Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 5
VÍSIR • Fimmtudagur 3. marz 1966. 5 utlond y/. 1 iiorgion J -i- / 1 morgiin útlönd í momun BANDARÍKIN HAFA BRÁTT 235 ÞÚS. MANNA HER í VIETNAM — Tuttugu þúsund í þunn veg uð furu þunguð Robert McNamara landvarnaráð- herra Bandaríkjanna hefir til- kynnt, að herafli þeirra í S.-Viet- nam verði aukinn nú um 20.000 manns. Þegar þetta lið er komið þangað verður herafli þeirra þar 235.000. Hann kvað þetta kleift án þess Bandaríkin þyrftu að draga neitt úr sknldbindingum sínum annars staðar. Þá sagði hann, að Banda- rfkin gætu sent 100.000 manna lið til Vietnam til viðbótar, án þess að kveðja varalið til vopna eða fækka herliði annars staðar. McNamara. McNamara kvað forsetann hafa fullnægt hverri beiðni herstjórnar- innar í Vietnam um aukna aðstoð. Fréttir um þessa aukningu liðs- ins koma í kjölfar fréttanna um samþykkt þjóðþingsins á nýrri fjárveitingu til aðgerða í Vietnam Ekki hefir þess enn orðið vart, að koma Nkrumah til lands sem nálægt er Ghana hafi valdið ó- kyrrð þar. Um svipað leyti í gærkvöldi og Nkrumah kom til Conakry í Guineu, þar sem Sekou Toure for- seti, fagnaði honum sem þjóð- höfðingja, flutti aðalforsprakki byltingarmanna í Ghana, æðsti maður hins nýskipaða þjóðfrelsis- ráðs, sem fer með völdin í land- að upphæð nærri 5 milljörðum doll ara. Vietcongliðar gerðu í nótt árás á skip, um 25 km. fyrir sunnan Saigon, á fljótinu milli Saigon og sjávar. Eldur kom upp í skipinu og varð að renna því á land. inu, útvarpsræðu og sagði að þjóðarskuldirnar hefðu 20-faldazt í valdatíð Nkrumah, og yrði höf- uðverkefni landsins að koma efnahagnum á réttan kjöl. Viðræður í því efni vrðu hafnar bráðlega við Alþjóðabankann og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Hann kvað nafa verið stöðvaðar fram- kvæmdir við allt sem stofnað hefði verið til af Nkrumah til sýndar og honum til lofs og dýrð- ar. í síðari frétt segir, að hér hafi i verið um flutningaskipið Palamo að ræða, skrásett í Panama, og m. a. með olíu í lestum. Af skips- höfninni særðust 4 menn. Gerð var gagnárás. Eldurinn í skipinu var slökktur og náðist það á flot og er suðurvietnamskur fallbyssu- bátur nú á leið með það til Saigon. Quaison-Sackey utanríkisráð- herra Nkrumah, sem kom til Accra í gær, var settur í gæzlu- varðhald, þótt hann lýsti yfir stuðningi við hina nýju valdhafa. Nkrumah var kvaddur sem þjóðhöfðingi við burtförina frá Moskvu. Var skotið 21 fallbyssu- skoti honum til heiðurs. Um 50 tæknilegir ráðunautar frá Kína eru famir heim frá Ghana. Þjóðfrelsisráðið hefir farið fram Quaison-Sackey. á, að allir sovézkir tæknilegir ráðunautar verði kvaddir heim. Þeir skipta enn hundruðum, en allmargir eru famir heim. Ætlar að nota Guineu sem ræðustól. Eftir komu Nkrumah til Cona- kry ók Nkrumah með Sekou Toure til íþróttavallarins, þar sem fjöldafundur var haldinn. Nkrumah flutti þar ræðu, en sjald- an var hægt að heyra nein orðaskil vegna mikillar geðshræringar, sem hann var í. Þó heyrðist, að hann kvaðst vera kominn til Conakry til þess að nota Guineu sem ræðu- stól, þegar hann vildi