Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Firiuntudagur 3. marz 1966. Fiskiskýrsla — Framh. aí bls. X gær. Veröur hér sagt frá , nokkrum helztu atriðunum úr grein hans 'er fjalla um þetta: Það kemur í ljós að af heild- arafla Islendinga voru aðeins 19.2% undir 70 cm., en hjá Bretum nam þessi tala 74.4% og 70.3% af heildarafla útlend- inga. Ef við lítum á hver sé hundraðshluti hinna einstöku þjóða í heildarveiði þorsks und ir 70 cm., þá kemur í ljós, að þar eru Bretar langhæstir með 69.9%, en útlendingar alls eru með 81.6%. AÖ því er okkur sjálfa snertir, þá eru lina og net utan vertíðar stórtækust með 9.4% og jafnvel fengust 3.3% á línu, net og nót á vetr- arvertíð, en einungis 2.4% í dragnótina Heildarafli okkar af þorski undir 70 cm. nam á tímabilinu 50 milljón fiskum, en þar af fengust í dragnót ein- ungis 6.4 milljónir. Það er at- hyglisvert, að á vetrarvertíð öfluðust á línu, net og nót tæp- ar 9 milljónir þorska af þessari stærð ,eða fleiri fiskar en feng- ust í dragnótina. STÓRAUKIN SÓKN Sóknin í íslenzka þorskstofn- inn hefur farið ört vaxandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Það er venja að mæla sóknina, sem þann fjölda klukkutíma, er varpan hefur verið í botni, margfaldað meö stærð skipsins og er sú eining, sem hér er not uð kölluð tonnatímar og er mæld í milljónum. Árið 1946 var sóknin aðeins 116 einingar, en var komin upp í 824 einingar árið 1964 og hefur sóknaraukningin verið til tölulega jöfn allan tímann. Ef við lítum á árin fyrir stríö má sjá, að sókn og heildarþorsk- afli hafi haldizt í hendur og sama gildir um árin eftir stríð allt til ársins 1958, en þá verða greinileg þáttaskil, því eftir það ár eykst sóknin óðfluga, en afl- inn minnkar að sama skapi. Nokkur aflaaukning varð þó á árunum 1963 og 1964, en hana má að einhverju leyti rekja til aukinna fiskigangna frá Græn- landi, eins og átt hefur sér stað oft áður, t.d. árin 1930-33 og árið 1955. Á tímabilinu 1954 -1964 jókst sóknin um 87% en heildaraflinn minnkaði um tæp 22%. Það er ekki ósennilegt, að hin raunverulega sóknaraukn- ing sé jafnvel enn meiri en töl urnar sýna. Tilkoma nylonneta þorskanótar og aukin notkun dýptarmæla og asdic eru atriöi sem erfitt er aö mæla, en jafn framt hafa aukið mjög veiði- hæfni bátanna. SAMBAND SÓKNAR OG DÁNARTÖLU. ' Mjög yfirgripsmiklar rann- sóknir I'slendinga hafa sýnt, að náið samhengi er á milli sókn- ar og dánartölu hins kyn- þroska hluta þorskstofnsins sést þetta, ef borin er saman meðalsókn og meðaldánartala á 5 ára tímabilum 1930-1964. Er hér um að ræöa mjög athygl isvert samræmi, þegar sóknin er 0 þá er dánartalan ca. 17%, þ.e. þetta er það sem deyr' af völdum náttúrunnar, en hinu eigum við sök á. Það hefur löngum verið skoðun mín, að ekki væri æski legt, að dánartalan færi yfir 65% á ári, rauða strikið, sem ég hef svo nefnt. Eins og áöur er getiö virðast eiga sér stað nokk ur þáttaskil árið 1958, en áriö 1959 kemst heildarsóknin upp í 550 einingar og er meöaltalan við þá sókn nákvæmlega 65%. Meðaldánartala hins kyn- þro§ka hluta stofnsins á árun- um 1960-64 var hins vegar kom in upp í tæp 70%. Þetta er einn ig staðfest af þýzkum rannsókn um. Að því er snertir hinn ó- þroska hluta stofnsins, þá á- ætla enskir fiskifræðingar að dánartalan sé þar komin upp i 60% á ári og að % hlutar þeirrar tölu séu af völdum veiöanna. SKÝRSLUR BRETA. Öruggustu heimildir um þorskafla á sóknareiningu eru skýrslur Breta um afla á milljón tonntíma. Árið 1946 var afli brezkra togara 2310 tonn á umrædda einingu, en var hins vegar komin niður í 546 tonn árið 1964. Við eigum ágætar skýrslur um okkar eigin tog- ara síöan 1960. Það ár var afli íslenzkra togara 1185 tonn á milljón tonntíma, en hann var kominn niður í 411 tonn árið 1964. Aflaskýrslur þýzkra tog- ara sýna einnig slíka þróun. Við okkur blasir því sú kalda staðreynd, að meira er tekið úr íslenzka þorskstofninum, en hann virðist þola. Við getum þvi ekki gert ráð fyrir að auka heildarþorskveiðina frá því sem nú er, það geta þó komið ný- ir og sterkir árgangar eöa sterkar göngur frá Grænlandi, sem geta aukið veiðina eitt- hvað í bili, en sé litið á þetta til langs tíma, virðist útilokaö að stofninn geti skilað af sér meira aflamagni, og verði sókn in enn aukin, má búast við minnkandi afla á bát og síöan minnkandi heildarafla. Rúmenar — Framh. af ols. 16. sjá hvernig handknattleiksmenn okkar standa sig í keppninni voð heimsmeistarana, en 1958 sigraði íslenzka handknattleiks- liðið Rúmena í heimsmeistara- keppninni, sem þá fór