Vísir


Vísir - 01.06.1966, Qupperneq 8

Vísir - 01.06.1966, Qupperneq 8
ö VISIR Utgefandi: BlaOaOtgáfaD VISIR Ritstjðri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö Thorarensen Auglysingastj.: Halldór lónsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178 Stmi 11660 (5 Unur) Askriftargjald: kr. 90.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis - Edda h.f Skýlaus játning ^uðséð er á Þjóðviljanum, að þeir sem þar marka línuna, eru ekki í friðarhug, fremur en fyrri daginn. Þá langar í deilur og verkföll. Þeir reyndu sem kunn- ugt er að spilla fyrir júnísamkomulaginu, þótt þeim ábyrgari og raunsærri menn innan verklýðssamtak- anna yrðu í meirihluta. Það eru ekki hagsmunir verka- fólksins sem ritstjórar Þjóðviljans og þeirra líkar eru að hugsa um. Það er annað, sem fyrir þeim vakir. í því sambandi er rétt að vitna hér í orð úr forustu- grein Þjóðviljans s.l. laugardag. Þar segir svo: „Hin voldugu alþýðusamtök mega aldrei sætta sig við það hlutskipti að taka aðeins við árangri af út- reikningum sem miðast við þær forsendur að þjóð- félagsbyggingin megi ekki haggast; öllu heldur ber verklýðsfélögunum að ganga svo langt í kröfum sín- um að það sem úrelt er og rotið fái ekki haldizt við. Þótt einhverjir langlærðir útreikningsmenn sanni til dæmis með tölum að sumar atvinnugreinar rísi nú ekki undir kjarabótum, er sú staðreynd ekki röksemd gegn málstað verkafólks, LJdur krafa um bætt stjórn- arfar“. Svo mörg eru þau orð. Og þau eru auðskilin. Það er þjóðskipulagið, „þjóðfélagsbyggingin“, sem komm- únistar vilja breyta, og til þess að hún riði til falls þarf að spenna bogann nógu hátt í öllum kröfum. Það er bara betra, að dómi þessara manna, „að sum- ar atvinnugreinar rísi nú ekki undir kjarabótum“. Þeim mun fyrr er von á hruni og upplausn. „Lang- lærða útreikningsmenn“ ber að varast. Þeim mega verkamenn ekki taka mark á, jafnvel þótt sumir þeirra séu úr hópi kommúnista og komist að sömu niðurstöðum og hinir, ef reiknað er hlutlaust, án hlið- sjónar af stjórnmálaskoðunum. f sama tölublaði Þjóðviljans eru birt nokkur æsi- viðtöl við hafnarverkamenn. í samræmi við forustu- greinina er einn þeirra látinn segja, að verkamenn „þurfi að vera á varðbergi fyrir þessum talnaspek- ingum“, því hvarvetna sé Vterið að „plata hinn vinn- andi mann“ Þetta er þungur dómur um þá forustu- menn verklýðssamtakanna, sem undanfarin ár hafa samið um kaup og kjör verkamanna, en þeir munu heldur ekki vera mikils metnir hjá kommúnistunum við Þjóðviljann. Hin skýlausa játning Magnúsar Kjartanssonar, í fyrrnefndri forustugrein um það, hvað fyrir honum og félögum hans vakir og að hverju þeir stefna, er jafnframt skýring á því, hvers vegna kommúnistar snúast æfir gegn öllum raunhæfum aðgerðum til þess að stöðva verðbólguna og dýrtíðarskrúfuna. Sífelldar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags þjóna einkar vel tilgangi þeirra. V1SIR . Miðvlkudagur 1. júní 1968. Myndin er af hinum róttæka og áhrifamikla Buddhistaleiðtoga Thich Tri Quang. Hann hefur á mynd- Snni tekið sér stöðu gegnt bústað bandaríska ræðismannsins I Hue, er líkfylgd fer um götumar, en hinn látni er suðurvietnamskur lautinant sem bandarísk hríðskotabyssu-skytta varð að bana, og var sá I þyrlu, sem lautinantinn hafði skotið á. Sj álfsmorðafaraldur í Suður -Yietnam Buddhistar mótmæla stjórn Ky's Buddhistar í Suður-Vietnam hafa nú á nýjan leik gripið til þess örþrifaráðs í baráttu sinni að fremja sjálfsmorð til þess að mótmæla því að Ky hers- höfðingi og stjóm hans sem er hershöfðingjastjóm fari áfram með völd. Þegar þetta er skrifað hafa 5 Buddhistar fram ið sjálfsmorð á fáum dögum með því að hella benzini f föt sín og kveikja í. Fimmti Buddh- istinn, sem farið hefur þessa mótmælaleið nú, var ung stúlka, 17 ára námsmær. Rétt áöur en fréttin barst um þetta hafði Lyndon B. Johns- son forseti Bandaríkjanna lýst skoðun sinni varðandi sjálfs- morðin, kvað þau ekki mundu ná tilgangi sínum