boða, að hann mundi brátt fara aftur til Ghana. Nkrumah var fagnaS seai þjóðhöfíingja í Guinea LIFEYRISSJOÐUR ALLRA LANDSMANNA Ólafur Jóhannesson (F), sagði að álitsgerð Haralds Guðmunds- sonar kæmi ekki vonum fyrr. Sagði hann, að skýrsla ráðherra hefði getað verið fyllri í sumum atriðum. Ráðherra hefði gleymt, að það voru framsóknarmenn er Tuttu frumvarp það er flutt var á Alþingi 1957. Álit nefndar þeirr ar er skipuð var 1958 og starfaði til 1960 hafi skilað áliti til ríkis stjómarinnar áriö 1960, en svo hafi liðið og beðiö og ekkert heyrzt frá ríkisstjórninni í 3 ár. Framsóknarmenn hefðu síðan aft ur flutt tillögu á Alþingi 1963— 1964 að Alþingi kysi 5 manna nefnd, er gengi frá frumvarpi til laga um lífeyrissjóö fyrir alla landsmenn. En þessari tillögu framsóknarmanna hafi verið breytt í nefnd í þá átt, að ríkis stjórninni yrði falið aö gera at- hugun í þessa átt. Að lokum sagði hann að það væri réttlætis mál að þessu máli yrði komið rétt í höfn og allir flokkar sætu þar viö sama borð. Emil Jónsson, utanrikisráöherra, sagði að er greinargerð nefndar- innar, er skipuö var 1958, hefði borizt til ríkisstjórnarinnar 1960 hefðu þessi mál verið í deiglunni hjá hinum Norðurlnndunum og því ekki þótt rétt að taka af skar ið um málið fyrr en hægt væri aö sjá hvernig nágrannar okkar færu að í þessu máli. Staöa þessa máls nú í dag hjá nágrönnum okkar væri sú að allsherjarlífeyrissjóður væri nú þegar kominn til fram kvæmda f Svíþjóð, í Noregi lægi málið nú fyrir Stórþinginu, en enn væri máliö á umræöugrund velli hjá Dönum. Það hefði verið hlutverk Haralds Guðmundssonar aö kynna sér hvernig málum þess um væri komið hjá þessurh ná- grönnum vorum. Frá þessu væri skýrt í skýrslu Haralds Guðmunds sonar. Leið sú, er farin var, hefði verið farin vegna þess hve málið væri mjög vandasamt og viða- mikið. Lúðvík Jósepsson (K), sagði að ekki væri ágreiningur milli þing- flokkanna um að setja þurfi al- menna reglugerð um lífeyrissjóöi. Lagöi hann til að afgreiðslu máls ins yrði hraðaö sem mest, Ólafur Jóhannesson (F) sagði- að ríkisstjórnin hefði aldrei látið neitt uppi um það að málið væri í athugun hjá ríkisstjórn á tímabil inu 1960—1964. Haraldur Guð- mundsson hefði þá fyrst verið fenginn til að gera athugun um framgang málsins á hinum Norð urlöndunum, er framsóknarmenn heföu flutt tillögu um frumvarps gerð um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn á Alþingi 1963. Afstaða Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, forsætls- ráöherra, kvaðst vilja taka fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki síður áhuga á framgangi máls ins en aðrir flokkar. Islendingar gætu ekki tekið aö sér forystu- hlutverk í slík- ,um málum er svo mjög vanda söm væru og yf- irgripsmikil, því okkur skorti menn með næga kunnáttu og þekkingu í trygging armálum. Kvaðst forsætisráð- herra vilja vekja athygli á því að málið hefði verið leitt til lykta á mjög mismunandi hátt í þeim löndum er væru okkur til fyrir- myndar á mörgum sviðum trygg ingarmála. Því hefði ekki verið óeðlilegt aö ríkisstjómin hefði viljað fylgjast