Vísir - 04.08.1966, Side 5

Vísir - 04.08.1966, Side 5
VÍSIR . Fimmtudagur 4, ágúst 1966. • morgun titlönd í morgun lítlönd dtlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Ekki styrjöld — borgarastyrjöld Blaðið Politiken £ Khöfn birti í gær forsíðufrétt um það undir fjérdálka fyrirsögninni „Ekki styrjöld — borgarastyrjöld“, að Q&ir kunnir bandarískir blaða- mwin bafi í sjónvarpsútsendingu ráðizt harkalega á yfirstjóm hem- aðarmála í Bandaríkjunum, fyrir að villa mönnum sýn varðandi styrjöldina í Vietnam. Blaðið segir þá alla hafa mikla reynslu frá Vietnam og saka þeir bandaríska hermálaráðuneytið og bandarísku herstjómina í Saigon um að blekkja almenning í Banda- rtkjunum að yfirlögðu ráði í þess- um málum. Bla®ð nefnir sem dæmi um þessa stefnu hið „sífellda hjal um norflur-vietnamsk ofbeldi", segir í skeyti £rá Washington til blaðsins, var nefnt af Malcolm Brówn sem dæmi um þessa stefnu, en hann var áður aðalfréttaritari Associated- Press fréttastofunnar £ Saigon, Pulitzer-verðlaunaþegi og höfund- ur bójcarinnar „The New Face of War“, sem mikla athygli hafi vak- ið, og heldur Brown því fram, að styrjöldin sé i raun og veru borg-1 arastyrjöld, og sama halda stéttar- bræður hans, Jack Foisle frá Los Angeles Times, Dean Brelis frá| NBC sjónvarpinu og aðal Saigon- fréttaritari New York Times, Char- les Mohr. — Sjónvarpsútsendingin var frá óháðu sjónvarpsfélagi, „The National Education Tele- vision“. . Var Whitman undir áhríf- um í NTB-frétt frá Austen í Texas segir, að nokkrar líkur séu fyrir, að Charles Whitman, háskólanem- inn, sem varð 14 manns að bana, hafi verið undir áhrifum örvandi lyfs, er hann framdi ódæðisverkin. Fundizt hafa • dexedrine-töflur í fötum hans og hafa læknar þeir, sem hafa með höndum líkskoðun- ina, til frekari rannsókna, hvort leifar lvfsins kunni að finnast í líkinu. Áður var kunnugt, að æxli var á heilanum, og segir í einni frétt, að það kunni að hafa valdið WHson sigrar enn en meS naumarí meirihluta Ríkisstjórn Wilsons sigraði með 52 atkvæða meirihluta viö atkvæða greiðslu í neðri málstofunni í gær um tillögu frá íhaldsflokknum þar sem stjórnin var gagnrýnd fyrir meðferð sína á efnahagsmálum, en þetta var helmingi minni meiri- hlutí en verulegur getur talizt, þegar um stórmál er að ræða, en 23 þingmenn Verkamannaflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, og því er haldið fram af ihaldsflokkn um, að þeir hafi verið fleiri. Edward Heath, leiðtogi stjórnar andstöðunnar, hélt því fram undir umræöunni, að með nýju efna- hagsráðstöfunum væri efnahags- málaráðherranum fengiö meira vald en dæmi væru til á friðar- og ófriðartíma, og stappaði nærri fullu einræði, en George Brown efnahagsmálaráöherra, kvað heim- ildimar aðeins gilda til eins árs og allar gerðir stjórnarinnar væru jafnan háðar samþykktum þings- ins. Bæði Vinnuveitendasambandið og Verkalýðssambandið hafa hvatt til þess, að menn bregðist vel við hvatningu stjómarinnar að styöja af frjálsum vilja ákvörðunina um að binda kaupgjald og verðlag. honum ógurlegum