Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 16
Rúmensku heimsmeistararnir komu í nótt
Fimmtudagur 3. marz 1966
Um kl. fjögur í nótt komu
rúmnesku heimsmeistaramir í
handknattleik með Loftleiðavél
til fslands frá Oslo, þar sem
þeir höfðu leikið landsleiki við
Norðmenn og „burstað“ þá all-
rækilega.
Fóm leikmennimir á Hótel
Sögu þar sem þeir munu gista
meðan á dvöl þeirra stendur
hér. Blaðið hafði tal af farar-
stjóranum Nikolae Negef
snemma í morgun og tjáði hann
þá blaðinu að ekki væri hægt
undir neinum kringumstæðum
að vekja liðið fyrr en kl, 11,
þar sem þeir væra þreyttir
eftir ferðalagið. Virðist ríkja
strangur agi hjá liðinu eftir
þessu að dæma, en landsleikim-
ir hér verða ekki fyrr en á
laugardag og sunnudag. Hefir
liðið þegar gist þrjú þjóðlönd
í þessu handknattleiksferðalagi
sfnu, Austur-Þýzkaland þar
sem þeir töpuðu óvænt með
eins marks mun, og Danmörku
og Noreg þar sem þeir unnu
með yfirburðum. Er nú eftir að
Framhald á bls. 6.
■MHMMMHMmaaiBaBiic
250 þátttak-
Rúmensku heimsmelstaramlr virtust hafa góða matarlyst þar sem þeir sátu við morgunverðarborðið á Grillinu á Hótel Sögu f morgun. Frá
vinstri fremst: Þjálfarinn Kunst, Marinescu, Otelea, Iacob, Penu og til hægri: Nedef fararstjóri, Manescu læknir liðslns, Moser, sem oft er
kallaður „bezti handknattleiksmaður heims“, Redl, Hnat, Costachei, Licu og Goran.
endur í sund-
móti skólanna
Förunavtur Ellu Fitzgerald settur
/ sóttkví / Reykiavík
Síöara sundmót skólanna fer fram
í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld kl.
8,30. Um 250 þátttakendur frá rúm
lega 20 skólum taka þátt f mótinu
þar á meðál frá Menntaskólanum
á Akureyri.
Æitlaði oð láta þotu sækja sig áður en sóttin tæki hann
Norman Granz, aðalumboðs-
maður EIlu Fitzgerald, verður ekki
með í hópnum er Ella og fylgdarlið
hennar hverfur af landi brott i
kvöld. Hann liggur fársjúkur á
Borgarsjúkrahúsinu.
Norman Granz kenndi sér ein-
hvers lasleika, þegar hann kom
hingað til lands í fyrri viku, én
áleit að þama myndi ekki vera
nema um kvef eða minni háttar
veikindi að ræða. Hélt hann því
kyrru fyrir í hótelherbergi sínu á
Hótel Sögu og reiknaði með, að
þetta myndi bráðlega ganga yfir.
Svo fór þó ekki, heldur ágerðust
veikindin og sá Granz að við svo
búið gat ekki setið og hugðist því
halda heim til Bandarikjanna.
Ætlaði hann þvf að panta sér þotu
og láta hana koma hingað til lands
og sækja sig, en í fyrradag, er verið
var að ganga frá þotuleigunni úti
í New York, var Granz orðinn svo
veikur að hann var fluttur f sjúkra
hús og var hitinn þá kominn yfir
40 stig.
Veikindi þau sem þjá Granz
munu vera gula, en það er farsótt
og hefur Granz verið settur í sótt-
kvf. Hefur ekki tekizt að fá nán-
ari upplýsingar um líðan sjúklings-
ins en líklegt er að hann muni
þurfa að liggja hér nokkuð lengi.
Óákveðið um framboð
Alþýðubandalagsins
—> segir Hannibal Valdemarsson
Á mánudaginn hélt Sósíalista
félag Reykjavfkur fund um
fyrirhugaða stofnun Alþýðu-
bandalagsfélags í Reykjavík.
Það mál hefur verið mjög til
umræðu undanfarin misseri í
félaginu og miklar deilur um
það hvaða afstöðu sósíalista-
flokkurinn ætti að taka til máls-
ins. Jafnframt hefur vegna þessa
verið allt á huldu um það hvort
Sósíalistaflokkurinn byði fram
sérstaklega í vor eða áfram á
vegum Alþýðubandalagsins.
