Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 15
's !W A'4 •/.-/ VIS IR . Fimmtudagur 4. ágúst 1966. • / ;> 15 CATHERINE ARLEV TÁLBEITAN KVIKMYND ASAGA TÓNABiO l’SSSH Anton Korff svaraöi ekki. „Dómur er aldrei endanleg- ur fyrr en honum hefur verið full- nægt svo að honum verði ekki breytt”, mælti leynilögreglumaður- inn enn. „Sem betur fer, hefur þess um dómi ekki verið fullnægt, og þar sem i>ýr vitnisburður liggur fyrir, er ekkert því til fyrirstöðu að málið veröi tekið upp aftur”. „Nýr vitnisburður...einmitt þaö?” „Eftir að dómurinn var uppkveð inn, kom Thomas að máli við mig. Hann staðfestir nú þá sögu frú Richmond, að herra Richmond hafi látizt um borð í snekkjunni.” „Fjarstæða...hann haföi áður lagt eið við gagnstæðan framburð”. Thomas leit í aðra átt. „I það skipti sagði ég ekki satt, herra minn.” Og nú leit Thomas beint í augu Korff. „Ég sá frú Richmond uppi á þiljum. Andartaki sfðar fór ég inn í klefa herra Richmond til að draga tjöldin frá glugganum... þá var hann látinn, og ég hélt að hún hefði myrt hann”. Anton Korff hafði gefizt nokk- urt tóm til að jafna sig. „Þaö er augljóst að hann lýgur”, sagöi hann kaldranalega. „Lýgur til að bjarga henni, Og ætli maður fari ekki nærri um hvers vegna”. „Einmitt það, herra Korff?” spurði leynilögreglumaðurinn og hafði ekki af honum augun. „Það er eins gott að þér vitið, að hún hafði þá báða, blökkustrák- ana, algerlega á sínu valdi. Þeir mundu ljúga í það endalausa, henn ar vegna...” „Thomas laug líka — þangað til núna” svaraði Lomer leynilög- reglumaður. „Þér eigið við, að gamli maður- inn hafi í rauninni verið látinn, þegar við komum með hann hing- að?” spurði Anton Korff. „Það megiö þér gerst vita sjálf- ur”, varð Lomer að orði. „Kveiktuð þér ekki í sígarettu fyrir hann?” Anton Korff vafðist tunga um Auglýsingadeild VÍSIS Þingholfsstræti 1 Símar 15610 & 15099 Opið 9-6 Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndast. Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. tönn. „Jú...þaö( er að segja...” „Þér sögöuð ekki satt heldur” mælti Lomer leynilögreglumaður. „Eða gerðuð þér þaö, herra Korff?” Anton hafði náð valdi á sér aft- ur. „Rétturinn tók framburð minn gildan”, svaraði hann þyrrkings- lega. „Satt er það. En nú kemur fram nýtt vitni í málinu, sem kollvarpar framburöi yðar...” „Thomas...” hreytti Korff fyrir- litlega út úr sér. „Meinsærismað- ur...” „Nei“, mælti Lomer og leit fast á Anton Korff. „Það er ekki hann, heldur frændi yðar.' Það var rödd hans, sem þér heyrðuð af segul- bandinu fyrir andartaki. Thomas færði mér spóluna, þegar hann kom að máli við mig, en hann hafði tekið hana í sína vörzlu og stungið henni undan, af ástæðum sem við höfum þegar minnzt á“. „Ég hélt að herra Richmond ætti við hana”, mælti Thomas. „Ég hélt að hann ætti við frú Rich- mond. En svo heyrði ég allar lyg- arnar í réttinum...” Lomer studdi á rofa á segulband inu, og rödd gamla mannsins hljóm aði úr hátalaranum: „Bjallan er úr sambandi, svo aðl ég get ekki kallað á neinn mér til hjálpar...þú hefur rofið sambandið ..Ég sé í gegnum fantabrögð þín... Þú treystir því að ég geti ekki lát- ið neinn til mín heyra... En þar skjátlast þér; ég get talað inn á segulbandiö og það heyrir ein- hver áður en lýkur. Guð minn góð- ur... áhrif eitursins verða stöðugt sterkari... Þú hefur byrlað mér eit- ur... Ég les það inn á segulbandið ...