Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 8
V í S IR . Fimmtudagur 3. marz 1966. a caa VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Agnar ólafssor Ritstjóri: Gunnar G. Schraro Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Rltstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innaniands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. Ný atvinnugrein Um síðustu helgi hélt eitt af loðdýraræktarfélögum þeim, sem stofnuð hafa verið fund og sendi Alþingi áskorun um að samþykkja frumvarpið um leyfi til loðdýraræktar. Er í áskoruninni bent á það að hér geti orðið um mikilsverða atvinnugrein að ræða, er skapi allnokkrar gjaldeyristekjur. Á því leikur varla vafi, þegar höfð er í huga reynsla annarra þjóða í ræktun minks og annarra loðdýra. Það eina sem í vegi fyrir málinu hefur staðið er ótti margra góðra manna við það að ný og alvarleg náttúruspjöll muni af því hljótast, ef aftur verður leyfð minkarækt í landinu. Vissulega hræða fyrri spor í því efni, eins og Náttúruverndarráð bendir á í áliti sínu, þar sem ráðið legst eindregið gegn því að leyfi verði veitt. Ótrúleg handvömm og mistök áttu sér stað í minka- ræktinni á sínum tíma, sem ollu útbreiðslu minksins í náttúru landsins. Með skynsemi og fyrirhyggju og ítarlegum lagakröfum um búnað minkágarða ér hins- vegar hægt að búa svo um hnútana að minkar sleppi ekki úr búrum. Þannig hafa nágrannaþjóðirnar farið að og okkur er vorkunnarlaust að framfylgja jafn ströngum reglum. Verður þá varla hætta á að villi- minkum í landinu fjölgi af þeim sökum og jafnframt verður að hafa í huga að minkurinn er þegar í Jand- inu. Sé fyllstu aðgæzlu gætt í búnaði minkagarða ætti náttúrulífi landsins ekki að stafa hætta af minkaeldi og því eðlilegt að það verði aftur leyft. Aukning iönlánanna \ forystugrein Tímans í gær eru þau sérstæðu stjórn- málarök á borð borin að iðnaðurinn íslenzki eigi við vaxtaokur og lánsfjárskort að búa. Mjög er málgagn Framsóknarflokksins seinheppið í vali sínu á gagn- rýnisefnum ,eins og fyrri daginn. Fram á það hefur áður verið sýnt hér í blaðinu að vextir hér eru ekki hærri en í sumum nágrannalandanna. Hvað lánsfjár- kreppuna snertir er hún heimatilbúin á ritstjóm Tím- ans. Útlánaaukningin til iðnaðarins var árið 1964 sam- tals 94 millj. króna. Á síðasta ári, því ári sem Tíminn heldur því fram að bankamir hafi verið lokaðir fyrir iðnaðinum, var útlánaaukningin til iðnaðarins í land- inu hvorki meira né minna en yfir 150 millj. króna. Það þarf því sérstætt hugarfar til þess að halda því fram að iðnaðinum hafi verið haldið í lánakreppu. Við þetta má bæta tölunum um Iðnlánasjóð. Á tímabili vinstri stjórnarinnar lánaði hann í þrjú ár aðeins út 9 millj. króna. Síðustu þrjú árin hefur Iðnlánasjóður hins vegar lánað út 148 millj. króna. Þegar á þessar tölur allar er litið hlýtur annað hvort fávizka eða ósvífni að liggja að baki skrifum Tímans um iðnaðar- mál. Kemur mönnum það raunar ekki svo mjög á óvart, þótt þannig sé svarað úr því sauðahúsi. Gin- og kiaufaveiki- hættan Dönsk kennslukonn fékk veikinu og þnr með snnn- nð, oð menn getu verið smitbernr í Kaupmannahafnarblaöinu POLITIKEN í fyrradag, segir aö orðiö hafi aö draga úr bólusetn- ingu vegna gin- og klaufaveiki að nokkru vegna þess aö vamar efni gegn veikinni væri ekki nægilegt fyrir hendi Vísir birti sl laugardag ýtar- lega frétt um gin- og klaufaveik- ina á Sjálandi, en hún hefir vald ið miklu tjóni eins og þar er rak ið, í Hollandi og Sviss og víðar. Blaöið spurði Pál Agnar Páls- son yfirdýralæknir um veikina og þar sem þá var ekki hægt að segja frá þvf, sem eftir honum var haft, á áberandi stað, skal það endurtekið í stuttu máli, að í gildi eru ströng lagaákvæöi, sem miöa að því að hindra að slíkur vágestur sem gin- og klaufaveikin er, berist til lands- ins — og að sjálfsögðu ávallt verið sérstaklega á verði þegar auknar hættur eru á ferðum, og eftirlit hert, og hefur svo verið frá í haust er veikin kom upp. Til svo strangra ráðstafana var gripið einu sinni eða tvisvar — í annað skiptið 