Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 11
V1SIR . Fimmtudagur 3. marz 1966. wm% v •: •'• ■•• ■' ■ • Skíðaiþróttin er sannkölluð „íþrótt íþróttanna“, þegar vet- ur konungur ríkir. Hér á ís- landi kann fólk vel að meta þessa iþrótt, og sannar mikil sala á ýmsum skíðavörum það og um helgar má oft sjá heilu fjölskyldumar á leið til fjalla í heilnæma loftið, þar sem dag- urinn líður undrafljótt. • í Þýzkalandi er áhuginn á skfðastökki geysimikiIL Þetta virðist í fljótu bragði afar fífl- djörf íþrótt, og venjulegu fólki finnst að þeir sem stökkvi séu hálfgerðir loftfimleikamenn, sem eigi fremur heima í sirkus en í íþróttum. En skíðastökkið er ekki svo hættulegt, — það þarfnast kunnáttu að stökkva, og þegar hún er fengin er þessi iþrótt stórfengleg. • Þessi fallega mynd var tek- in i Garmisch-Partenkirchen fyrir nokkm og sýnir stökkv- ara í loftinu, en baka tQ fi myndinni sést þessi fallega v.-þýzka borg. FERENCVAROS SLEGIÐ ÚT Inter frá Milano og ung- versku meistaramir Ferencvar- os, sem kepptu í Evrópubikam- um við Keflavík, gerðu jafntefli í leik sínum í Budapest í gær- kvöldi í Evrópubikarkeppninni. Úrslit leiksins urðu 1:1, en áð- ur hafði Inter unnið á heima- velli með 4:0. Inter fer því á- fram í undanúrslit keppninnar. 1 Prag vann Sparta júgóslav- nesku meistarana Partizan með 4:1 í fyrri leik liðanna í 8-liða keppninni. Sparta er því lik- legt í undanúrslitin. r Drengjameistarantóf Islands: SKÍÐASTÖKK Franskur kvarteft EFNISSKRÁ: Francois Couperin: „L’Astrée'* — Sónata £ g-moll William Young: Sónata í D-dúr J. S. Bach: Sónata í G-dúr G. Ph. Telemann: Kvartett í d-moll Pierre Wissmer: „Quadrige" Edv. Hagerup Bull: Kvartett „Ad Usum Amicorum Hallgrímur Helgason: Romanza fyrir fiðlu og píanó Daniel Ruyneman: „Amaturasu" Quatuor instrumental de Paris“ hélt tvenna tónleika á vegum Ríkisútvarpsins, fyrst í útvarpssal (sem ég heyrði ekki) og siðan £ hátfðasal Háskólans s.l. mánudagskvöld. Kvartettinn mynda Janine Volant-Panel, fiðla, Elsa Menat, píanó og sembaló, Maryse Gauci, flauta og Mireille Reculard, viola da gamba og celló. Einhverra hluta vegna var engu Iíkara en að Reykvikingar hefðu allt að þvi almenna vantrú á kven- legum tónlistarflutningi, og var að- sóknin þvf miður eftir þvi dræm. Samt fluttu þær með sér andrúms- loft fágaðrar músíkmenntar stór- þjóðar, sem aldrei hefur verið neitt blávatn í þeim efnum, og það hefðu menn mátt vita fyrirfram. Efnisskráin skiptist f tvo gerólíka hluta. Fyrr helmingur hennar var helgaður 17. og 18 aldarlist, en sá síðari fjallaði um verk frá seinustu áratugum, og þar af voru tvö helg- uð „Parfsarkvartettinum" sjálfum. /Jll meðferð þessara ólfku verka einkenndist af afbragðsgóðum samleik, og í samleik varð einstakl ingurinn „sjálfum sér meiri", (á- þreifanlegt dæmi um þá staðreynd, að beztu