Þú... þú hefur byrlað mér eitur byrlað...mér...eitur...” Röddin þagnaði og nú heyrðist þungur, hryglukenndur andardrátt- ur gamla mannsins og svo varö Sumarferð Varðar F.U.S. Farið verður frá Akureyri föstudaginn 5. ágúst n.k. kl. 8 e. h., komið til baka kl. 1-2 á mánudagsnótt, þann 8. ágúst. Þátttökugjald fyrir hvern meðlim verður kr. 200.00, tvö hundruð krónur. — Þátttakendur hafi með sér viðleguútbúnað (tjöld, svefnpoka o. þ. h.) og nægan mat til ferðarinnar, enda fæði þeir sig sjálfir. Um eftirtaldar tvær ferðir verður valið eftir þvf hvernig veðurútlit verður: F E R Ð 1 Föstudag kl. 8 e. h.: Farið frá Akureyri austur að Hljóðaklettum eða Hólmatungum og þar gist. — Það- an ekið til Egilsstaða og í Hallormsstaðaskóg’ á laug- ardaginn, þar verður gist sunnudagsnóttina og dvalið fram eftir sunnudeginum, síðan ekið heim á leið, jafn- vel með viðkomu á Seyðisfirði, eða stanzað verður í Mývatnssveit. F E R Ð 2 Föstudag kl. 8 e. h.: Farið frá Akureyri suður að Hreðavatni og þar gist. — Þaðan ekið norður, fyrir botn Breiðafjarðar og til Bjarkarlunds á laugardaginn, þar verður gist sunnudagsnóttina og dvalið fram eftir ’ sunnudeginum, síðan ekið heim á leið um Laxárdals- heiði og niður í Steingrímsfjörð, mögulegt er að stanz- að verði á fleiri stöðum á heimleiðinni. F. U. S. Vörður, Akureyri. "THE ATTACK UPON KALA By TUBLAT STIRREP ME INTO ACTI0N.. • My K.WIFE MAÉE QUICK WORKÓFTHE BRUTE... THEN ANP THEKE I SERVEt? NOTICE TOTHEOTHEKAPES I WAS A GK.EAT K.ILLEK, ANP TO KESFECT KALA, MY MOTHEK!" OcihA OMfO sy./ laflff Árás Tublat á Kala fékk mig til þess aö grípa í taumana og hnífurinn minn gerði fljótlega út af viö skepnuna. Þá og þar gerði ég hinurr öpunum þaö skiljanlegt, aö ég væri mikill vígamaður og í virðingarskyni við móöur mína, Kala. hljótt. Lomer stöðvaði segulbandið. „Lygi”, mælti Anton Korff kulda lega. „Hvað er lygi?” spurði Lomer. „Að þú hafir laumazt inn f klefa gamla mannsins, eftir að kona hans var farin og hann blundaði um stund... stund, sem þú notaðir til þess að blanda eitri í svefnlyfið hans, sem þú vissir, að hann mundi taka inn, þegar hann vaknaði — og til þess aö taka bjölluhnappinn úr sambandi, svo að hann gæti ekki kallað á hjálp... Þegar svo Thomas kom fyrstur manna inn.J klefann um morguninn, sat gamn maðurinn látinn með höndina kreppta um hljóðnemann, en spól- an snerist enn á segulbandstæk- ínu...” Lomer leynilögreglumaður geröi málhvíld andartak og virti Anton Korff rólega fyrir sér. „Thomas hugði þá, að frú Rjch- mond hefði myrt gamla manninn. Hann lék af segulbandinu, og hélt að hann ætti við hana, að það væri hún, sem hefði byrlað honum eitr- ið...”. „Hann hafði rétt fyrir sér þar”, mælti Korff rólega. „Það er hún, sem hann ákærir...” „Það hefði ég líka haldið,” mælti Lomer. „Ef ég hefði ekki séð við- brögð yðar. En nú vitum við betur ... og eins og ég sagði áðan, eng- inn dómur er óbreytanlegur eða óafturkallanlegur, fyrr en honum hefur verið fullnægt. Og sem bet- ur fer, er ekki um það að ræða nú Lomer reis á fætur úr hjólastól gamla mannsins. „Þakka þér fyrir, Thomas”, sagði hann við Jamaiku- negrann. „Þú mátt fara með stól- inn, við þurfum varla að nota hann frekar...”. Thomas ók stólnum út úr herb- erginu. Það var mjög jafnsnemma að hann kom með hann út á stiga- pallinn, og Anton Korff tók skyndi- lega á rás. Og hvort sem hann hef- ur sjálfur trúað því eða ekki, að takast mætti að komast undan á flótta, hefur Thomas sennilega haldið það og viljaö koma I veg fyrir það, þegar hann hratt hjóla- stólnum eldsnöggt í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að hann missti fótanna og steyptist ofan stigann. Þegar Lomer leynilögreglumaður kom fram, lá Anton Korff hreyf- ingarlaus á marmaragóffinu í and- dyrinu. Lomer laut niöur að honum. Svo rétti hann úr sér eftir andartak. „Dóminum hefur verið fullnægt” mælti hann lágt við sjálfan sig. Endir. METZH.ER hjólbarSarnir.ehi bokktir fyrir geoði og endíngu, Aðeins það bozfá er nógu gott. barðinn# -ArmCilt 7 simt 30501 ALMENNA WrrZELER umboáiS VERZLUNAREÉUGffig

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.