Vísir - 01.06.1966, Blaðsíða 15
VÍSIR . Miðvikudagur 1. júní 1966.
«gw»W3y.v»Bry
CATHERINE ARLEY:
TÁLBEITAN
KVIKMYNDASAGA
TGNABiÓ
„Og til hvaSa launa ætlizt þér
svo af mér, þegar ég hef örugglega
náð þeirri fótfestu?“
„Að- þér gleymið ekki að þér
standið í þakklætisskuld við mig,
og greiöið hana betur, en hann
hyggst gera“.
„Hvað eigið þér við?“
„Við skulum láta tölumar tala.
Deyi hann nú nemur það fé er hann
ánafnar mér 20.000 dollurum. Þér
þurfið ekki að Iíta undrandi á mig,
ég veit að þér kallið það mikið fé
— en miðað við auðævi hans, er
það ekki svo mikið sem vasaskild-
ingur, og miðað við allt mitt erfiði
í hans þágu og allt það, sem ég
hef oröið að þola af hans hálfu, er
það smánarpeningur. Ef hann kvæn
ist yður, ætlast ég til þess að þér
greiðið mér að honum látnum, auk
þessarar upphæðar, það fé, sem ég
tel mig hafa unnið fyrir og þó
ekki hátt reiknað — eða 200.000
dollara Það kemur sér í góðar þarfir
„Fyrirgefið — en ég er víst heldur sein að átta mig á hlutunum?** —
8.
fyrir mig, en yöur munar ekki hið
minnsta um það“.
„En ekki getur núverandi ásig-
komulag hans haldist óbreytt til
lengdar?"
„Sem betur fer ekki. Annars
kæmu fyrirætlanir okkar að litlum
notum. Það hlýtur að taka mig
nokkurn tima að fá yöur nauðsjm-
lega aðstöðu, og hann að kvænast
yður“.
„Þá er eins víst að hann lifi
næstu tíu árin“.
„Hann er þegar sjötíu og þriggja.
Og þar að auki — hvemig reiknið
þér dæmið? Að hann geri yður að
einkaerfingja á dánarbeði sínum?“
spuröi hann. Og hann bætti við:
„Eitt er vfst — auðæfi yðar veröa
meö ólíkindum. í fullri vissu um
þau, getið þér áreiðanlega afborið
hann hvort það yrði heldur í eitt ár
eða tíu. Yðar bíður það munaðarlíf
sem þér hafið annars ekkert tæki
færi að kynnast. Biðin veröur yður
einungis þægileg ef þér farið í einu
og öllu eftir ráðleggingum minum.
Gleymið því ekki. Ég verð yöur
sá félagi, sem þér verðið stööugt að
taka tillit til“.
„Ég skal muna það. En hvers
vegna viljið þér láta mig eina njóta
allra auðæfanna, að kalla má?“
„Af þeirri góðu og gUdu ástæðu,
að mér er nauðugur einn kostur.
Dveljist ég einn með honum, hér
eftir sem hingað til, verð ég að láta
mér nægja þessi 20.000. Ef þér
gangiö að þessu og verðið hér um
kyrrt, hef ég að minnsta kosti
möguleika til að komast yfir 200.
000 dollara aö auki. Það er athug-
unar vert. Hvað segið þér um
þetta?
„Ég veit varla hvað segja skal.
Þetta hefur allt komið mér mjög
á óvart. Það er allt annað, en ég
gerði ráö fyrir“.
„Ég efast ekki um það. En nú
vil ég að þér hugsið málið í ró og
næði. Ég hef sagt yður sem nánast
frá öllu, og svo svarið þér spurn-
ingu minni á morgun".
„En ég vildi gjaman vita . . . “
T
A
R
Z
A
N
Asim flyttu hinn viröulega dómara út fyr-
ir áður en hann tryllist.
Það er of seint, Serena mín fagra, þetta
er dropinn, sem fyllti bikarinn. Hreyfðu
þig ekki Asim.
Mér var sama þótt ég gerði öll skítverkin
fyrir þig og mér var sama um að elska þig
í fjarlægð meðan ég vissi að þaö var enginn
annar, en þetta er endirinn.
15
SIMONIZ
LINO-GLOSS
SíáHgljóandi
gólfbón
Húsmæður hafið þið athugað:
aö komiö er á markaðinn frá
hinum heimsþekktu SIMONIZ
verksmiöjum
LINO-GLOSS
sjálfgljáandi gólfbón.
LINO-GLOSS gerir dúkinn
ekki gulan .
LINO-GLOSS gefur gömlum
dúkum nýtt útlit.
LINO-GLOSS heldur nýjum
dúkum nýjum.
LINO-GLOSS ver dúka óhrein-
indum og rispum.
LINO-GLOSS gerir mikíð slit-
þol og gljáa.
Biðjiö kaupmanninn um þessa
heimsþekktu úrvalsvöru.
Elnkaumboð:
ÓLAFUR SVEINSSON & CO.
umboðs- og heildverzlun
P.O. Box 718 Rvík, sími 30738.
Sprlnga negluryðar
NOTIÐ
m