Vísir sneri sér í morgun til
formanns Alþýðubandalagsins,
Hannibals Valdemarssonar og
spurði hann frétta af máli
þessu.
— Ég var ekki á fundinum á
mánudaginn, þar sem ég er
ekki meðlimur í Sósíalistafélag-
inu, sagði Hannibal. Hins vegar
hefi ég heyrt þær fréttir þaðan
að samþykkt hafi verið tillaga
um að taka þátt í stofnun Al-
þýðubandalagsfélags hér í
Reykjavík. Ýmsar tillögur voru
bornar upp á fundi þessum og
ýmist felldar eða samþykktar.
—Hvað segið þér um þá á-
kvörðun
— Ég er ánægður með að fá
sem mesta þátttöku 1 stofnun
félags Alþýðubandalagsins hér
í Reykjavík.
— Hvenær verður félagið þá
stofnað?
—Um það get ég ekki sagt.
Ég er þar ekki aðili, verð ekki
í félaginu þar sem ég er bú-
settur úti á landi. (í Amar-
firði).
— Hverjir hafa helzt staðið
að fyrirhugaðri stofnun félags-
ins?
— Það er 9 manna nefnd frá
verklýðssamtökunum. Forystu-
maður henriar er Guðmundur J.
Guðmundsson, varaformaður
Dagsbrúnar, Jón Snorri er
annar.
— Haldið þér þá að Sósíalista
flokkurinn og Alþýðubanda-
lagsmenn muni þá ekki bjóða
fram hvorir í sínu lagi?
— Um það veit ég enn ekki.
Það er órætt, þar sem félagið
er enn ekki stofnað. s
Ég er enginn spámaður ....
Norman Granz er aðalumboðs-
maður Ellu Fitzgerald, en yfirleitt
er hann ekki með henni i hljóm-
leikaferðum. Er Granz einnig um-
boðsmaður Duke Ellington, Oscar
Peterson o. fl. Þess má geta að
hann er af hvítum kynstofni.
Spjöll ó
golfvelli
Einhverjir spellvírkjar með þjófs-
náttúru voru á ferðinni vestur á Sel
tjamamesi i fyrrinótt og brutust
bæði inn í jarðýtu og golfskála þar
vestra.
Brutu spellvirkjarnir upp læsingu
á jarðýtunni, komust inn í hana,
settu í gang og óku henni um golf
völlinn. Ollu þeir nokkram skemmd
um á vallarstæðinu. Að þvi búnu
— eða áður — bratust þeir inn I
golfskálann og er þaðan saknað
afreksmerkis úr gulli, sem á er
greyptur golfmaður að slá kúlu.
Ekki varð séð að öðra hafi verið
stolið.
Norman Granz aöalumboðsmaður Ellu ásamt henni við komuna
Reykjavikur í siöustu viku. Granz kenndi sér þá þegar lasleika.
til
ALBERT GUDMUNDSSON
TEKUR VID RENAULT
Albert Guðmundsson stór-
kaupmaður hefur nú tekið við
Renault-umboðinu á íslandi og
kom hann frá Paris i fyrradag
en þar gekk hann frá samning
um þetta um helgina. Mun
hann annast allt í senn, umboö
sölu, viðgerða- og varahluta-
þjónustu.
— Ég er nú svo nýkominn,
sagði Albert, er blaðið átti tal
við hann, að ég hef ekki haft
neinn tima til að undirbúa og
koma starfseminni almennilega
af stað. Sem stendur er ég í
húsnæðisleit, því að mig vantar
gott húsnæði, þar sem ég get
haft viðgerðarþjónustu, söluna
og góða sýningarglugga.
— Ég kynnti mér starfsemi
Renault í Frakklandi og fékk
þar ýmsar hugmyndir í sam-
bandi við rekstur, en hvort þær
eru allar framkvæmanlegar
hér, veit ég ekki. En alla vega
mun ég reyna að hafa þetta
eins nýtízkulegt og hægt er.
— Það mun ekki verða nein
sérstök kynning á Renault, því
að bíllinn er það þekktur hér
að slíkt er óþarft. En nýi bill-
inn R-16, sem' ýakið hefur
mikla hrifningu verður sýndur
þegar hann er kominn til lands
ins og húsnæði hefur fengizt.
— Það mun alveg veröa skipt
um starfsfólk hjá umboðinu frá
því sem var, nema hvað verið
getur að ég haldi frönskum
viðgerðarmanni, sem starfað
hefur hjá Renault-umboðinu
héma undanfarið.
v