Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 16
I Vifnaleidslur bera ekki órangur Ekkert hefur komið fram í vitna leiðslum rannsóknarlögreglunnar varðandi mál Jóns Guðna Ingólfs- sonar, sem upplýst gaeti dánaror- sökina. Hefur krufningarskýrslan ekki enn borizt frá Kaupmannahöfn og vitnaleiðslur ekki gefið neinar við bótarupplýsingar. Vill rannsóknarlögreglan enn sem fyrr beina þeim tilmælum til sjónarvotta, að því þegar Jón datt, að gefa sig fram og ennfremur aðra þá, sem einhverjar upplýsing ar gætu gefið um málið. * Myndin er frá setningu norræna búfræðimótsins 1 Háskólanum í gær. Það sitja um eitt hundrað búvísindamenn og sérfræðlngar. Ráðstefnan stendur til 8. þ. m. og eru daglega flutt 5 erlndi og um ræður fara fram um efni þeirra. Myndin er frá setningu mótsins, en það var sett af Ingólfi Jónssyni landbúnaðarráðherra. Heiðursfélagi Leikfélagsins Fyrir nokkrum dögum var sam- þykkt á fundi Leikfélags Reykja- vikur að gera Brynjólf Jóhannes- son leikara að heiðursfélaga leik- son leikara að heiöursfélaga, og var þeirri ákvörðun lýst á afmælis- degi Brynjólfs í gær. 1 gær varð þessi ástsæli leikari sjötugur að aldri. Á hann einna lengstan leikferil að haki núlifandi leika'ra, og hefur tekið virkan þátt f starfsemi L. R. YFIR 100 BUVISINDAMFNN A NORÐURLANDAMÓTI Norðurlandabúfræðimótið kom saman í gær í Háskólanum og sitja það yfir 100 búvísinda- menn og sérfræöingar frá öllum Norðurlöndunum. Gunnar Árnason búfræði- kandidat, gjaldkeri Búnaðarfé- lags íslands, en hann er for- maður íslandsdeildar samtak- anna, bauð gesti velkomna, og þar næst ávarpaði landbúnað- arráðherra Ingólfur Jónsson gestina. Að svo búnu flutti dr. Hall- dór Pálsson erindi um íslenzkan landbúnað, fyrr og síðar, til glöggvunar hinum erlendu gest- um á þróuninni á vettvangi landbúnaðarins. f>ar næst flutti dr. Sturla Friðriksson erindi um hvað unnt sé að gera til þess að halda við gömlum engjum og norskur sórfræðingur Markhus Pesta- lozzi talaði um sama efni. Milli flutnings á ræöum lék hljómsveit islenzk lög. í dag kl. 2 flytja erindi E. A. Jamalinen um jurtasjúkdóma Frh. á bls. 6. Bæjarstjórnarmeiri- hluti á Siglufirði Handbók um byggingar og skipulag Fyrir nokkru náðist samstaða milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um samstarf inn an bæjarstjómar á Siglufirði og hafa þessir þrfr flokkar nú myndaö meirihluta þar, en þessir þrír fyrr- greindu flokkar hafa yfir að ráða 7 bæjarfulltrúum af 9. Á fundi i bæjarstjóm Siglufjarðar i gær var Stefán Friðbjamarson ráðinn bæjar stjóri, en hann hefur verið fuiitrúi Siálfstæðisflokksins 1 bæjarstjóm siðan 1958, nú síðustu árin bæjar- ritari. Á fundi bæjarstjómar i gær var endanlega gengið frá ráðningu bæj- arstjóra og skipan nefnda og svo fór fram kosning forseta bæjar- stjórnar. Forseti bæjarstjómar var kosinn Ragnar Jóhannesson, en varaforsetar þeir Knútur Jónsson og Benedikt Sigurðsson. í bæjar- ráð voru kosnir eftirtaldir: Knútur Jónsson (Sjálfstæðisfl.), Jóhann G. Möller (Aljiýðuflokkur) og Ragnar Jóhannesson (Framsóknarflokkur). Á fundinum gerði hinn nýmyndaði meirihlutl grein fyrir stefnu sinni í bæjarmálunum næstu árin. Sklpulagsstjóm ríkisins og Sam- band fslenzkra sveitarfélaga hafa sameiginlega gefið út Handbók sveitarstjóma númer 4 og eru í henni birt skipulagslög og erindi, sem flutt voru á ráðstefnu, sem þessir aðilar efndu til um skipu- lags- og byggingarmál 29. marz til 1. apríl 1965. í handbókinni skrifar Páll Lín- dal, borgarlögmaður um skipulags- lögin nýju, Zophonías Pálsson skipulagsstjóri um samskipti bvgg ingarfulltrúa og skipulagsins og Sigurjón Sveinsson byggingarfull- trúi um hina nýju byggingarsam- þykkt fyrir Reykjavík. Pá er grein eftir Jón Bergsson verkfræðing um störf byggingarfulltrúa, Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur skrifar um byggingarefnarannsóknir, Gústav E. Pálsson borgarvekfræð- ingur um steinsteypu og Jóhannes Zoöga hitaveitustjóri um upphitun og einangrun húsa. Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri skrifar um vatnsveitur, Ingi 0. Magnús- son gatnamálastjóri um frárennslis kerfi og Bárður Daníelsson verk- fræðingur um brunavarnir. Birt er Avarp, er Hörður Bjarnason for- maður Skipulagsstjómar ríkisins, ?lutti við fundarsetningu. Formála að handbókinni skrifar Páll Líndal borgarlögmaður, full- trúi Sambands íslenzkra sveitarfé- laga í Skipulagsstjóm ríkisins. Seg- ir þár m. a. um útgáfuna: „Skipulagsmál hafa til skamms tíma ekki notið þess skilnings, sem þau verðskulduðu, hvorki hjá valdamönnum eða almenningi. Meðal annars þess vegna hafa viða orðið slæm mistök, sem erfitt verður að bæta úr. Það er hins vegar hygginna manna háttur að læra af reynslunni og láta eigin víti og annarra til vamaðar verða. Til þess að koma í veg fyrir frek- ari mistök er eitt virkasta ráðið að auka fræðslu um skipulags- og Framh. á bls. 6. Hvassviðri veldur truflunum á raflínum Þórður /ónasson efstur Gisli Árni og Jón Kjartanssoh fast á eftir 'Hvassviðri gekk yfir Reykjavík Var þessu komið í lag skömmu Um síöustu mánaðamót haföi 151 skip fenglð afla á síldvelðunum eystra, þar af 139 skip 100 lestir eöa meira. Skrá yfir þessl sklp er innl í blaðlnu í dag á bls. 6. 28 skip eru kom in yfir 2 þús. og fimm yfir 3 þús. Munurinn á þrem efstu skip unum er mjög lítill, þau eru öll á sama hundraðinu. Þórður Jónasson var efstur samkvæmt aflaskýrslunni þann 30. skipstjóri á honum er Sæ- mundur Þórðarson, frá Vatns- leysuströnd. Fast á eftir koma þeir kunnu aflamenn, bræðumir Eggert og Þorsteinn Gíslasynir á Gisla Áma og Jóni Kjartans syni. Afli fimm efstu bátanna er þessi: Þórður Jónasson EA 3.495 Gísli Ámi RE 3.435 Jón Kjartansson SU 3432 Barði NK 3.076 Ólafur Magnússon EA 3.060 í gærkvöld og olli nokkrum trufl- unum á raflínum. Var veðurhæöin mest nálægt miðnætti og mældist þá 7—8 vind- stig. 1 mesta hvassviðrinu sló sam- an lugtarlínu hjá Golfskálanum og húsalínu við Bústaðaveg þannig að ljósin ýmist blikkuðu eða fóru af annað veifið við Bústaðaveginn. eftir miðnættið. Var Rafmagnsveitu Reykjavíkur einnig tilkynnt að loftlínum hefði slegið saman í Höfðaborginni. í hitunum undanfarið slaknaði á rafmagnslínum og er því meiri hætta á aö þeim slái saman, þegar hvessir. Garnaveikin í Borgarfirði: Er nautgripastofninn í hættu ? Guðmundur Gíslason dýra læknir á Keldum hefur sent frá sér greinargerð um gamaveiki sauöfjár í Mýrarhólfi, þar sem hann varar við búfjárflutningum milli bæja á svæðinu, þar sem sýkingar hefur orðið vart, og tilgreinir einnig fleiri varúðar ráðstafanir. Vísir skýrði frá því I vor að gamaveiki hefði orðið vart á 15 bæjum í norðanveröum Borgar lirði, og jafnframt þeim ráð- stöfunum sem þá höfðu veriö ákveðnar af ráðherra í samráði við sýslumann Mýra- og Borg- arfjarðarsýslna, sem voru fyrir mæli um bann við fjárflutn- ingum frá sýkta svæðinu í Mýra hólfi. Guðmundur tekur undir þessi fyrirmæli, en leggur jafn framt áherzlu á nauðsyn bólu setningar fjár á þessu svæði og niðurskurð allra sýktra skepna. — Bendir hann m. a. á þá hættu sem framtíðarbúskapa í héraði inu yrði búin ef nautgripa stofninn næði að smitast og telur að slíkt verði ekki forðazt nema öllum varnaraðgerðum sé beitt til hins ýtrasta. Forðast beri dreifingu smits milli bæja eða landshluta með flutningi á fé eða nautgripum með slátur afurðu á flutningabílum, eða á annan hátt, auk fyrrgreindra ráðstafana. Þá getur hann þess að þurra mæði hafi komið upp á Hreins stöðum í Norðurárdal í fyrra og tekur mönnum vara fyrir því að dreifa kindum úr þeim hópi sem veikin kann ef til vill enn að leynast á en þurramæði á byrjunarstigi smitast ef veikt fé er haft með heilbrigðu í húsi. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.