Vísir - 01.06.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 01.06.1966, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Miðvikudagur 1. júní 1966. Samkomulagið sam þykkt í Einingu Eins og sagt var frá bér í blaö- inu i gær náðist á mánudaginn bráðabirgðasamkomulag milli verkalýðsfélaga á Norðurlandl og samtaka vinnuveitenda þar og á það að gllda frá 1. júni og um 6- ákveðinn tíma. 1 gærkvöldi var sam komulagið lagt fyrir félagsfundi i verkamannafélaginu Einingu á Ak- ureyri og var það samþykkt þar einróma, eftir því sem blaðinu var tjáð i viðtall við skrifstofu verka- lýðsfélaganna á Akureyri i morgun. Skrifstofan tjáði blaðlnu einnig að aðalatriði samkomulagsins væru þessL 1. Vinnuvikan styttist um 1 klukkustundir og verður 44 stundir. 2. Allir grunnkaupstaxtar hækka um 0.5%. Auk þess hækka allir taxtar þar sem ekki er um aldursuppbót að ræða um 2.5%. 3. Vhma við fisk hækkar um einn taxtaflokk og verður eftir leiðis greidd samkvæmt 2. taxta. Vinna við pökkun og frystingu hækkar tilsvarandi. 4. Álag vegna nætur- og helgi- dagavinnu hækkar um 10% og verður eftirleiðis reiknað sem 91% ofan á dagvinnu- kaup.. 5. Vinna við þungavinnuvélar og bifreiðastjóm verður eftirleiö- is greidd eftir sömu ákvæðum og í samningum milli Dags- brúnar og vinnuveitenda. 6. Þá eru aðilar sammála um að áður en gerðir verða endan- legir samningar, verði undir- búið nýtt greiðslufyrirkomu- lag fyrir veikindadaga. Síldin — Framhald af bls. 1. — Aukast þá ekki afkðstin frá því sem var? — Jú um svo sem 100 mál og verða eitthvað 6000 mál, en það eru svipuð afköst og voru Alh á börnin í sveitina Á TELPUR: Nærföt frá 72 kr. settið Sportsokkar frá 33 kr. Blússur frá 109 kr. Sokkabuxur frá 105 kr. Stretchbuxur frá 142 kr. Gallabuxur frá 110 kr. Peysur frá 160 kr. Úlpur frá 430 kr. Regnlcápur m/hettu frá 270 kr. VERZLUNIN FÍFA Laugavegi 99 (Irmgangur frá Snorrabraut) Önnur bezta eldhúsinnrétting frá Vestur- Þýzkalandi meriti OSTA verður til sýnis í Málaraglugganum við Bankastræti, dagana 1. 13. júnL Eínkaumboð á íslandi: SKORRl H/F Sölustjóri: Ólafur Gunnarsson Hraunbraut 10 Kópavogi, sími 41856. i Móöir og tengdamóðlr okkar VIGDÍS KETILSDÓTTIR verftur jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtud. 2. júní kl. 2 e. h. Fyrir hönd fjölskyldunnar Halldóra Ólafsdóttir Alexander Jóhannsson Grettisgötu 26. Byggjendur! Húsmæður! Á DRENGI: Nærföt frá 44 kr. settið Sokkar frá 32 kr. Skyrtur frá 80 kr. Skyrtupeysur frá 174 kr. Peysur frá 185 kr. Gallabuxur frá 125 kr. Molskinnsbuxur Úlpur frá 430 kr. Regnkápur m/hettu frá 270 kr. þegar verksmiðjan tók fyrst til starfa, en sfðan hefur pressu- útbúnaðurinn og annað gengið úr sér og nú er verið að end- umýja það. Aflinn sæmilegur i gær — tregari 1 nútt Bátamir voru sem fyrr á veiðisvæðinu 220—260 milur út af Glettinganesi i dágóðu veðri, norðangolu og nokkmm svala. 1 gær fengu þessir bátar afla: Gullberg NS 130 — Halki- on VE 240 — Auðunn GK 150 — Björg NK 170 — Heimir SU 220 — Margrét SI 200 — Guð- bjartur Kristján ÍS 200 — Krossanes SU 160 — Jón Finns son GK 210 — Björgvin EA 60 — Gullver NS 280 — Óskar Halldórsson RE 230 — Siglfirð- ingur SI 190 — Ásbjöm RE 190 — Bjartur NK 235 — Guðm. Péturs IS 170 — Sigurður Bjamason 170 — Bára SU 200 — Ólafur Sigurðsson AK 250 — Guðrún Þorkelsdóttir SU 150 Þorsteinn RE 200 — Guðrún GK 150 — Gullfasi NK 120 — Bjarmi 170 — Og það þarf ekki að taka það fram að aflinn er talinn ( smálestum. 1 nótt tilkynntu svo þessi skip um afla: Ingvar Guðjónsson 130, Búða- klettur 170, Guðrún Guðlaugs- dóttir 181, Amar 170, Reykja- borg 90, Vigri 190, Fróðaklettur 100, Gunnar SU 200, Hólmanes 86, Ásþór 186, Guðrún Jónsd. 