Vísir - 06.11.1965, Síða 9

Vísir - 06.11.1965, Síða 9
VlSIR . Laugardagur 6. nóvember 1965. 1 Hún er ung, tvítug að aldri, frekar smávaxin og hýr og situr inni í stofunni heima hjá sér með sjal um herðarnar. Valgerður Dan dóttir Jóns Dan ríkisféhirðis og konu hans Halldóru Eh'as- dóttur. ,Það er ekki nóg að sýna sig á sviðinu og fá góða dóma“ — Ég er að reyna að halda á mér hita, segir Valgerður um leið og blaðamaður tekur sér sæti, — taugaæsingurinn og spenningurinn hafa haft sín á- hrif á mig. Stundin er um miðj- an dag nokkrum dögum eftir frumsýningu á leikriti Jökuls Jakobssonar, „Sjóleiðin til Bagd ad“,. Sama kvöld var önnur sýn ing leiksins, en Valgerður fékk óvenjugóða dóma gagnrýnend- anna fyrir leik sinn í hlutverki Hildar. — Hvernig varð þér við að fá svona góða dóma í blöðunum Valgerður, er það gott eða slæmt fyrir byrjandann? — Ég held að það geti verið bæði gott og slæmt að fá slíka dóma að því leytinu til að það getur hjálpað mér að vissu leyti á framabfautinni, en slæmt fyrir sjálfa mig, — þó held ég ekki. En mér þykir vænt um ef fólk trúir á mig. — Hvernig líður þér á svið- inu, hafa Ieikdómamir haft nokkur áhrif á það? — Þrátt fyrir leikdómana er ég miklu taugaóstyrkari, fólk býzt þá við meiru. Ég er ,nervös‘ í öllu, það er sama hvað það er, en það kemur ekki fram, ég held að fólk sjái það ekki á mér. Við erum búin að taka okkur stöðu áður en tjaldið er dregið frá og það hjálpaði mér mikið á frumsýningunni að í tíu mínútur þarf ég ekkert að segja. Maður getur vanizt við salinn og gleymir því einhvern- veginn að það sé fólk í salnum. — Er verra að hafa fullan sal af áhorfendum en að leika á æfingu? — Það er betra að hafa fólk, — það er afskaplega gott, ég veit eiginlega ekki hvemig ég á að útskýra það, en það kemur öðruvísi tilfinning yfir mann. Áhorfendur hjálpa i einstaka atriðum, bara með þögninni. í einu atriði leiksins kemur augnablik þar sem fólk bara bíð ur, það býzt við einhverju spenn andi og þá verður að stand- ast þessa kröfu. maður finnur hvernig fólkinu líður og spenn- ingur og nervösitet hjálpar til þess að maður geri sitt bezta. Þá hjálpar það til að vita að einhver horfir á og vill að mað- ur geri vel. — Og hvernig byrjaði þetta allt saman? — Þetta er einhver draumur, sem ég hef gengið með í kollin- um frá því að ég var lítil. hef fengið að fylgjast með æf- ingum og þeir hafa gefið mér tækifaéri til þess að vera með .. . — Hvemig? — Ég tók við af annarri skvís unni í Hart í bak en ég byrjaði á því að hvísla í Eðlisfræðingun- um, svo er ég statisti í gömlu konunni og fékk að vera við- stödd æfingarnar hljóp snún- inga. Ég hafði líka smáhlutverk í fyrsta þætti i Þjófar, lík og falar konur og lék sendiboða í Rómeó og Júlíu. Ég var líka með í barnaleikrit inu Almansor konungsson, lék þar svífandi dís. Svo var afskap lega gaman að vinna mitt hlut verk, sem Hildur. — Hefurðu alveg helgað þig leiklistamáminu eða stundaðirðu vinnu samhliða? — Ég vann hjá Samvinnu- tryggingum með náminu en hætti öðru hvoru t. d. fór ég Valgerður Dan. þáff viljastyrk- til; ‘það er ekki nóg að- sýnfftsia-á;4«iðijiu--oe fi-> góða dóma, það liggur vinna á bak við. — Skólaganga þín i Englandi var hún í sambandi við leiklist- ina? — Nei, ég fór til að læra ensku en ég fékk að koma á æf ingar og- sá sýningar leiklistar grúppu, sem tók fyrir nýtt verk Talað viö Valgeröi Dan, unga leikkonu — Aðeins draumur? — Ef til vill löngun til þess að tjá sig. — Þú laukst prófi frá Leik listaskóla L. R. í vor, eftir þriggja ára nám er það nógur grundvöllur til að byggja á? — Það er nauðsynlegur grund völlur og svo er leikhúsið