráð hafa verið fundin í hemaði gegn skæruliðum fyrst og fremst með notkun þyrilvængja. Að þessu sinni stóðu einangrun Da Nang að- eins tvo daga. Á meðan þrýstu Bandaríkjamenn fram liði sínu og verkfræðingasveitir þeirra höfðu reist nýja brú áður en varði, lestir flutningabíla héldu síðan áfram að streyma til bækistöðvarinnar með vopn og vistir. Kommúnistar höfðu beðið enn einn ósigur, krókur hafði komið á móti í bragði I glímunni, þar sem þeir þóttust Bandarískt herlið gengur á land á ströndinni skammt austur af flugstöðinni í Danang. vera búnir að skella glímunaut num. Ctyrjöld Bandarlkjamanna í Vietnam kynni að virðast hlægilegt og fáránlegt fyrir- bæri. Auðvitað ráða Bandaríkja menn yfir svo miklu ofurefli ef þeir beittu öllum styrk sínum. að þeir gætu yfirbugað hina kommúnisku andstæðinga á skömmum tíma. En að mörgu er að gæta, fyrst og frest því, að Bandaríkin vilja forðast stórstyrjöld. Allt frá því John- son forseti gaf Bandaríkjaher fyrirmæli um að láta til skarar skrlða I Vietnam-styrjöldinni I febrúar s. 1. hefur hann gætt einstakrar varúðar og sýnt þol- inmæði. Vafalaust stafar þetta að nokkru leyti af viðhorfinu til hinna kommúnisku stórvelda að Bandaríkjastjórn vill ekki gefa þeim tilefni til að kasta oliu á eldinn. En það eru líka önnur sjónarmið sem ráða þessu. Johnson forseti er greini lega tregur til að fóma alltof miklu fjármagni og herliði I Vietnam. Þó styrjöldin þ»r geti vissulega kallazt örlaga- rík, þá er hún ekki nema smá- styrjöld í eðli sínu. \ uðvitað verður þvi ekki neit að, að þessi smástyrjöld er í dag alvarlegasta vandamálið af öllum viðfangsefnum Banda- ríkjastjórnar og hún hefur kost að sjálfan forseta Bandaríkj- anna mikil heilabrot og vöku- nætur. Þó væri það fjarstæða að fmynda sér, að þessi smá- styrjöld hafi nokkur víðtæk á- hrif á daglegt líf manna heima í Bandaríkjunum, nema hvað Hermennirnir þurfa að venjast við rigningar og fúl fen. hún snertir beint aðstandendur þeirra einstaklinga sem nú berj- ast í Vietnam. Þarf ekki ann- að en benda á það, að þeir 75 þúsund bandarísku hermenn sem nú eru austur i Vietnam jafngilda að íbúartölu 75 mönn um hér á landi. Má af því sjá hvílík fjarstæða það er, að Bandaríkjamenn beiti sér að nokkru ráði í styrjöldinni. Það er eðlilegt að Johnson forseti reyni að halda styrjöld- inni þannig í skefjum. Banda- ríkjamenn sjálfir eru ekki að heyja þarna neina landvinninga styrjöld. Þeir kæra sig ekkert um þennan hemað en heyja hann aðeins í þeim tilgangi að fá kommúnistana til að hætt® þessari vitleysísiegu ásókn og sffelldum tilraunum stig af stigi til að undiroka nýjar þjóðir. Þess vegna gilda allt aðrar regl ur um þennan hemað en fyrri- tímastyrjaldir. Bandaríkjamenn heyja hann einungis til að sann færa kommúnista um að ásælni þeirra er þýðingarlaus og því skynsamlegast af öllum ástæð- um fyrir þá að hætta ofbeldisað gerðum sínumn mv ■|l/|'ér finnst ekki ólíklegt, að A Johnson forseti hafi orðið fyrir nokkmm vonbrigðum með það, hve seigir eða úthaldsgóðir kommúnistamir reyndust, eða mætti segja hve heimskir þeir em. En að baki seiglu þeirra liggja einnig vissar aðstæður og viss hugmyndaheimur. Það getur nú t. d. varla far ið lengur milli mála, að Ho Chi Minh kommúnistaforingi hugð ist hnykkja