Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 03.03.1966, Blaðsíða 4
VIS IR . Fimmtudagur 3, marzi®9fi6. Boðskapurinn 1966: Fyrsti marz er liðinn og það er meira að segja kominn þriðji marz. Parísarpósturinn er kom- inn og með honum sending til Kvennasíðunnar: tízkumyndir. í fyrradag var hið opinbera leyfi gefið til birtinga á myndum frá tízkuvikunni, sem var fyrir röskum mánuði. Kvennasíðan hefur þó þegar birt fréttir af tízkuvikunni, svo og mvndir, sem einhvern veginn sluppu út fyrir veggi tízkuhúsanna. Eins og menn muna var stórfréttin í ár: Pilsin 15 cm ofan við hné. Tízkumyndirnar í dag eru staðfesting á þessum fréttum og óhætt er að fullyrða að þær konur, sem ætla að tolla f tízk unni, mega setjast niður með þráð og nál og stytta. Fyrstu fréttir, sem berast eru ýmist óljósar eða öfgakenndar en nú má segja að „línumar" séu famar að skýrast. Hvernig eru svo „línurnar?” Því má svara með einu orði: Einfaldar. En við látum okkur ekki nægja svo einfalda skýringu og því skulum við bæta við nokkr um orðum: * ■> < *» ■ ' ' ' Hér sýnir hún Marfa okkur hálsmál, eins og tízkukóngurinn Heim vill hafa það. Óþarfa hnappar og vasar eru úr sögunni. Hnappar eru aðeins hafðir þar, sem þeim er hneppt, og vasar þar, sem þörf er á þeim. Hálsmálið er ekki lengur fleg ið, en handvegurinn aftur á móti þeim mun víðari. Handleggimir eiga sem sagt ekki síður að fá að njóta sín en fótleggimir — ef ekki er um Iangar ermar að ræða. Skartgripirnir eru úr sögunni f bili að undanskildum eyma- lokkum. Þeir eru ómissandi. En þeir eiga ekki að vera úr gulli og eðalsteinum, heldur úr ódýr asta plasti. Támjóir skór og mjöir hælar eru horfnir en í stað þeirra eru komnir svo til flatir, tábreiðir skór. Tæmar eiga að fá að rétta úr sér. Fötin mega hvergi þrengja að. Konan á að geta hreyft sig. Svona eru línumar í stærstu dráttunum. En svo koma tízku- kóngamir til sögunnar og þar kemur hver með sitt. Að lokum Það er mikið um krepefni. Litirnir eru ljósir og ber þar mest á hvítum lit. „Smástelpukjóll" ■ frá Gardin. Efnlð er köflótt ullargaberdine og litimir eru fjólublátt brúnt og hvftt. Tveir skemmtilegir Dior-kjólar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.