Vísir - 01.06.1966, Side 9

Vísir - 01.06.1966, Side 9
V í SIR . Miðvlkudagur 1. júní 1966. REYKJA VIKURFLUGVOLLUR SFNNILFGA NOTAÐUR I NÆSTU FRAMTÍÐ Eins og sagt var frá í bb.ðinu í gær flutti Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðh. ræðu við komu hinnar nýju og glæsilegu Fokker Friendship vélar Flug- félags íslands á laugardaginn. Ræddi ráðherra þar ýmis þau mál sem efst eru á baugi í flugmálum landsins, svo sem framtíð Reykjavíkurflugvallar, flugvöll á Álftanesi og fleira. Fer ræða ráðherra í heild hér á eftir. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) p^yrir einu ári kom fjöldi manna saman hér á. flug- vellinum til þess að fagna komu Fokker Friendship-flug- vélar, sem fékk nafnið Blik- faxi. Þar með var endurnýjun flugvéla fyrir innanlandsflugið hafin. Blikfaxi átti drúgan þátt í að gera rekstur Flugfélagsins hagstæðan á árinu 1965, og einnig því, sem ekki er síöur mikilvægt, að auka öryggi og þægindi fyrir farþega. Með komu Snarfaxa, Fokker Friend- ship-vélar nr. 2, má segja að sæmilega verði séð fyrir véla- kosti vegna innanlandsflugsins í bráð. Þörfin fyrir gömlu vél- amar sem þjónað hafa vel og lengi verður minni eftir til- komu þessarar vélar. Rekstur svo gamalla véla hlýtur að vera dýr og óhagstæður fyrir Flug- félagið. Undan því hefur oft verið kvartað að flugvellir úti á landi væru ekki nógu góðir fyrir nýju vélarnar. Mun það vissulega vera rétt. Vellir fyrir skrúfuþotur þurfa helzt að vera malbikaðir. Þótt fjármagn til flugvallargerðar hafi verið aukið verulega síðustu árin hefur ekki enn verfB ráðizt , að mal- bika helztu flugvelli úti á landi. Féð hefur verið notað til þess að lengja og lagfæra flugbrautir og koma upp ljósaútbúnaði og öryggistækjum, sem fluginu er nauðsynlegt. Vissulega hefur mikið áunnizt í því efni. Hafa flugmenn viðurkennt þann regin mismun sem orðið hefur á ör- yggi, ekki sízt í innanlandsflugi, eftir að vitakerfi og önnur ör- yggistæki fluginu viökomandi hafa verið bætt. Er þó enn tals- vert ógert á þeim vettvangi. Malbikun flugvalla. [l/ralbikun flugvalla úti á landi hefst á þessu sumri. Verð- ur byrjað á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. Væntanlega verð- ur ekki langt að bíða þar til hafizt verður handa við ísa- fjarðar- og Egilsstaðaflugvöll. Til flugvalla og öryggistækja veröur varið á þessu ári um 56 milljónum króna. Þótt þetta sé allmikil upphæð og miklu hærri en áður, er nauðsynlegt að fjár- magn til þessara mála verði enn aukið árlega, þar til flugvöllun- um hefur verið komiö í viðun- andi horf. Má fullyrða að skiln- ingur er fyrir hendi i þessum málum. Nú þegar Flugfélag ís- lands hefur endurnýjað flugvéla kostinn vegna innanlandsflugs, vaknar sú spurning hvort svo vel og fljótt megi takast með endurnýjun flugvéla til utan- landsflugs. Vonir standa til að svo geti orðið. Fjármálaráðherra hefur aflað sér heimildar frá Alþingi til þess að veita félag- inu ríkisábyrgð til kaupa á þotu \nægjulegt væri, ef við gætum <ð ári liðnu samfagnaö Flugfé- lagi Islands vegna komu fyrstu þotunnar. Með komu þotunnar má ætla að hefjist mikilsverður kafli í sögu Flugfélagsins, sem gefur nýjan möguleika með auk- inni starfsemi. Reykjavíkurflugvöllur Jþegar rætt er um þotukaup vaknar er um sú spurning hvort Keflavík. Víðtækar athuganir hafa farið fram síðustu árin um skipan flugvallarmála Reykja- víkur. Reykjavíkur. Hafa komið fram tillögur um að byggja flug völl á Álftanesi nægilega stóran fvrir utanlandsflug. Einnig hafa verið uppi tillög- ur um að endurbæta Reykja- víkurflugvöll, þannig að hann nægði innanlandsflugi og að nokkru leyti utanlandsflugi í næstu framtíð. í þriðja lagi hafa verið uppi tillögur um að flytja allt utanlandsflug á Keflavíkur- flugvöll. Á síðastliðnu ári var skipuð nefnd til þess að gera lokatillögur í þessum málum Lagt var fyrir nefndina að kynna sér vandlega tillögur þær og athuganir, sem gerðar hafa verið í flugvallarmálum Reykjavíkur. Einnig skal nefnd- in gera tæknilegar og fjárhags- sambandi en sérstaklega utan- vert Álftanes. Er líklegt aö nefndin leggi til að tekið verði frá hentugt landsvæði í þessu skvni sem yrðu geymt þar til svo kann að fara að á því þurfi að halda. Gert er ráð fyrir ’í skipulagi Reykjavíkurborgar að Revkjavíkurflugvöllur verði á- fram I notkun að minnsta kosti til ársins 1983. Þótt enginn viti hversu flugtæknininni fleygir fram á næstu 15—20 árum, og svo gæti farið að eftir þann tíma verði ekki þörf fyrir langar flug brautir, verður aö teljast hyggi- legt að taka frá land sem nota mætti undir flugvöll I framtíð- inni ef nauðsynlegt