sjálft nauðsynlegt. Það er hægt að læra langmest á því að fylgjast með í leikhúslifinu sjálfu. Eftir áramót hef ég verið nærri á hverju kvöldi niður í Iðnó. Ég út í fyrrasumar og var á skóla í Englandi svo hætti ég þar alveg í janúar, þegar ég fór að undirbúa mig undir prófið. — Hvernig fór atvinnan og listin saman? — Já, það varð annað hvort að koma niður á leiklistinni eða vinnunni og ég er hrædd um að það hafi komið niður á vinnuni. — Var þetta erfitt? Ég ráðlegg engum að fara út í þltta — og þó, ég get kannski ekki sagt það, en það • efni vikulega. Það var unnið allt örðu Vísi þarna en hér tíðkast, fyrsta daginn er leikritið lesið saman, annan daginn verða leik aramir að kunna fyrsta þátt, þriðja daginn þann næsta og í vikulokin á að vera búið að æfa leikritið hafa það tilbúið undir flutning bar sem það er sett upp um leið og leikararnir kunna textajm. — Hefurðu kynnt þér leiklist víðar erlénd.is? — Ég. var. í Londqn í sumar, í ellefu daga, fór þangað ein- g göngu til þess að fara í leikhús. — Og lærðirðu á því? — Maður lærir absolút á sýn ingum, það kemur mér ekki að gagni strax en situi ' mér. Það var geysilega gaman að fara. — Það er ef til vill erfitt að tala um nokra leikhúshefð hér á landi leiklístin er ekki það mosagróin en finnst þér ekki, að sumt mætti vera öðruvísi í leik- húslífinu? 1 — Jú, kannski en það þýðir ekki að fleygja því gamla og fá eitthvað nýtt í staðinn, ekki alveg, en það þýðir auðvitað ekki að hjakka alltaf í sama Jar inu. — Þú hefur væntanlega ein- hverj- framtíðaráætlanir, er það leiklistin og ekkert annað? — Æðsti draumur minn er að það geti orðið, en maður veit aldrei hvað getur komið fyrir. Það væri gaman að geta í fram tíðinni sýnt öllu þessu fólki, sem kemur í leikhús, leiklistina eins og ég get sannast og bezt túlk að hana. - S. Undanjiáguástand í Rhodesiu innanlandsfriði til Tyrkneskur hersveitir til- búnar nð fnrn til Kýpur Frétt frá Salisbury árdegis í gær hermdi, að lýst hefði verið yfir undanþágdástandi í landinu, en það er hemaðarástand að vissu marki. Tilkynningin um þetta var birt aðeins nokkrum mínútum eftir að Ian Smith forsætisráðherra kom af stjórnarfundi. Hann neitaði að láta nokkrar upplýsingar í té um það hvort birt yrði einhliða yfirlýsing um sjálf stæði, en svar Rhodesíustjórnar við seinustu tillögum Breta væri á leið til Lundúna. Tilkynnt er, að undanþáguástandi hafj verið lýst yfir til öryggis lög um og regju í landinu, þar sem til raunir kunni að verða gerðar til þess að spilla friðnum 'Undan- þáguástandið á að gilda uði 3 mán- Kongó-ríkin skipt- nst á sendiherrum Kongólýðveldið (fyrr Franska Kongó) og Kongó hafa gert með sér samkomulag um að skiptast á sendihe.rriim (amþassadorum). Fréttir frá Tyrklandi herma, að herdeildir séu hafðar reiðubúnar vegna þess að horfur á Kýpur hafi versnað. Er þess krafizt, að Kýpur- Grikkir hörfi úr þeim stöðvum, sem þeir hafi tekið seinustu daga. Frá 29. október hafa orðið nokkr ir alvarlegir árekstrar í Famagusta hafnarbæ á Kýpur, og einn Kýpur- Tyrki beðið bana óg nokkrir særzt. Leiddi þetta til þess að fulltrúi Tyrkja hjá Sþ krafðist þess að Öryggisráðið kæmi saman til skyndifundar, sem hófst í gærkvöld. Sænskir flokkar úr friðargæzlulið inu voru þá komnir til FamagUsta til þess að stilla til friðar. Aidit „veiddur í gildru?" Frétt barst um það í gær frá Jakarta, að Aidit, sem fjölmennar hersveitir hafa leitað að nú að undanförnu á Mið-Jövu hafi verið „veiddur í gildru“, þ.e. felustaður hans fundinn og umkringdur. Ekki höfðu þó enn borizt fréttir um handtöku hans. •

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.