90, Gísli Ámi 234, Fákur 90, Hoffell 60. Flest skipanna, sem fengu afla f nótt, landa f Sfldina og Dag- stjömuna sem em á miðunum eystra og bíða nokkur skip eftir að landa f þau. Aflinn er eitt- hvað tregari og síldin er mikið dreifð. Bálar em sífellt að kasta, en sfldin er stygg. Bræðsla er aö hefjast víðast hvar fyrir austan og hófst sums staðar I gær og í dag. Oritiur — Framh at bls lb um, sem þeir félagar komust að eftir að hafa siglt að fyrirbær- inu. — Ég var uppi á fljóti um hálfníu í gaerkvöldi, þegar tveir kunningjar mínir komu til mín og sögöu að ormurinn væri kom inn upp. Ég hafði alltaf búizt vift a3 þetta gæti skeð og brá því við og héldum við Björn Björasson rafvirki af stað upp- eftlr fljótinu um 25 km. keyrslu á bátnum. Þegar sú vegalengd var farin um 40 mínútum seinna sáum við langa, slitrótta, dökka rák og gátum okkur til að þetta hlyti að vera fyrirbærið og pass- aði það við staðinn, sem okkur hafði verið gefinn upp á fljót- inu beint undan bænum á Hall- ormsstað. Náði rákin upp i Atla vík og var þar nær landi. Við sigldum að þessu til þess að at- huga fyrirbærið nánar og sáum að hér va um að ræða stóra flekki af sinu, laufi, leir, birki- hrlslum og rótarhnyðjum og ýmsu rusli, sem ámar hafa bor- ið fram á leysingunum. Rákin var 2—5 m. breið en að sögn fólksins á Hallormsstað, sem sá fyrirbrigðið bezt þá var hún mikið mjórri fyrr um daginn. í þessari rák var mikið um sinu, sem var farin að breiða úr sér. Undanfarið hefur verið sunn- anátt og mikil leysing á þessum slóðum, en í gærmorgun snerist til norðanáttar og töldum við Bjöm skýringuna á fyrirbærinu vera þá, að þegar norðanáttin kemur á móti ruslinu, sem flýtur út í fljótið með lækjun- um myndist röst. Annars vegar sé straumurinn frá landinu, sem ber þetta með sér og hins vegar golan á móti og þá sé röstin komin. Við urðum fyrir hálfgerðum vonbrigðum með það að Lagar- fljótsormurinn var ekki merki- legri en sina, hrossatað og tómar niðursuðudósir. Við fórum f land á Hallorms- stað og töluðum við fólkið, sem hafði séð orminn greinilega fyrr um daginn og virtist hann þá synda upp eftir fljótinu en skýringin á því er sennilega sú, að ölduhreyfingin á röstinni hafi valdið þessari sjónhverf- ingu. Einnig hittum við tvo menn sem voru að koma ofan úr fjallinu og höfðu þá þaðan aðeins séð rusl á reki en úr vissri fjarlægð úr landi virtist sem væri þykkt í röstinni, annars er ekki gott að segja, hvemig svona röst hagar sér. Skemmtiferðir — Framh af bls 1 byggð þar, sem þorpið er nú. Skipulagðar verða ferðir um nágrennið, skoðuð Vestribyggð við Eiríksfjörð og Einarsfjörð, þorpið Narssarssuaq skoðað, en Jjað er mjög nýtízkulegt (þar gefst mönnum tækifæri að sjá innlenda sýna leikni sína á kaj- ökum), farin verður ferð inn á Grænlandsjökul, en einn dag hafa menn til eigin ráðstöfunar. Má nota hann t.d. til að renna fyrir Grænlandslax, sem er bleikja. Fjögurra daga ferðimar kosta 7967 kr. Flogið verður með DC-6B. Korn — Framh. af bls. 16 sem hér væri reynd væri sú eina sem fær væri. Sama væri í hvemig ástandi kornið væri flutt til lands- ins, dreifingarkostnaður þess væri alltaf sá sami. Hér væri um að ræða spurningu um, hve mikið væri unnt að lækka kostnaðinn af flutn ingi sjálfrar vörunnar. Flutnings- kostnaðurinn pr. tonn væri mun lægri ef komið væri fluttt eins og hér hefði verið reynt, heldur en ef það væri flutt inn sekkjað og munaði vitanlega enn meiru, ef það væri flutt inn í verulegu magni. í þessu sambandi skipti miklu máli, hve stórt skipið væri, sem flytti komið. Norðmenn til dæmis flyttu kornið frá Ameríku til Noregs meö skipum sem væru 15000 tonn aö stærð, og svipað væri að segja um aðrar Norðurlandaþjóðir. Gísli sagði að skip Eimskipafélagsins væru allt of lftil, til að hægt væri að fá muninn