höfuðverkjum. Gögn þau, sem fyrir hendi eru, varðandi málið, verða lögð fyrir rétt í dag í Austen. Þaö eru nú allar horfur á því, að fjöldamorð þessi verði til þess að hraða lagasetningu, sem tor- veldar mönnum að kaupa vopn og skotfæri í Bandaríkjunum. Charles Whitman. ^ Á undangengnum 3 mánuö- um hafa komiö yfir 6Ú0 land- skjálftakippir í Tasjkent. — Er- lendum fréttamönnum hefur nú aftur verið leyft að koma til borgarinnar. ^ Brezka stjórnin hefur mót- mælt sprengjuárás, sem gerð var á þorp í Suður-Arabíu (sambandsríkinu) og voru mót- mælin send Egyptalandi og Yemen. heims- horna milli 4 Verkfall bankamanna í írska lýðveldinu (Eire) stóð 12 vik- ur og voru þeir 5000 talsins, sem í verkfallinu voru. í einni frétt, sem birtist þegar verkfall- ið hafði staðiö nokkrar vikur, sagði að öll viðskipti gengju furðu greiðlega, þrátt fvrir verk fallið. ^ Einum af 9 háskólafyrirles- urum, sem nýlega voru kyrr- settir í Salisbury I Rhodesíu var sleppt úr haldi nýlega, og fékk hann að fara til Jóhannesar- borgar, en hinum var sagt, að þeir yröu að vera farnir úr landi í gær (miövikudag). Ekk- ert var sagt um, aö þeim hefði veriö sleppt úr haldi. ^ Brezkur fréttaritari, Bruce Cleland, símar frá Jakarta í Indónesíu, að í opinberri skýrslu sem hann hafi fengið afnot af, sé haldið fram, að tala þeirra, sem teknir hafi verið af lífi, skotnir eða hálshöggnir, á und- undangengnum 10 mánuðum sé komin yfir milljónarmarkið. — Þeir, sem unnu hryðjuverkin, voru yfirleitt ungir menn, 18 —25 ára. Cleland segir, að 150 menn hafi unnið að því að afla gagna til skýrslugerðarinnar. ^ Marina Porter, ekkja Lee Harvey Oswald sem myrti Kennedy forseta, er nú flutt frá Dallas til Greenville í Texas, ásamt manni sínum Kenneth Porter og börnum úr báðum hjónaböndum. „I Dallas leiö mér eins og ég byggi I glerhúsi", sagði hún. ATVINNA STARFSMENN VANTAR á Kleppsspítalann. Uppl. gefur forstööukona i síma 38161. UNGUR MAÐUR með stúdentsmenntun vanur skrifstofustörfum óskai eftir vinnu á kvöldin og um helgar. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 36887 eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. HEIMILI — VINNA Stúlka (um 35 ára) óskast, góð og reglusöm sem vildi taka að sér að stjórna léttu og fallegu heimili til frambúðar Hátt kaup. Tilboö ásamt upplýsingum og síma sendist blaðinu innan 3 daga merkt „Framtíð 808“. STULKA óskast til afgreiðslustarfa strax. Simi 21837 kl. 6—9 í kvöld. ísborg Austurstræti 12. VANTAR MANN til lagerstarfa. — Bananasalan Mjölnisholti 12. Eftir loftárás á brú yfir fljótið Cau, 30 km norðaustur af Hanoi, en árás þessl var gerð um miðjan júlí VANUR BIFREIÐARSTJÓRI óskar eftir aö aka leigubíl Uppl. í síma 31176 eftir kl. 8 I kvöld. ATVINNA ÓSKAST Dugleg og ábyggileg kona óskar eftir atvinnu frá 9—5. Kvöld- vinna gæti komið til greina. Er vön ýmsum störfum. Uppl. í síma 18728 eftir kl. 8 í kvöld og næstu kvöld. BÓKHALD Tek að mér bókhald og útreikninga fyrir fyrirtæki og verktaka. Uppl. í síma 22722.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.