Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 3. marz 1966, Eldbjarminn sást úr Reykja- vík í fyrrinótt, en trésmiöjan að Álfhólsvegi 11 st.óð hátt á Kópavogshálsinum. AIls komu sex slökkviliðsbílar á staðinn þar sem varð einn mesti bruni um langt skeiö. Ibúum í nágrenni trésmiöj- unnar varð ekki svefnsamt, en allt í kring eru ibúðarhús. Sker andi væliö í sírenunum vakti upp bömin og í giuggum sam- býlishúsanna mátti sjá awarleg Trésmlðjan alelda og þakið hrunið niður þegar myndin var tekin um tvöleytið í fyrrinótt. (Ljósm. Vísis: B. G.) 3 BáI andlit áhorfenda á öllum aidri. Ekki löngu eftir að eidurinn hafði komið upp hafði safnazt saman við brunastaðinn mikill mannfjöldi. íbúar Kópavogs næturhrafnar sem voru á leið heim til sín úr Reykjavik, fólk úr höfuðborginni sem hafði séð eldbjarmann álengdar, hálffull- ir unglingar á þvælingi. Bíla- þvaga myndaðist skjótt við stað inn. Nokkur hundruð manns horfðu á eldtungurnar teygja sig til himins og verðmæti fyr- ir milljónir verða eldinum að bráð. Slökkviliðið hóf strax að dæla vatni á eldinn úr geymum slökkvlliðsbíla og sljákkaði nokkuð í honum við það, en vatnið þraut von bráðar. Búið var að koma fyrir leiðslum til þess að ná vatni úr næstu brunahönum — en vatnið var frosið í hönunum. Slökkviliðs- maður hætti sér inn í reykinn og svæluna, en var dreginn út aftur háifmeðvitundarlaus og gefið súrefni. Nær engu var bjargað úr eld- inum. — Vátryggingin var fyrir tæpar fimm milljónir, sagði Páll H. Jónsson, eigandi tré- smiðjunnar í viðtali viö Vísi daginn eftir brunann, er þá skóverzlunin eign Ásgeirs Jóns sonar ekki talin með. Þessu hefði verið bjargað, ef vatnið hefði ekki verið frosið í næstu fjórum brunahönum við bruna- staðinn. — Sjálfsagt verður trésmiðj- an byggð upp aftur á sama stað sagði Páll, sem hefur rek ið fyrirtæki sitt um fimmtán ára skeiö, að lokum. Slökkvifiðsmenn notuðu fyrst vatn það, sem geymt var f tönkum slökkviliðsbifreiðanna, en þegar þaö þraut varð ekki ráðiö við eldinn vegna vatnsleysis þar sem vatnið í brunnunum var frosið. Á brunastað í gærmorgun. (Ljósm. Vísis B.G.) I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.