með framgangi málsins á hinum Norðurlöndun- um. Nefnd sú, sem skipuð hefði ver ið og skilað áliti 1960, hefði ekki getaö séð fyrir hvaða stefnu mál- ið myndi taka á Norðurlöndunum. Að þessu framansögðu væri ekki hægt að fallast á þá skoðun Ólafs jóhannessonar, að ríkisstjórnin hefði ekki haft áhuga á málinu á árunum 1960—64. Emil Jónsson, utanríkisráöherra, sagði, að það hefði ekki verið til- laga sú er framsóknarmenn hefðu flutt á Alþingi 1963 er hefði orð ið til þess aö Haraldi Guömunds- syni hefði veriö falið það verkefni er um hefði verið getið í fyrri ræðum. Eysteinn Jónsson (F) sagði, að ekki væri sanngjarnt, að utanrik- isráðherra talaöi um slæma for- tíð framsóknarflokksins í trygg- ingarmálum þjóöarinnar, það hefðu einmitt verið framsóknar- menn og alþýðuflokksmenn er sett heföu fyrstu löggjöf um al- mennar tryggingar, er sett heföi verið á íslandi, og hefði það ver ið mjög erfitt þv£ um verulega andstöðu hefði verið aö ræða. Ólafur Bjömsson (S) kvaðst vilja vekja athygli á einum hlut, er ekki hefði komið fram fyrr í þessum umræðum en það væri hve afstaða Islendinga væri erfið ari en nágrannaþjóða okkar til þessa máls. Hér ætti hann við hið háa verðbólgustig er hér væri. Meðan verðlag hefði hækkað hér á landi um 10% árlega s.l. 20 ár, væri samsvarandi hækkun verð- lags hjá nágrannaþjóðum okkar 3-4%. Pétur Sigurðsson (S) sagöi, að málefni það er hér væri verið að ræða, væri komið af stað utan veggja Alþingis. Á árunum 1953 hefðu farið að koma fram óskir hjá mörgum launþegasamtökum aö stofnaöir yrðu lífeyrissjóðir £ þeim. Hefði þetta orðiö til þess aö vinstri stjómin hefði sett lög um lífeyrissjóð togarasjómanna og hefði fáum málum verið fagnað eins vel, er sú stjóm gerði. Eftir þetta hefðu farið að koma fram kröfur um lffeyrissjóð fyrir alla sjómenn. Síðan hefði núverandi ríkisstjóm stigið merkilegt spor f átt til lifeyrissjóös fyrir alla lands menn, er hún hefði beitt sér fyrir sameiningu lffeyrissjóða togara- sjómanna og farmanna. Bjami Benediktsson, forsætis- ráðherra, kvaðst vilja segja um ummæli Eysteins Jónssonar varö andi andstöðu sjálfstæðismanna gegn fmmvarpi því er framsókn- armenn og alþýðuflokksmenn hefðu flutt 1936, að ekki væri nein skömm þótt þingflokkur skipti um skoðun á ýmsum mál- um á heilum mannsaldri. Þannig væri framsóknarflokkurinn ekki mjög fylgjandi mörgum tillögum rfkisstjómarinnar f tryggingarmál um nú í dag, þótt hann hefði flutt framangreint frumvarp 1936. Þá hefði Sjálfstæöisflokkurinn flutt málefnaleg rök fyrir and- stöðu sinni gegn fmmvarpi þessu sem hefðu verið hinir erfiðu tím ar f efnahagslífi landsmanna þá. Aðild íslands að NATO Gils Guðmundsson (K) mælti fyrir frumvarpi sínu um endur- skoðun á aðild íslands að Noröur- Atlantshafssamningi og Atlants- hafsbandalagi. Felur frumvarpið í sér að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til að kanna svo sem við verði komið hugmyndir, sem uppi eru meðal aðildarrfkja NATO um skipulag þess og framtíö. Um- ræðu um málið var frestað og önnur mál tekin út af dagskrá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.