Vísir - 01.06.1966, Síða 7

Vísir - 01.06.1966, Síða 7
VISXR . Míðvikudagur I. júní 1966, 7 J^Jobelsskáldið var að ganga frá borði, þegar tíðindamenn Vísís heimsóttu admfrál Salmon um borð i skip bans, Surcouf, s.l. laugardag £ þeim tilgangi aö eiga við hann stutt viðtai. Heiðurs- vörður stóð við landganginn og var blásið í lúðra meðan skáldið gekk níður landganginn. Baksvipur skáldsins var eilítið stífur. Kannski var það vegna rigningarinnar eða vegna þess að eitt sldp- anna þriggja sem hér voru í kurteisisheimsókn, Buovet, kostaði rúmlega 4 milljarða dollara (um 170 milljarða isl. kr.), en ennþá má sjá flækinga Bggja á almenningsbekkjum og skúmaskotum í París í stórum stíl. Ef til viil var ástæðan einhver önnur. Aðrir gestir admírálsins í hádegisverðarboðinu, háttsettir stjómmála- menn, embættismenn, bandariski admirállinn á Keflavíkurflugvelli og þekktir athafnamenn kvöddu einn af öðrum og stigu af skips- f jöl. Blásið var í lúðra. Flestir þeirra stigu upp í dollaragrínin sín, en nokkrir hurfu gangandi út í regnið. Á sama tíma og þeir voru að yfirgefa skipið streymdu aðrir gestir um borð eftir óskreyttum landgangi, sem lá í land aftar á skipshliðinni. ....w ...... ■- áíVm Tplduð þér fá að tala við snig? ' sagði aðmirállinn um leið og hann kom frá því að fylgja gestum sinum frá borði, lág- vaxinn, nettlegur og brgshýr maður. Því var jánkað og var þá tíðindamönnum boðið upp í skrífstofu aðmirálsins fyrir neð an aðalbrúna (á herskipum eru margar brýr). Við erum swoheppnir íslend- fjörar freigátur, sem eru útbún- ar vopnum til að eyða kafbát- um. Rakettuútbúnaðurinn, sem skipin fjögur eru með er banda- rískur og eru við mjög ánægðir með hann. Þó er hann að verða úreltur, verður nú settur fransk ur rakettuútbúnaður í öll þau skip, sem verða smíðuð á næst- unni I Frakklandi. Salmon admíráll (tii vlnstri) með tveimur undirmönnum sínum í brú „Surcouf“. CKKIAFTUR STRÍB I é¥RÚPU ingar að hafa ekki her, byrjum við, og skiljum þess vegna ekki haus né sporð á hermennskutitl um og skiljum óljóst hvað það v'M segja að vera aðmíráll. Ekki skal mig furða það svar- aði aðmírállinn og brosti breitt. í Frakklandi veður fólk í villu og svíma í ölium titlum sem varða sjóherinn. Það skilur bet- ur metorðastigann i landhernum Aðmírálsstaða er æðsta staða innan sjóhersins, en állir aðmir álar eru ekki jafnháir. Það er greint á milli einnar og fleiri stjömu aðmírála á sama hátt og greint er á milli generála. I hverju er starf yðar fólgið? p’g stjórna flotanum á N.- At- lantshafi, en í þeim flota, sem ég stjóma eru m.a. sex skip eins og Surcouf, sem er aðallega fallbyssubátur, fjögur skip eins og Buovet, en þau skip eru út- búin rakettum til að skjóta niður flugvélar, sem fljúga með allt að tvöföldum hraða hljóðsins. Að lokum eru í flotadeildinni — Hvað er flotinn stór sem þér stjómið? Ja, hvað er hann nú stór, segir aðmírállinn og ypptir öxlum Vitið þið hvað hann er stór? spyr hann tvo af undirmönnum sínum, sem sátu og hlýddu á samræðurnar. — Upphófst nú mikil samlagning og „discuss ion“. Komust þeir að þeirri nið- urstöðu að flotadeild aðmíráls- ins væri um 25000 smálestir. — Stærð skipanna skiptir þó engu höfuðmáli. Fyrir nokkrum árum stjórnaði Salmon herskipi, Jean, Bard, sem var 45.000 smálestir að stærð (í sama stærðarflokki og hið fræga þýzka skip