1953 — að far þegar voru sótthreinsaðir og far angur þeirra, enda sérstök á- stæða fyrir hendi. Páll Agnar Pálsson segir það hafa aukið erfiðleikana við að hindra útbreiðslu veikinnar er- lendis, að henni veldur nýtt veiruafbrigði, og þess vegna ekki tekizt enn að afla nægilegra vamarefna gegn henni. Til marks um hið gífurlega tjón, sem veikin getur valdið segir Politiken, að á „Stensby- gaard“ á Sjálandi hafi orðið að slátra 300 gripum. Þar meö var 40 ára kynbótastarf lagt í rúst- ir og fjárhagslegt tjón af því aö gripunum var slátrað 7—800 þús. kr. (danskar). Þama var að vísu um kynbótabú að ræða, en þetta gefur hugmynd um tjónið erlendis, ef skorið er niður af mörgum bæjum, jafnvel svo tug um og hundruðum skiptir, eins og át hefur sér stað i Hollandi og Sviss. Hvert mundi tjónið í einni sveit á Suðurlandi, ef skera yrði niður kúastofninn? Fólk getur einnig tekiö gin- og klaufavelkina og Politik- en í fyrradag skýrir einmitt frá slíku tilfellí (þau eru mjög sjaldgæf, en menn veikj ast ekki hættulega. En þessi smitun, segir yfir- maður rannsóknarstöfnunarinn- ar á Lindholm, dr. Michelsen, hefir „vakið mikla athygli okkar, því að með þessu smittilfelli er sannað, að menn geta verið smitberar gín- og klaufaveiki — „Það er víst óvanalegt og hefur á sér skoplegan blæ“, sagöi unga kennslukonan, „að manni skuli vera vísað til dýralæknis til þess að fá nánari vStneskju um þaö, sem gengur aö manni“. Þetta sagðl kennslukonan í „Kalvehare“ í viötalS viö Kaupmannahafnarblaö, en baö um aö nafns síns væri ekki getið og borið smit til stórra svæða. Þess vegna verðum við líka að hafa sérstakt eftirlit meö, að starfsm. okkar og aðstoðarmenn verði ekki smitberar. Ekki ætti að burfa aö fjöl- yrða um hver vá væri fyrir dyr um í íslenzkum landbúnaði, ef þessi veiki bærist hingað og er þess að vænta að feröa- menn og aörir hafi hugfasta þá hættu, sem hér er um að ræða, ef inn í landið kæmist hrá kjöt vara eöa annað sem gæti leitt til smitunar. KENNSLUKONAN Á SJÁLANDI VEIKTIST Það var kennslukona á Sjá- landi, sem veiktist. Veikin er ekki hættuleg mönnum sem fyrr var getið. Einkennin eru svipuö og innflúenzueinkenni, blöörur eða dálítið smá slímhimnusár á tungunni og síðan blöðrur á fingrum, einkum við neglumar. „Það eru áreiðanlega fleiri til felli“, sagði dr. Michelsen — en þau hafa ekki verið rannsökuð. Það er fyrst nú vegna þeirra tæknilegu skilyrða sem við höf- um yfir aö ráða, að við getum fullyrt hvort það er gin- og klaufaveiki, sem menn hafa smit azt af.“ LINDHOLM Rannsóknarstofnunin til hindr unar útbreiðslu veikinnar er á eynni Lindholm, Sjálandi, svo sem getið var í fréttinni s.l. laug ardag, og það er gegnt Lind- holm, sem veikin gaus upp. Dr. Michelsen segir, að æski- legra væri að hafa rannsóknar stöðina, þar sem engir gripir eru nálægir, eða í stórborg en flutningur hennar mundi kosta 100 milljónir króna og kemur því ekki til greina. — a. Tímaritið ORÐIÐ komið út ORÐIÐ — misserisrit Félags guö fræðinema — er komið út í vönd uðum búningi, myndskreytt, prentað á fallegan pappír og smekklega umbrotið. Kennir margra grasa í ritinu. Grein er eftir síra Guðmund Sveinsson: Rudolf Bultmann, ævi og guðfræði. Dr. Þórir Kr. Þóröarson, prófessor, sem er ráðunautur þessa athyglisverða tímarits, skrifar fróðlega grein um arkítektúr og guðfræöi. Síra Sigurður Pálsson, prófastur á Selfossi, skrifar ritgerð, sem nefnist Nokkur orð um kirkju- byggingar. Húsameistari ríkis- ins, Hörður Bjarnason arkitekt skrifar nýstárlega grein: Viðhorf arkitekta til kirkjubygginga. Enn fremur eru greinar eftir guð- fræðinemana Kolbein Þorleifs- son og Heimi Sveinsson. Grein Kolbeins nefnist Um Grænlends trúboðann Egil Þórhallsson, en grein Heimis kallast Einingarvið leitni kirkjunnar frú lúthersku sjónarmiði. Þá er og ritsjáin Ex libris eftir dr. Þóri Kr. Þóröar- son, sem fjallar um erlend rit, er snerta guðfræðileg vanda- mál kirkjubygginga, en þetta heftl tímaritsins Orðið er einmiti sérstaklega helgað þeim mál- um. Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.