fram í Austur-Þýzkalandi. Eftir heims- meistarakeppnina þá hófst mik- ill uppgangur hjá rúmneska lið- inu og urðu þeir tvivegis heims- meistarar árin 1961 og 1964. Búa þeir sig nú af kappi undir næstu heimsmeistara- keppni, sem verður haldin í Svíþjóð í janúar næsta ár og hafa leikið marga landsleiki í þeim tilgangi. Seint á s.l. ári barst Handknattleikssambandi Islands bréf þar sem heims- meistaramir óskuðu eftir því að fá að leika hér á landi tvo landsleiki í sambandi við þessa ferð til Norðurlanda, og eins og fyrr segir er rúmneska liðið komið hingað til lands til keppni, sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu. Orðið — ... Framh : ois. 8 Ritstjóri þessa myndarlega tímarits Félags guðfræðinema er stud. theol Sigurður Örn Stein- grímsson, en ritnefnd skipa auk hans guðfræöinemamir Guðjón Guðjónsson og Einar Sigur- bjömsson. Verzlanir — Framhald af bl.s. 1. undir dreifingarkostnaði. Blaöið átti í morgun tal af framkvæmdastjórum , samtaka þessara stétta. Magnús Sveins- son, framkvæmdastjóri VR sagöi, að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem félagið færi í verkfall, þar sem það hefði tek ið þátt í allsherjarverkfallinu í des. 1963. Þetta væri hins vegar í fyrsta sinn sem félagið færi f verkfall upp á eigin spýtur. Hann sagöi að þetta verkfall tæki aðeins til félags- svæöisins í Reykjavík og ná- grenni, en félög alls staðar úti um land hefðu aflað sér verk- fallsheimildar og gætu boðaö það með viku fyrirvara. Á- kvöröun kaupmanna að loka búðum kæmi Verzlunarmanna- félaginu ekki viö og beindist ekki gegn því sem neins konar hefndarráðstöfun. Sennilega gætu sumir kaupmenn, er reka litlar verzlanir haldið sjálfir búðum opnum, en eðlilegt væri að þau samtök eins og önnur reyndu að skapa samstöðu hjá sér. Knútur Bruun, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna sagði að nú væri komin alger samstaða um lokun á verzlun- um, síðast í gær hefði verið eft- ir að fá samþykki tveggja eða þriggja kaupmanna, en nú væru þeir einnig komnir með í lokun- ina. Við höfum brugðið á þenn an leik sagði hann, til að efla samstarfiö og allir í samtökum okkar sitji við sama borð, jafnt kaupmenn sem reka verzlanir með miklu starfsliöi, svo sem Sláturfélagið, Silli og Valdi og Rmm slosast — Framhald af bls. 1. slysið á Grettisgötu í námunda við Vitastíg. Það varð kl. 6 síðdegis. Chevrlolet-station bíl var ekið austur Grettisgötu, og þegar hann var kominn á móts við Grettisgötu 48, kom þriggja ára drengur hlaup- andi af syðri gangstétt og þvert í veg fyrir bifreiðina. Ökumaður- inn snarhemlaði, en hemlarnir fóru þá skyndilega úr sambandi, svo bifreiðin rann áfram, yfir drenginn og dró hann eitthvað með sér. Þeg ar bifreiðin nam staðar, dröst drengurinn undan bifreiðinni og upp að gangstéttarbrúninni en missti þar meðvitund og lá í blóði sínu þar þegar lögregluna bar að. Sagði lögreglan að aðkoman hefði verið Ijót og óttaðist stórslys, en læknar í slysavarðstofunni töldu drenginn ekki hættulega slasaðan og það hefur viljað honum til happs að hjólin fóru ekki yfir hann. TIL LEIGU 6 herb. nýleg íbúð á 1. hæð í sambýlishúsi. íbúðin er vönduð í mjög góðu ástandi, með teppi á gólfum. Fram- leiga á hluta íbúðarinnar kæmi til greina. íbúðin er laus nú þegar. Uppl. gefur. GUNNAR M. GUÐMUNDSSON hæstaréttarlögmaður — Austurstræti 9 . Sími 16766 AFGREIÐSLUMAÐUR Óskum að ráða vanan og ábyggilegan afgreiðslumann. Uppl á skrifstofunni (ekki í síma). ' GEYSIR H.F. teppadeildin KRON og ýmsir aörir og svo I Drengurinn heitir Björn Sigurðs- hinir sem reka litlar verzlanir. | son og á heima á Vitastíg 11. LAUST STARF Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið að ráða full- trúa til skrifstofustarfa með aðsetri á Austur- landi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Síld- arútvegsnefndar á Siglufirði eða Reykjavík fyrir 10. marz 1966. Síldarútvegsnefnd. Stúlka — París Siðprúð og áreiðanleg stúlka 17-19 ára, óskast til heimilisstarfa á íslenzku heimili í París frá 15. marz eða síðasta lagi 1. apríl til ágústloka. Fríar ferðir. Upp- lýsingar gefur Ingibjörg Pálsdóttir, sími 15827. Vefnaðarvöruverzlanir eru opnar Utsolan heldur áfram Stórlækkað verð á LÍFSTYKKJAVÖRUM og UNDIRFATNAÐI. Amerískir brjóstahaldarar og lífstykki fyrir eldri konur. Fylgizt með fjöldanum. — Gerið góð kaup. Laugavegi 26. í Austurbæjarbíói í kvöld 3. marz kl. 11.15. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói frá kl. 4 í dag. Skrifstofa skemmtikrafta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.