Bis- marck) eða tæplega helmingi stærra, en samanlögð öll skip flotans, sem hann stjórnar nú. — Þ:,3, sem skiptir mestu máli, sagði aðmírállinn, er út- búnaður skipanna. Bouvet, sem liggur hér við aðmírálsskipið kostaði t.d. 20 milljarða ný- franka, eða þaö sem samsvarar 4 milljörðum dollara. Þessi mikli kostnaður stafar aðallega af dýrum tækjum. Floti þessi er aðallega gerður til þess að heyja stríð við kafbáta, en verður jþar að auki að geta varizt árásum flugvéla. Stjórn De Gaulles hefur mik- ið verið gagnrýnd fyrir það í Frakklandi að eyða of miklu fé í herinn og fyrir það að senda upp einskisnýta gervihnetti, sem gera ekkert annað en að segja ,„bíb-bíb“ í nokkra daga. Við spyrjum því aðmírálinn, hvað honum finnst um þetta. Tjað er rétt, að stjórnarand- staðan hefur notað þetta sem rök gegn stjóminni, en mér finnst þessi rök út i bláinn. Sem hermanni finnst mér of lítið vera veitt í herinn. Undanfarin ár hafa útgjöld til hermála minnkað prósentvís. Nú em veitt 5% af fjárlögum til hers- ins en var veitt fyrir nokkrum árum 6-7%. Við eyðum minna tif hermála af heildartekjunum en Bretar og Bandaríkjamenn, en meira en flest V.-Evrópulöndin. Viö eyð- um nú um- 200, milljörðum ný- franka á ári í herútgjöld. Haldið þér að aftur komi til styrjaldar í Evrópu? Nei, ekki held ég að svo verði Þeir eru til allrar hamingju orðn ir of hræddir hver við annan. Tjegar við vorum á leiðinni til yðar, hittum við einn af undirmönnum yðar, sem sagði okkur að tvö frönsk herskip hafi farið í kurteisisheimsókn til Rússlands og í gríni bætti hann því við að h'klega væri ekki langt að bíða þess, að frönsk herskip hefðu sameiginlegar heræfingar með rússneskum herskipum. Það gæti oröið heljar grin, svarar aðmírállinn og skellihlær Ég mundi styðja þá tillögu. Við gætum engu tapað, því að Rúss ar vita allt um okkur, en aftur á móti má búast við, að við gæt um náð í nokkrar hagnýtar upp lýsingar frá þeim. — Nei ætli nokkuð verði úr slíkum æfing- um um fyrirsjáanlega framtíð, bætir hann síðan við alvarlegri í bragði. Að lokum aðmíráll Salmon, hefur þessi heimsókn flotadeild ar yðar einhverja pólitíska eða diplómatíska þýðingu? Tj’g er ekki réttur maður til þess að svara því. Það væri heldur að ambassadorinn gæti svarað þeirri spumingu. Ég get þó sagt að svo framarlega sem þessi heimsókn styrkir vináttu- tengsl landanna, hlýtur hún að hafa einhverja slíka þýðingu. Við komum hingað norður í höf ekki eingöngu til þess að heim- sækja ísland, heldur vorum við jafnframt að sýna piltunum hér um borð hvernig kaldari höf líta út. Við æfum mestmegnis í heitum höfum og því þekkja þeir ekki norðlægari slóöir. Þegar hér var komið kvöddum við aömírálinn. Hann átti von á gestum eftir skamma stund. Þegar við yfirgáfum skipið vora engir lúðrar þeyttir. Viðtnl við Salmon aðmiról, sem hér var í kurteisisheimsókn Gestir admírálsins í hádegisverðarboöi um borð i „Surcouf“ s.l. laugardag. Frá vinstri: Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar, Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóri, Jean Strauss ambassador Frakklands, Albert Guðmundsson heildsalí, admíráll Salmon, Emil Jónsson utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Agnar Kofoed Hansen flugmálastj. Halldór Laxness var nýfarinn er myndin var tekSn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.