þykir. Svo heppilega vill til að ríkið á ut- anvert Álftanes. Landið er að mestu óbyggt og því ekki mikil verðmæti sem þarf að kaupa ef ekki verður leyft að byggja á Ræða Ingólfs Jónssonar, samgöngumála- ráðherra, við komu Snarfaxa til R-víkur Loftmynd af Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur reynist notæfur fyrir þotur. Þeirri spurningu veröur ekki svarað við þetta tækifæri. Það er eigi að síður vitað að flugbrautir Reykjavíkurflugvallar eru nægil. langar fyrir þá tegund þotu, sem Flugfélag íslands hefur I hyggju að kaupa. Viðgerðir á brautum vallarins fara nú fram og eru styrktar eftir því sem unnt er. Ef málin ráðast svo heppilega að þotukaup Flugfélagsins tak- ist og vélin kæmi til landsins á næsta ári, verða sérfræðingar að skera úr um, hvort Reykja- víkurflugvöllur veitir það ör- yggi I flugtaki og lendingu slíkr- ar vélar, sem krefjast verður. Sérfræðingar verða einnig að gefa álit sitt um hvort hávaði, sem óhjákvæmilegur er af þotu- flugi yfir borginni gerir truflun og óþægindi sem borgararnir hafi ástæðu til að kvarta yfir Álit sérfræðinganna mun þvi skera úr um, hvort væntanleg þota Flugfélagsins notar Reykja- víkurflugvöli eða flugvöllinn í legar athuganir sem nauðsyn- legar eru til þess að finna heppi lega lausn þessa máls með senni legri þróun I samgöngumálum. Störfum þessarar nefndar mun sennilega ljúka I næsta mánuði og mun álit hennar liggja fyrir á þessu sumri. Fregnir hafa borizt um að það sé sameigin- legt álit nefndarinnar, svo og þeirra sérfræðinga sem með nefndinni hafa starfað að stefna beri að því að flugvöllur verði áfram á höfuðborgar-svæðinu. Er líklegt að nefndin leggi til að Revkjavíkurflugvelli verði við haldið og hann notaður I næstu framtíð. Flugvöllur á Álftanesi. jpn færi svo aó ákveðið verði til dæmir vegna skipu lags borgarinnar að leggja Reykjavlkurflugvöll niður þá verði að sjs fyrir fullnægjandi aðstöðu í næsta nágrenni Reykjavíkur. Hefur nefndin haft ýmsa taði í huga i þessu þessu svæði. Ég hef talið eðli- legt að ræða lítillega um þessi mál I tilefni af því að við kom- um hér saman til þess að fagna komu glæsilegrar flugvélar, sem mun prýða íslenzka flugflot- ann og þjóna landsmönnum. Með fluginu er rofin einangrun Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra. einstakra landshluta. Fjarlægð íslands frá öðrum löndum skap- ar ekki lengur erfiðleika eða einangrunarkennd. Islenzku flugfélögin hafa gert Island stærra og kynnt landið og þjóð- ■ ina erlendis. íslenzkir flugmenn flugáhafnir og annað starfsfólk flugfélaganna hefur getið sér góðan orðstýr. Flugið er mikil- væg atvinnugrein fyrir íslend- inga. Flugþjónustan innanlands er ómetanleg og án hennar get ur þjóðin ekki verið. Flugið byggir brú milli íslands og ann . arra landa og gerir með því möguleg eðlileg samskipti ís- lendinga við aðrar þjóðir. Flug ið mun gera ísland að ferða- mannalandi. Erlendir ferða- menn munu í vaxandi mæli auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Um leið og ég lýk máli mfnu vil ég óska þess að hagur flug- félaganna megi ávallt fara batn- andi og hin öra uppbygging sem orðið hefur I fluginu haldi á- fram. Ég vil einnig óska þess að uppbygging annarra atvinnuvega megi þróast á sama hátt á kom- andi árum. Megi sú gróska sem verið hefur I þjóðlífinu halda á- fram og sú mikla atvinna, sem nú er fyrir hendi haldast. Það er von allra íslendinga að at- vinnuleysi, kyrrstaða og kreppa verði ávallt jafnfjarlægt Islend- ingur' sem það er nú. Megi bjart sýni og framtak vera rikjandi hjá djarfhuga þjóð, sem vinnur markvisst að alhliða framför- um. Flugfélagi Islands óska ég velfamaðar. Hamingjuóskir vil ég fram bera vegna komu Snar- faxa I íslenzka flugflotann. Megi Snarfaxi verða happasæll. Megi hann færa drjúgar tekjur I sjóð Flugfélags íslands. Megi hann á- vallt fara heill til ferðar og koma heill úr hverri ferð. Hjálp til Hauksstaða Samkvæmt ósk formanns Aust firðingafélagsins I Reykjavlk, hr. Páls Guðmundssonar, hefur Rauði Kross Islands og Rauða Kross-deildin á Egilsstöðum tek ið að sér umsjón og afhendingu á fé og fötum, sem safnað hefur veriö til hjálpar heimilisfólkinu að Hauksstööum á Jökuldal. Söfnun þessari er nú að mestu lokiö, og hefur Rauði Krossinn tekiö við samtals 86.095 krón- um, sem söfnuöust hjá dagblöð- um og skrifstofu RKÍ. Fyrir- tækjum, starfshópum og ein- staklingum, sem færöu söfnun- inni gjafir, bæði föt og fé, er þakkað fyrir hugulsemi slna. Einnig þakkar R.K.Í. Flugfélagi íslands, sem flutti fötin endur- gjaldslaust til Egilsstaða.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.