og verða til þess jafnvel að seinka því, að borgaraleg stjóm taki viö af hemaðariegu stjóminni. Og um Bandarfkin, stefnu þeirra og af stöðu, tók hann fram, að „ekki yrði aftur snúið“—. í erlendum blöðum er margt um áform Buddhista rætt og m.a. spurt um hvað fyrir þeim vaki. í einni grein segir á þessa leið: Hafa Buddhistaleiðtogam- ir gert sér glögga grein fyrir stjómmálahorfum framtíðarinn- ar? Og hvemig búast þeir við að geta framkvæmt áform sín? Þar segir ennfremur: Það er í rauninni furðulegt, að Buddh- istar skyldu verða þátttakendur í stjómmálum, en þátttakan hófst opinberlega, með mót- spymu þeirra gegn einræðis- stjóm Diems, sem var róm- versk-kaþólskur. Viðhorf Buddh ista, sem þá kom fram, hvíldi bæði á þjóðemislegum og trú- arlegum stoöum. Það er vart vafa bundið, að hótanir um að rýra veldi og stöðu Buddhista, í þjóðfélagi Suður-Vietnam, leiddu til þess að Buddhistar fóru að láta meira til sín taka En einnig er þess að geta„ aö viðbrögð þeirra áttu líka rætur aö rekja til hótana kommúnista, og afstaöa kommúnista í Kína og Norður-Vietnam er andstæð Buddhatrúnni, og sú skoðun er túlkuö í Suður-Vietnam af Vietcong. Af öllum þessum ástæðum hafa Buddhistar verið knúðir til þess að þjappa sér saman í eins konar miðfylkingu og beint út á vettvang stjórnmálanna og þetta hefur aldrei gerzt fyrr. Og frá 1963 hefir þróunin verið í áttina til mótunar buddh istiskrar stjómmálastefnu og ef til vill beinnar þátttöku f stjóm landsins. SKIPULAG. Og með þessari breytingu er tekið upp nýtt skipulag. Árið 1964 er stofnuð Hin sameinaða Buddhistakirkja í Vietnam. Inn an vébanda hennar er ráð, kall- að Ráð andlegra mála — sem er eins konar framkvæmda- ráð, og Tri Quang — hinn at- hafnasami leiðtogi — fram- kvæmdastjóri þess og annars ráðs ber að geta Dharma-ráðið eöa Buddhlstastofnunin (stofn- unin til meðferöar á veraldleg- um málum), og er í henni helzt ur leiötogi hægfara Buddhista í Saigon Tam Chau. Nú er svo komið, að flestir Búddhistar i landinu, hlýða fyrirmælum þess arar stofnunar, en hún hefir eflzt mjög. Ráðið hefir iðulega gripiö inn í gang mála — og þá stundum notið stuðnings ann arra trúflokka — þeirra á meðal höfuðandstæðinga sinna, róm- versk-kaþólskra. LENGI VEL MÓTI VALDBEITIN GU. Lengi töldu þeir sitt bezta vopn að beita ekki valdi. Það var grundvallaratriði, sem fylgt var til hins ýtrasta (sbr. að grípa til þeirrar baráttuaðferð- ar, að kveikja í sér og tortím- ast í benzínlogum). Enginn þarf aö ætla, að með þessu hafi ekki miklum árangri verið náð. „Eng inn getur veriö í vafa um“, seg ir orðrétt í grein, sem hér er stuðzt við, að miklum árangri var með þessu náð og með því leikið illa á vel vopnum búna andstæðinga". KLOFNINGUR. En nú er um þetta atriði kominn klofningur til sögunnar — þar sem vitað er, að meðal Buddhista eru áhrifamiklir hóp ar — sem einkum fylkja sér um Tri Quang — er halda því fram, að Buddhistar verði aö vera við því búnir að beita valdi. Og þaö er þannig ákaflega mikilvægt fyrir leiðtogana, að fá hemaðarlegan stuðning frá yfirmönnum setuliða á ýmsum stöðum og annarra áhrifamanna í stjómarhemum. Og það er slíkt samstarf, sem Ky marskálkur virðist hafa brot ið á bak aftur í Danang og er að reyna að brjóta á bak aft- ur í Hue. ANDVÍGIR STYRJÖLD. Buddhistaleiðtogamir hafa ekki farið dult með það, að þeir væru andvígir þátttöku Banda- ríkjanna í styrjöldinni í Viet- nam. Og að því er viröist eru hægfara og róttækir Búddhista leiðtogar sammála um þessa af- stöðu. Af því hefir leitt, að bandarískir herforingjar og aðr ir, sem þá styðja, hafa orðiö mjög andsnúnir Buddhistum, sem þeir hafa hvað eftir annað reynt að brennimerkja sem „einfaldar sálir", „fimmtu her- deild“, sem reyni að „opna dyrn ar fyrir Vietcong“ til þess að taka völdin í landinu. Buddhistar halda því fram, að Bandaríkin heyi styrjöld gegn kommúnistum á skökkum grundvelli og beiti skökkum Framh. á bls. 11

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.