einleikaramir eru ekki allt af beztu samleikaramir (sjaldnast), eða þá, að jafnvel hinir beztu kammermúsikantar em ekki áhrifa miklir einleikarar). Ekki var laust við, að tónleikamir fæm heldur dauflega af stað, og var það mest hinum veikróma „continuo" hljóð fæmm að kenna (sembalóið, sem notað var, var fremur leikfang en konserthljóðfæri), og verkin þess eðlis, að það er tvímælalaust skemmtilegra að leika þau en að hlýða á þau til lengdar, (eiginlega var það aðeins hinn frábæri flautu leikur, sem hélt allri athygli manns.) J kvartett Telemanns voru hin raddmeiri hljóðfæri (cello og píanó) notuð, og reyndist fjörmik ið og áheyrilegt verk, útrás fyrir fyllstu leikgleði. Ánægjulegt var og að þama skyldi eitt íslenzkt verk verða með í leik, Rómanza Hall- gríms Helgasonar, og auðfundið, að það féll áheyrendum vel í geð. Tón skáldið íslenzka var klappað upp, og það þakkaði með handakossum á útlenzka vfsu. Smásmíðin „Ama turasu" eftir Ruyneman lauk tón leikunum, og urðu hinar frönsku listakonur að endurtaka það. Þorkell Sigurbjörnsson. Drengjameistaramót fslands (innanhúss) fór fram sunnudaginn 27. febrúar s.l. ÍR hlaut þrjá af fjórum meisturum á mótinu, en ágætum árangri náði ungur Þing- eyingur,'Páll Bjömsson, sem vann elna grein en varð annar í tveim greinum öðrum. Orslitin á mótinu urðu þessi: Langstökk án atr.: Þór Konráðsson, fR 2.94 Páll Bjömsson, HSÞ 2.93 Karl Erlendsson, HSÞ 2.87 Þorkell Fjeldsted, UMSB 2.86 Óli H. Jónsson, IR 2.86 Páll Dagbjartsson, HSÞ 2.84 Gestur: Jón Þ. Ólafsson, fR Þrístökk án atr.: Þór Konráðsson, ÍR Páll Bjömsson, HSÞ Páll Dagbjartsson, HSÞ Óli H. Jónsson, ÍR Karl Erlendsson, HSÞ Sigurður Jónsson, UMFS Gestur: Jón Þ. Ólafsson, ÍR Hástökk án atr.: Páll Bjömsson, HSÞ Karl Erlendsson, HSÞ, Einar Þorgrímsson, ÍR 3.14 Þorkell Fjeldsted, UMSB | Jón Vigfússon, HSK Sigurður Jónsson, UMFS 8.96 8.95 8.68 8.68 i 8.67 8.58 9.58 Gestur: Jón Þ. Ólafsson, ÍR Hástökk með atm Einar Þorgrfmsson, ÍR Karl Erlendsson, HSÞ Jón Magnússon, KR Óli H. Jónsson, ÍR Páll Dagbjartsson, HSÞ Páll Bjömsson, HSÞ Gestur: 1.54 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1.51 1.45 1.35 1.35 1.35 1.70 1.70 1.51 1.65 1.65 1.60 1.60 2.05 Sf jarfa bifreiðarinnar er hreyfillinn, ssrJlifið er stýrishjólið Það er margt hægt að gera til að fegra stýrishjólið, en betur en við gerum það er hægt að gera. Er það hagkvæmt? Já, hagkvæmt, ódýrt og endingar- gott og - Viljið þér vita meira um þessa nýjung - Spyrjið viðskiptavini okkar, hvort sem þeir aka einka bifreið, leigubifreið, vörubifreið eða jafnvel áætiunar bifreið. - Allir geta sagt yður það. Upplýsingar í síma 34554 frá kl. 9—12 f.h. og 6,30 — 11 e.h. Er á vinnustað (Hæðargarði) írá kl. 1 -10 e.h. Mikið úrval af nýjum litum. ERNST ZIEBERT, Hæðargarði 20

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.