á flutningskostnaðinum, eftir því í hvaða ástandi komið er flutt, eins mikinn og hann gæti mest orðið. Þá sagði Gís’.' einnig, aö fullkominn uppskipunarútbúnað þyrfti til aö minnka kostnaðinn af flutningi vörunnar eins og unnt er. Helzt þyrfti að vera hægt að landa 60 tonnum af komi á klukkustund. Að lokum sagði Gísli að hér væri um að ræða lítinn vísi aö því sem koma skyldi. Samt væri hér um virðingarverða viðleitni að ræða. Væri þetta sönnun þess, í hvaða horf þyrfti að koma þessum málum. íþróttir — Frh. af bls. 2: gefst. Hann var keyptur til Dundee Utd. frá Colchester Utd. Jh..my Briggs, vinstri bakvörð ur, þjálfaður hjá Dundee Utd. frá unglingsárum. Hann er þrekvaxinn og harðskeyttur leik maður. Hikar ekki frekar en Tommy Millar að skjóta á mark, ef færi gefst. Tommy Nelson, hægri fram- vörður. Hann var kepptur til félagsins frá East Fife og er nú einn af reyndustu leikmönnum Dundee Utd. Hann var settur út úr liðinu um tíma, en hefur unnið sæti sitt að nýju. Stericur leikmaður með nákvæmt auga fyrir góðum sendingum. Doug ' nith, miðframvörður og fyrirliði Dundee Utd. Hann var í unglingaliði Aberdeen, þegar Dundee Utd. fékk auga- stað á honum. Hann varð lengi að bíða eftir því að komast i að- allið Dundee Utd., þvi enginn annar en Ronnie Yeats, núver- andi miðvörður og fyririiði ensku bikarmeistaranna Liver- pool, hélt stöðunni. Þegar svo Dundee Utd. seldi Yeats til Liverpool losnaði staðan og hef ur Smitl. sýnt, að hann er verð- ugur arftaki hins hávaxna Yeats. Smith er afar taktiskur leikmaður og sleppir ógjaman manni fram hjá sér. Lennart Wing, vinstri fram- vörður. Lennart er Svfi og lék áður með sænska liðinu Ör- gryte í mörg ár, og einnig með sænska landsliðinu. Lennart er kænn leikmaður, bæði með knöttinn og án hans. Frank Munro, hægri innherji. Hann var um tíma í herbúðum Chelsea í London, en þjáðist af heimþrá. Kerr framkvæmda- stjóri var þá ekki seinn á séi að fara á stúfana og kaup? hann. Munro er aðeins 18 ám gamall, stór og þrekvaxinn leik- maður. Hann hefur leikið með skozka unglingalandsliðinu. Finn Dössing, miðherji, er danskur leikmaður, sem f mörg ár lék fyrir Viborg. Hann er ó- viðjafnanlega marksækinn og markheppinn og hikar ekki við að reyna markskot úr óliklegum tækifærum. Dössing er hár og þrekinn leikmaður, ávallt i sóknarhug, svo miklum, að mörgum miðvörðum skozku 1. deildar keppninnar stendur mik ill stuggur af honum, þegar hann kemur brunandi. Dennis Gillespie, vinstri inn- herji. Hann er í dag álitinn ein- hver slyngasti og skemmtileg- asti innherjinn í skozku deild- inni. Frábærar sendingar hans og uppbyggingastarf í samvinnu við Finn Dössing og Örjan "’ers- son hafa leitt til fjölmargra Dundee Utd. marka. Örjan Persson, vinstri útherji. Hann er sænskur og lék með Örgryte eins og Lennart Wing, áður en hann gerðist atvinnu- maður á Skotlandi. Örjan vann sér þegar í stað mikla hylli sem atvinnumaður á Skotlandi. Hann er mjög fljótur og kænn leikmaður, sem sagt er um, að geti snúið sér við á tíeyringi. Hann er margfaldur sænskur landsliðsmaður, lék m. a. á síð- asta árí með Svíum gegn Braz» líu og Vestur-Þýzkalandi. Auk þess koma með liðinu til íslands Fan Mitchell, skozk- ur unglingalandsliðsmaður, sem keyptur var frá Falkirk, Stuart Frazer, sem leikið hefur með Dundee Utd. í 8 ár, Bill Hainly, sem Dundee Utd. keypti frá Partick fyrir 3 mánuðum og Bobby Carroll, sem leikið hefur með Dundee Utd. um eins árs skeið, en lék þar áður með St. Mirren og Celtic. Þe.c má að lokum geta, að KSÍ hafði milligöngu um komu Dundee Utd. og hefur formaður sambandsins, Björgvin Schram, haft veg og vanda af þvf. Dómai' f fyrsta leiknum ei inar Hjartarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.