Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 3. marz 1966.
9
Bjami Einarsson formaður stjómar Sldpasmíðastöðvar Njarðvíkur sést hér hjá framkvæmdum við nýja dráttarbraut, sem veriö er að
byggja hjá fyrirtæki hans. Á bak við hann sjást m. a. byggingamót að nýju spilhúsi. (Ljósm. Vísis Bragi Guömundsson).
Oddbergur Eiríksson brautar-
stjóri, sem einnig er í stjóm
skipasmíöastöðvarlnnar.
r.“ 'o:
...
Getur smíðað 400 lesta stúlskip
o@ tekið úrlegu 200 skip í viðgerð
1 undirbúningi er gífurleg
stækkun og jafnframt gjör-
breytlng á Skipasmíðastöð
Njarðvikur. Þegar sú breyting
er fuligerð verður unnt að taka
árlega um 200 smærri og stærri
fiskisklp tll viðgerða og klössun
ar, auk nýsmíði stálskipa sem
fyrirhugað er að hefja þegar
framkvæmdum er komið nógu
langt áleiðis.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur
veitir 65—70 manns atvinnu að
staðaldri og eru það ekki aðeins
Óskar Guðmundsson yfirverk-
stjóri.
Njarðvíkingar sem leita þar
atvinnu heldur og líka Keflvík-
ingar, Sandgerðingar, menn úr
Vogum, af Vatnsleysuströnd og
víðar. Fvrir nokkrum árum
hefði slíkt verið óhugsandi
sökum samgönguerfiðleika, en
er nú ekkert vandamál lengur.
— Verkefnin stóraukast með
hverju árinu sem líður, sagði
Bjarni Einarsson framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins þegar blaða-
menn frá Vísi sóttu hann heim
í skipasmíðastöðina seint f síð-
ustu viku. — Bátamir stækka,
sagði Bjami og verkefnin um
leið. Nú em allt aðrar kröfur
gerðar til stærðar fiskibáta, en
áður var og tilsvarandi kröfur
verður að gera til dráttarbraut-
anna sem taka þá til viðgerðar. ’
Einmitt að þessu erum við að
vinna um þessar mundir.
— Byggja nýjan slipp fyrir
Suðumesjaflotann?
— Já, við erum að byrja á
því núna. Við höfum Iátið gera
áætlun um heildaruppbyggingu
skipasmíðastöðvarinnar sem við
höfum hugsað okkur að byggja
í þrem áföngum. Dráttarbraut-
in kemur í fyrsta áfanganum.
Dráttarvagn, vélar og tæki fá-
um við frá Póllandi.
— Þetta kostar peninga?
Guðmundur Frímannsson tré-
smíðameistari, sem sér um bygg-
ingu á hinum nýju mannvirkjum
skipasmfðastöðvarinnar.
— Það er nú einmitt það,
sem hefur valdið okkur nokkr-
um áhyggjum. En núna höfum
við fengið loforð um stofnlán til
að byggja dráttarbrautina og
fjögur hliðarstæði, ásamt afl-
stöðvarhúsi. Seinna á svo enn
að bæta fjórum hliðarstæðum
við, þannig að alls verða þau
átta. Við bindum miklar vonir
við það að þau komist öll hið
allra fyrsta upp, enda bvggist
rekstrarafkoma fyrirtækisins á
þvf.
í nýja aflstöðvarhúsinu á að
vera, auk dráttarspilsins,
spennistöð, loftpressur, kyndi-
stöð, ásamt tækjum til hreins-
unar og málunar á skipunum.
lafrún frá Neskaupstað stendur uppi i skipasmíðastöðlnni, eikarskip frá 1957, sem tók niðri fyrir
íokkru í innsiglingunni við Grindavfk og er verið að gera við kjölinn.
Við höfum sótt um stofnlán
til kaupa á framangreindum
tækjum í aflstöðvarhúsið, er
það mál sem stendur í athugun
hjá ríkisstjóminni.
Þessi fyrsti áfangi hinnar
fyrirhuguðu skipasmíðastöðvar
var upphaflega áætlað að myndi
kosta um 23 milljónir króua.
— Hvað er svo um næsfa á-
fanga? Hvaða verkefni eru þar
fyrir hendi?
— Það er að byggja verk-
stæði fyrir flokkunarviðgerðir
(klössun) sklpa. gPáMgi ér á-
ætlaður á 26 milljónir króna.
— En lokaáfanginn?
- - Það er smíði stálskipa-
smíðastöðvar. Samanlögð kostn
aðaráætlun á húsi og vélum er
22 millj. kr. þannig að full-
smíðuð ætti stöðin nýja að
kosta röskar 70 millj. kr. En
við vitum að allt er miklum
verðbreytingum háð nú á tím
um, ekki sízt vinnulaun.
— Hvað gerið þið ráð fyrir
að bað taki langan tíma að
koma stöðinni upp í sinni nýju
mynd?
— Við höfðum hugsað okkur
að það *æki ekki nema 4—5
ár, en auðvitað veltur allt á
lánamöguleikum.
— Eru þeir fyrir hendi?
— Við vitum það eitt að
fyrirgreiðsla við uppbyggingu
fyrirtækis okkar hefur verið
tekin inn í framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar, og það segir
ekki svo lítið.
—- Er undirbúningurinn bú-
inn áð vera lengi í gangi.
— Það má segja að við höfum
byrjað að stefna að því marki,
sem við gerum nú frá því fyrir
5 árum, eða árið 1961, með
endurbyggingu gömlu dráttar-
brautarinnar. Þá varð séð fyrir
um stækkun fiskiflotans og þá
varð ekki lengur hjakkað i
sama farinu. Við urðum að
fylgja kröfum tímans.
Undanfarið höfum við einnig
byggt upp trésmíðadeildina í
Framhald a bls. 13
Hér sjást forráðamenn skipasmíðastöövarinnar, Bjaml Elnarsson
stjómarformaður og Loftur Baldvinsson framkvæmdastjóri. Á borö-
inu hjá þeim er skjala- og teikningabunki, sem er undirbúningur
nýju dráttarbrautarinnar.
Viðtal við Bjarna
L.narsson, forstjóra
o