Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 2
Hjónaefnin vinsæ! meðal táninga Nú nálgast brúðkaup krón- prinsessu Hollands, Beatrix og Þjóöverjans Amsberg, en hann heitir fullu nafni Claus Georg Vilhelm Otto Gerd von Ams- berg. Eins og lesendur síðunnar hafa þegar lesið þá eru nú ekki allir Hollendingar jafnhrifnir af ráðhafnum, það eimir mikið eftir af andúðinni á Þjóðverjum síðan i stríðinu. En unga fólkið, það virðist hvorki láta landamæri né þjóð erni á sig fá en samgleðst að- eins prinsessunni með að hafa fundið „þann rétta“. Ungling- arnir spranga um í tréskóm sem skreyttir eru myndum af prinsessunni og unnustanum og ungu stúlkurnar hnýta um höfuð sér klúta, sem prýddir eru andlitsmyndum af hjóna- efnunum. Lítil saga Leonov geimfari kemur úr geimferð. Kosygin fer með hann afsíðis og spyr: — Sástu Drottin þama uppi? — Já, svarar Leonov — Þetta grunaði mig, sagði Kosygin, en fyrir alla muni segðu engum frá því trá Rússíá Nokkrum dögum síðar hitti geimfarinn patríarkann í Moskvu. Patríarkinn hallar sér að Leonov og hvíslar að honum: — Sástu Drottin? — Nei, svarar Leonov — Þetta grunaði mig, sagði patríarkinn, en láttu engan vita af því. Tollheimtumenn og.... að er hreint ekki gaman að vera tollþjónn þessa dag- ana, og þó — það getur haft sínar skemmtilegu hliöar, vin- sælt er það þó varla ... aö minnsta kosti er Unnsteinn Beck áreiðanlega ekki meðal vinsælustu sona þessa lands, eins og sakir standa. Það er annars undarlegt með þann mæta mann, þeir háu herrar í ráöuneytum og á þingi, sem skipa honum að framkvæma hitt og þetta, sem þeim þykir ekki gott, sem fyrir því verða — það minnist enginn styggð- aryrði á þá, en allir bölva Unn- steini, og þegar honum finnst að vonum meira en nóg kom- ið af svo illu og sækir um annað starf, þá stendur ekki á þeim sömu háu herrum að veita honum það — svona pro- forma, að minnsta kosti, — en svo klappa háu herramir bara á öxlina á honum ... heyrið þér mig Unnsteinn, það fæst bara ekki nokkur lifandi maður í þetta — og fyrst þér eruö nú orðinn svona óvinsæll, þá — þér skiljið, að minnsta kosti sko á meöan verið er að venja flugfreyjumar af ... þér skiljiö Og svo bitnar allt á Unnsteini Beck, flugfreyjurnar minnast hans þannig i bænum sínum, að hann getur ekki fest væran blund fyrir hiksta ... en þegar viðkomandi ráðherrar stíga upp í flugvélina hjá þeim, brosa þær niður á tær ... En það var þetta með skemmtilegu hlið- amar, ekki fær Unnsteinn heldur að njóta þeirra ... ekki er það hann, sem athugar hvort meyfarþegamir séu „gmnsam- legir“ eins og einn tollvarð- anna komst að orði, þ.e. hvort aö þær séu í meira en þrennum undirfatnaði, eða hvort þykktin sé af völdum meyjanna sjálfra einvöröungu eöa aörir séu þar með í spilinu á „manneskjuleg- an“ hátt — nei, sú skemmtilega hlið snýr ekki að Unnsteini Beck, heldur einungis undir- mönnum hans ... sem sagt — yfirmenn hans njóta vinsælda og virðingar, undirmenn hans þeirrar einu, skemmtilegu hlið- ar, sem til greina getur kom iö ,en hann... hann viröist hvorki borinn til að njóta vin- sælda í lífinu né hinna skemmti legri hliða þess, örlögin em honum meira að segja svo ein- strengingslega óþjál, aö þau leyfa honum ekki einu sinni aö setjast í það embætti sem geng ur sennilega einna næst toll- gæzlustjóraembættinu að óvin- sældum — þó að búiö sé að veita honum það! Þreytt á Angelique Það hafa víst fáar kvikmynda leikkonur verið eins vinsælar hér á íslandi undanfarið og franska kvikmyndastjarnan Michele Mercier. Ef þið þekkið hana ekki undir nafninu Michele Mercier, skulum viö kalla hana Angelique — en það er einmitt það sem ekki má. Hin 25 ára gamla leikkona er orðin alveg dauöuppgefin á aö vera kölluð Angelique, þótt hún eigi Angelique auð sinn og frama að þakka og til þess að reyna að villa á sér heimildir hef ur hún látið klippa af sér lokk- ana fallegu sem hún hafði er hún lék Angelique, í samnefndum kvikmyndum. Michele Mercier langar til að rífa sig lausa frá Angelique, al- veg eins og Sean Connery langar til að rífa sig lausan frá James Bond En hvort það mun ganga leiðir timinn í ljós Þótt lokkamir séu famir mun þó enginn í vafa um að stúlkan sem hér talar í síma er engin ötmur en Angelique Kári skrifar: Tollverðir á verð- lagningamámskeið IV'ú er gengin í gildi ný reglu- gerð um hvað ferðamenn megi koma með inn í iandið af tollfrjálsum varningi og hvað ekki. Kvíða margir fram kvæmd þessarar reglugerðar, því að þar segir að ekki sé leyfilegt að koma með nýjan farangur að verömæti meira en 5000 krónur, og þar af megi aðr ir hlutir en fatnaður ekki vera meiri að verðmæti en 2500 kr. — En hingaö til hefur eins og kunnugt er mátt flytja inn allt að því hve mikið sem var, meö- an tollverðimir ,,álitu“ það tak markast viö persónulegar þarf- ir. Ef þessari reglugerð verður strangt framfylgt má búast við aö frúrnar, sem farið hafa í „innkaupaferðir" til Glasgow fyrir jólin undanfarið verði svo lítið súrar, því að ef ekki má flytja inn fyrir meira en 5000 krónur þá veröa Glasgowferð- imar ekki lengur „famar til fjár.“ Og vel á minnzt. Þessar 5000 krónur eru miðaðar við „alvöruverð", en ekki neitt út- söluverð. En hvað er „alvöru- verð“ og hvaö er útsöluverð? Um það er ekki alltaf gott að segja og leikmenn geti varla um það dæmt og þvi er ekki annað fyrirsjáanlegt en tollverð irnir verði að fara á verðlagn- ingamámskeið til Glasgow og annarra náglægra verzlunar- borga .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.