á þetta suniar og yf irbuga Suður-Vietnam méð skæmliðahernaði og beinni inn- rás og allt bendir til þess, að sigurlíkur hans eftir langan und irbúning hafi verið talsvert góðar. Þar við bætast svo hug- myndir hans, sem kommúnistar nir í Kína og austur Asíu hafa verið uppfullir með, að Banda- ríkjamenn muni þegar á herðir gefast upp og láta undan síga. Þeir gera sér hugmyndir um að pólitísk andúðaralda muni risa í Bandaríkjunum gegn styrj aldarafskiptunum og flagga þeir mjög í þessu sambandi ummæl- um uppgjafarpostula eins og skriffinnsins Walter Lippmans. Þeir ímynda sér líka, að fall og dauði bandarískra hermanna í styrjöldinni muni verka svo sterkt á sorgum slegna vanda menn, að þeir muni fá fram- gengt kröfum um heimköllun liðs frá Vietnam. En harla ó- líkt er að þessar hugmyndir hafi við minnstu rök að styðj- og þýðingarmesta viðfangs- ast. Og þetta er einmitt fyrsta efni Johnson forseti að sýna þeim sem bráðast fram á, að þeir geta ekki gert sér nokkrar minnstu vonir um að Banda- ríkjamenn leggi niður rófuna og hlaupist á brott. /~vg svo var það monsún-tíma • bilið sem kommúnistarnir einblíndu á. Mér virðist einsýnt, að þeir hafa í rauninni vonazt tíl hess, að geta náð úrslita- sigri a þessu þrigsia mánaða tímabili. Þessvegna er það e*u- mitt sem þeir hafa verið sve þcerir, barið hausnum við stein inn. Nú þóttust þeir eiga hinn stóra leik á borði, geta leikið lausum hala með skæruliðahern aði síum. Vissulega er ástandið í Viet- nam ekki sérlega gott sem stendur. Innrásarher kommún- ista er stöðugt efldur með liðs- flutningum norðan frá. Flutning ar og aðdrættir þeirra hafa orð ið stöðugt örðugari vegna sprengjuárásanna á Nórður- Vietnam, en þeir hafa samt get- að haldið þeim áfram, mannafl- ið er ódýrt austur þar og hægt að nota kúlíana eins og hvert önnur burðardýr í austrænum ríkjum kommúnismans. Og allir vita, að herbílar geta komizt á- fram hvort sem er yfir jökul- fljót inn við Þórsmörk eða á vöðum yfir ár i Norður Viet- nam, sem brýrnar hafa verið sprengdar af þótt slík tæki komi að litlum notum á sjálfu bardagasvæðunum inni í frum- skógunum. Til slíkra flutninga má nota nóttina, þó vörður úr lofti hamli þeim að nokkru að degi til og þegar rigningarnar styttir upp. fjví hafa Bandaríkjamenn neyðst til að svara síaukn- um liðsflutningum kommúnista suður á bóginn með því að auka herlið sitt í Vietnam hægt og hægt, fyrst úr 15 og upp í 18 þúsund, síðan i 25 þús. o. s. frv. Johnson virðist alltaf hafa verið tregur að auka liðs- aflann og kannski hefur hann í mörgum tilfellum komið of seint. Allt hefur beinzt að því hjá forsetanum að reyna sem mest að takmarka styrjöldina. Nú er liðsaflinn kominn upp í 75 þúsund og mætti e.t.v. segja að betra hefði verið að senda þann fjölda strax inn i landið og þá tekur Johnson stórt stökk og tilkynnir að liðsaflinn verði nú skyndilega aukinn upp í 125 þúsund. rJ,veir mánuðir eru liðnir af regntímanum, þriðji mánuð urinn, ágúst, er eftir. Þetta er sem sagt engin stór byrði fyrir Bandaríkin, en hún sigur i Framh. á 6. síðu ■ i f, ’ t l :m r ’ ) Iirrr '\rrf>>»/?■ - (V iVW,"1 •'* '*VW-T >». W•' i 7-V .' ' ' ■' * i f 4 * t * j ' • / * V *»• < ■ i ' > ' 4 ' | I U ' \ \ \ \

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.