Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 3
VIS IR . Fimmtudagur 4. ágúst 1966. 5 a Austurstræti og Lækjargötu er vinsælast þeim, sem vilja fylgjast með götulífinu og túristar taka þaðan myndir f gríö og erg. Sól i hádegisstað. Þær brugðu sér í hádegisveröarhléinu út undir vegg á Iðnaöarbankanum tll þess að sleikja sól- skinið. HÁDEGISVERÐ- ARHLÉ í SÓL- SKINI Tíminn í hádeginu er lika not- aður til aö verzla... þá eru fáir á ferli. Hitinn mælist 15 stig, áfram- haldandi blíða og sumarveður. Miðbærinn fyllist af fólki á leið heim í mat, aðrir notfæra sér hádegisverðarhléið til þess að fara út og sóla sig. Svo hægist um smástund og púls miðbæjarins slær ekki eins ört. Á bekkjunum hjá Iðnó situr fólk í löngum röðum og slappar af, í skjólinu fyrir norðanátt- inni, og fullt er í issölunni i Lækjargötunni. Issalan i Lækjargötunni fylltist. þaðan komu þessar tvær. Hjá Iðnó sat fólkið f röðum, stúderaöi andalífiö og ræddi landsins gagn og nauðsynjar. Á Amarhólnum taka unglings stúlkumar í garðavinnunni sér smáhvíld og draga upp nestið, sem þær borða meðan þær flat- maga á grænu grasinu. Upp við stalla teyga skrífstofustúlkur Sambandsins i sig sólskinið og við fótskör Ingólfs Amarsonar situr áhugasamur túristi og blaö ar í korti yfir Reykjavík. Svo er hléið búið og æða- sláttur miðbæjarins verður aft- ur örari, þegar léttklætt fólk hraðar sér aftur til vinnu á há- sumarsdegi. Vetrarkápan verður allt of helt í sólskini sem þessu. \ V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.