Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 1
MATVORUBUÐIR AR í ÞRJÁ DAGA Fögur fjallusýn frn Reykjnvík Fádæma fagurt og blítt veður er yfir lnn-nesjum í dag. Nágrenni Reykjavikur, suðvesturhluti landsins hef- ur átt að fagna sérstakri veðurbliðu að undanförnu meðan norður og austurhluti landslns hefur verið á kafi í snjó. Er eins og það séu tveir heimar, nágrenni höfuðstaðarins og Norðuriandið. Ekki er þó snjórinn langt undan. Ein fegursta sýn úr Reykjavik í dag er Skarðsheiðin, kiædd mjallahvítri fönn. Þar er>’ nú ef svo má segja suðurmörk vetrarríkJsins. Þessi mynd var tekin í morgun úr gluggum ritstjómarskrifstofu Vfsis á Laugaveg! 178 og sýnir þessa perlu fjallahringsins, Skarðsheiðina, fannhvíta, en fyrir sunnan hana sést vest- urháls Esju, dimmur og snjólaus. LOKAÐ- 1 nótt um kl. 2.30 slitnaði upp úr samningaumleitunum milli Verzlunarmannafélags Reykja- víkur og kaupmanna og verða því allar nýlenduvörubúðir og kjötbúðir lokaðar a.m.k. fram að helgi. Allar aðrar verzl anir eru opnar. Sáttasemjari hefur þó boðað nýjan fund á mánudagskvöld. Þegar slitnaði upp - úr samn- ingaviðræðunum var komið á samkomulag um mörg atriði í samningunum svo sem vinnu- tíma, veikindadaga, flokkaskip un o.fl., en ágreiningurinn var aðeins um kauphækkunarpró- sentuna og gildistíma. Blaðinu er ekki kunnugt um, hve bilið þar á milli var breitt síðast þegar upp úr slitnaði. I upp- hafi, þegar kjaradeilan byrjaði var bilið mjög breitt. Kaup- menn buðu þá 2% beina hækk- un auk fríðinda. Verzlunar- menn kröfðust 12% hækkunar Inn í umræður um þetta mál hefur blandazt, að kaupmenn þykjast takmarkaðar hækkanir geta veitt, meðan verðlagsá- kvæði gefa þeim takmarkaða á- lagningu, sem þeir telja undir eðlilegum dreifingarkostnaði. Má minnast í því sambandi stöðvunar þeirra á sölu kart- aflna sl. haust, þar sem þeir töldu álagningu á þeim langt Framhald á bls. 6. Nýtt stefnumál ríkisstjórnarinnar: LÍFEYRISSJÓÐUR ALLRA LANDSMANNA Tilfinnanlegri kjaraskerðingu að loknu ævistarfi verði afstýrt. - Allir hljóti eftirlaun úr hinum nýja sjóði. - Gengið frá frumvarpi um málið. fundi Sameinaðs þings í gær flutti Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra skýrsiu af hálfu ríkisstjómarinnar um fyrirhugaðan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Komu eftir- farandi meginatriði fram í skýrslu Eggerts: u Ríkisstjómin telur að unnt sé að hefja nú þegar samn- ingu lagafrumvarps um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. w Hin fyrirhugaða löggjöf mun fjalla um eftirlaunasjóð og eftirlaunatryggingu fyrir allt vinnandi fólk, til við- bótar við gildandi lífeyristryggingar Almannatrygging- anna. Eftirlaun úr hinum fyrirhugaða lifeyrissjóði fyrir alla landsmenn verði væntanlega við það miðuð, að lífeyrir- inn almannatryggingar og eftirlaun nægi samtals til þess að afstýra tilfinnanlegri kjaraskerðingu að loknu ævi- starfi. w Ríkisstjómin mun fara fram á það við þingflokkana að þeir tilnefni fulltrúa í 5 manna nefnd er semji frumvarp- ið. Síðan mun ríkisstjómin leggja þetta þjóðþrifamál fyrir Alþingi. Vegna þess hve umfangsmikið málið er mun það væntanlega ekki geta hlotið fullnaðarafgreiðslu fyrr en f upphafi næsta