Vísir - 06.08.1965, Síða 4

Vísir - 06.08.1965, Síða 4
á VlSIR . Föstudagur 6. ágúst 1965, 'y Undanfarið hefur verið unnið við að auka bryggjurýmið í Reykjavíkurhöfn. Nýíokið er smíði 75 m. langrar trébryggju og nú er unnið af fullum krafti við smíði viðlegupláss við norður-hafnar- garðinn, en þar skapast 150 m. langt viðlegupláss og vonir standa til að hægt verði að taka a.m.k. einhvern hluta þess í notkun nú í vetur. Fyrir skömmu skruppum við í stutta ferð um Reykjavíkur höfn með Gunnari B. Guð- mtmdssyni, hafnarstjóra og skoðuðum m.a. framkvæmdir við norður-hafnargarðinn. Nýtt 300 metra viðlegupláss. Hins vegar þarf að framkvæma allmiklar breytingar á Reykja- víkurhöfn til þess að nýta þessa viðbót. Bryggjurýmið hér í höfninni hefur aukizt jafnt og borgin hefur stækkað og er það um 40 m. á hverja eitt þúsund íbúa. Skipakomm til Reykjavíkur rúmL 4 þús. sL úr — Segja má að smíði tré- bryggjunnar fyrir framan síldar bræðslu Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar í Örfirisey sé nú lokið, segir hafnarstjóri og bætir síðan við: nú erum við að steypa „bakmúr“ við upp- fyllinguna hjá Norðurgarðinum, en fyrir framan kemur svo tré bryggja með 150 m. löngu við- leguplássi. Síldarbryggjan eða „Kristmundarbryggja", eins og hún er oft nefnd, er 75 metrar á lengd og hægt að leggja skip um báðum megin við hana, svo aukningin á bryggjurými í Reykjavíkurhöfn er alls um 300 m. — Hvað er þá legurýmið í Reykjavíkurhöfn mikið? — Legurýmið í Reykjavíkur höfn er þá 3 þús m. á lengd, en samkvæmt þeim athugunum sem gerðar hafa verið er hægt að bæta við 800 til 900 m. en þá eru þessir 300 m. sem nú eru að bætast við meðtaldir. Skipakomumar rúmlega 4 þús. talsins. — voru skipakomurnar hing- að til Reykjavíkur margar? — Á sl. ári komu hingað til Reykjavíkur rúmlega 4 þús. skip, þar af voru íslenzk skip um 3400 talsins. Þetta hefur verið mjög svipuð tala undan- faiþn tvö—þrjú ár. Vörmpagniðj sem fór um Reykjavíkurhöfn' var milljón tonn. Innflutningur inn var um 700 þús. tonn, út- flutningurinn um 100 þús. tonn og fiskaflinn var milli 100 og 120 þús. tonn. Til samanburð- ar má geta þess að vörumagnið sem fór um Kaupmannahöfn á sl. ári var um 10 milljón tonn, en um Osló fór 4,5 millj. tonn. — Verður þetta nýja bryggju rými einkum fyrir báta? — Já, eins og kunnugt er hafa verið skipulagðar lóðir fyrir fiskiðnaðinn útiíörfirisey og bryggjuplássið á Granda- garði hefur ekki reynzt nóg, þegar mest hefur verið um báta hér í höfninni. Skipulag Reykjavíkurborgar hefur skipu- lagt úti í eyju 12 lóðir um 3300 götur og er hver lóð um 3300 ferm. Göturnar heita „Örfirs- braut og Hólmabraut. Þegar hafa tvö fyrirtæki reyst hús úti í Örfirisey, Sjófang ög 'Fisk- miðstöðin, en það síðast nefnda er starfrækt af samtökum fisk- sala. — Hvað verður hægt að koma mörgum bátum fyrir við Norðurgarðinn? — Reikna má með að fjórir stórir fiskibátar geti iagzt þar, og er því óhætt að segja að 12—15 bátar komist þar alls fyrir. — Og hvernig hefur fram- kvæmdum við Norðurgarðinn miðað áfram? — Sæmilega, að vísu hafa verkföll og eins eftirvinnubann ið tafið okkur eins og aðra, en við vonum að hægt verði að ljúka við bryggjuna við Norð- urgarðinn nú í vetur. Lokun hafnarinnar á næsta leyti. — Það hefur mikið verið rætt um lokun hafnarinnar að undanförnu? — Já, þetta mál er nú á lokastigi. Hafnarstjórn hefur þegar samþykkt að unnið verði að þessu máli og reikna má með að fyrsti áfangi þessa verks verði boðinn út á næst- unni. Varðandi þær drukknanir sem orðið hafa í höfninni á undanförnum árum væri rétt að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að í langflestum til- Gunnr.r B. Guðmundsson, hafnarstjóri á uppfyllingunni á Norðurgarðinum. Ljósmynd Vísis B.G. fellum hefur þetta fólk verið undir áhrifum áfengis. Það er því ekki hægt að fyrirbyggja ferðir þessa fólks hingað að höfninni, nema því aðeins að girða hafnarsvæðið. Þá ættu skipstjórnarmenn að vera á- byrgir fyrir þeim sem fara frá skipunum. Sundahöfnin næsta verkefnið. — Hvernig er með aðstöðu fyrir smábáta hér í Reykjavfk- urhöfn? — Ég tel að hér í Reykjavík- úrhöfn sé enginn aðstaða fyrir skemmtibáta, en fyrir þá sem nota minni báta sem atvinnu- tæki reynum við að aðstoða eins og hægt er. Reykjavíkur- borg hefur þegar áætlað sér- staka höfn fyrir skemmtibáta f Fossvogi. — Og hvaða verkefni takið þið ykkur svo næst fyrir hend- ur, þegar lokið verður við bryggjuna við Norðurgarðinn? — Næsta verkefni er Sunda- höfnin, en að sjálfsögðu verður reynt að nota allt rými hér í Reykjavíkurhöfn eins og hægt er, þó byrjað verði á Sunda- höfninni, sagði Gunnar B. Guð- mundsson hafnarstjóri að lok- um. Nýlokið er við smíði 150 m. langrar tré- bryggju og um þessar mundir er unnið við 150 m. langt viðlegu- pláss við Norðurgarð- inn - Rætt við Gunnar B. Guðmundsson íiafnar- stjóra I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.