Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 11
SíÐAN Ennþá hamingjusöm Brosandi og hamingjusöm af- sanna Carlo Ponti og Sophia Loren enn einu sinni, aö hjóna bönd kvikmyndastjamanna haldist ekki. Nú virðast þau loksins hafa yfirunniö fiesta erfiðleika, sem hafa fylgt sam- bandi þeirra um margra ára skeið og lifa hamingjusömu hjónabandi, sem flestir hafa við urkennt. Nýlega keyptu þau sér nýtt hús f sumardvalarbænum Burgenstok í Sviss, sem er fram arlega í röð helztu lúxusdvalar staða þar í landi nú sem stend- ur. Og er það það nýjasta, sem frétzt hefur af þeim hjónakom unum Ponti og Loren. Donovan reykti Marihuana Verður oð borga 30 þús. króna sekt Hinn dáði brezki leikari Dono van var nýlega dæmdur í 30 þús und kr. sekt og ástæðan var heldur leiðinleg og hefur valdið aðdáendum hans vonbrigðum: hann var tekinn undir áhrifum sterkra elturlyfja. Lögreglan hafði víst komizt á snoðir um að þessi dáði söngv ari ætti eitthvað af eiturlyfjum í fórum sér og kom því að hon um óvörum f fbúð hans í Lon- don fyrir nokkra. Aðkoman var ekki fögur. Donovan, umboðs- maður hans John Mills, sem er aðeins 19 ára og 22 ára gömul stúlka vora þar fyrir og reyktu marihuana. Donovan, sem var undir sterk um áhrifum marihuana fékk æð iskast þegar lögreglan kom að og réðist á lögregluþjónana. „Reykklúbburinn‘‘ var leyst ur upp og Donovan og John Mills urðu hvor um sig að borga 250£ í sekt eða úm 30 þúsund íslenzkar krónur. Nýgiðtur og ó móti liésmyndurum 'C'rank Sinatra hefur verið þekktur að því að láta skaps munina hlaupa með sig í gön- ur. En það er skiljanlegt, að honum geti leiðzt stöðugur elt- ingaleikur ljósmyndara og blaða manna við sig — ekki sízt ný- giftur. Fyrir skömmu var Frank að koma út frá næturklúbb í New York ásamt konunni sinni, Mia Farrow, þegar fréttaljósmyndari nokkur tók ljósmynd af parinu. Frank brást reiður við og tókst að slá gleraugun af ljósmyndar- anum. Um eftirleikinn er ekki vitað. Frank veifar burtu ljósmyndara um Ieið og Mia heilsar vini. Sígaunastúlkan C.C. Á göngutúr í Burgenstock. .. . Claudia Cardinale hefur undanfarið verið f Holiyw ood að leika i kvikmyndinni „Tiie Fairy“ en þar leikur hún Sígaunastúlku og er því hárgreiðsia hennar og klæðnaöur samkvæmt Sígaunasið. Hér er svipmynd frá kvikmyndlnni, þar sem Claudia hef ur lagt son sinn á bekk — held'.r þungbúin á svip.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.