kjörtímabils. I skýrslu sinni rakti Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráð- herra ítarlega forsögu málsins. Minntist hann sérstaklega á áiits gerð Haralds Guðmundssonar fyrrv. ráöherra um almennan líf eyrissjóð, en honum var falið af ríkisstjórninni aö vinna að skýrslu um málið. Árið 1958 skipaði félagsmála- ráðherra fimm manna nefnd til þess að athuga hvort tiltækilegt væri aö stofna lífeyrissjóð fyrir sjómenn, verkamenn, útvegs- menn og aðra þá sem ekk! njóta Iífeyristryggingar hjá sérstökum lífeyrissjóðum. Nefndin skilaði áliti 1960. Voru tillögur hennar á þá lund að setja bæri löggjöf um almennan lífeyrissjóð sem alllr landsmenn eigi kost á að tryggja slg hjá. Árið 1964 var síðan Haraldi Guðmundssyni faliö aö semja fyrrgreinda álitsgerö um málið sem nú liggur fyrir. Þá lýsti félagsmálaráðherra frekar sjónarmiðum ríkisstjórnar innar, eins og fyrr er grelnt frá. Frásögn af umræðunum um þetta merka mál birtist á þing fréttasíðu blaðsins (bls. 5) í dag. 5 slasast í umferiinni Fimm manns slösuðust f um- ferðinni f Reykjavík í gær og voru flutt til læknisaðgerðar i slysa- varðstofunni. Fyrsta þcssara slysa varð í hörð um árekstri milli tveggja Volks- wagenbifreiða á mótum Hofsvalla- götu og Hringbrautar rétt fyrir kl. 3 sfðd. í gær. Bifbreiðinni G 282 var ekið vestur Hringbraut, en R-8304 suður Hofsvallagötu. Á gatnamótunum skullu bílamir saman af heljarafli, þannig að þeir voru báðir óökuhæfir á eftir jg tvær konur, sem voru í G-bílnum köstuðust út úr honum yið á- reksturinn. Þær heita Klara Kjart- ansdóttir og Sigurbjörg Guð- brandsdóttir, báðar úr Hafnar- firði. Þær meiddust báðar og voru fluttar í Slysavarðstofuna til að- gerðar. Sömuleiðis meiddist öku- Þó sókn í ísl. þorskstofninn verði aukin má búast við minnkandi afía í skýrslu Jóns Jónssonar fiskifræöings, sem áöur hefur verlð getlð um hér f blaðinu kemur það greinilega fram, að það eru útlendar þjóðir, einkum Bretar sem mest veiða af ókyn þroska þorski, en ungur fiskur er hins vegar hverfandi lítill hluti af afla íslendinga. Þá kemur það einnig fram, að sóknin f íslenzka þorskstofn inn hefur farið árvaxandi allt frá síðustu styrjaldarlokum og nú er svo komið að þorskstofn- inn þolir ekki þessa sókn, hætta er á því, að sóknin fari enn stórum vaxandi, en það mun ekki leiða til aukins afla, heldur má þvert á móti búast við að aflmagnið snúist nú æ meir á niðurleið, ef ekkert verður að gert til verndar stofn inum. Um þessa hluti ræðir Jón Jónsson ýtarlega f hinni merki legu grein sinni í tímariti Fiski- félagsin., Ægi, sem út kom i Framhald á bls. 6. maður R-bílsins, Þorkell Gestsson á mjöðm. Voru þau öll þrjú flutt í sjúkrabílum í slysavarðstofuna, en sam væmt upplýsingum þaðan, slasaðist enginn hinna þriggja al- varlega. Kranabílar hirtu báðar bifreiðirnar af árekstursstað. Klukkan rúmlega 5 e. h. var hlaðin vörubifreið á ferð eftir Tryggvagötu. Þegar hún var kom- in á móts við Grófina féll kassi úr bílhleðslunni og lenti á konu, Kamillu Guðbrandsdóttur, Lyng- haga 3, þannig að hún meiddist á höfði, handlegg og fæti og var flutt f slysavarðstofuna. Þá varð og enn eitt umferðar- Framhald á bls 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.